Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla - Vandi og ávinningur
(2011) Bjarnadóttir, Kristín; Menntavísindasvið
Í greininni er fjallað um rannsókn á hægferðaráfanganum Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla. Kannað var námsbrautaval nemenda og viðhorf þeirra til árangurs síns í stærðfræði með spurningalista og kennslustundir í tveimur hópum voru teknar upp á myndbönd í einum skóla. Auk þess voru skoðaðar kennsluáætlanir og lokapróf í áfanganum í fimm skólum. Niðurstöður sýndu að rúmur helmingur nemenda taldi sér ekki ganga vel í stærðfræði, tæp 60% skráðra nemenda mætti að jafnaði í tíma á meðan rannsókn stóð yfir og nemendur gengu oft út úr kennslustundum. Ennfremur kom í ljós ósamræmi samanborið við Aðalnámskrá – Stærðfræði 1999, lengra var farið í algebru en námskráin sagði fyrir um í fjórum skólum af fimm en hvergi var tíma varið í samvinnuverkefni eða ritgerðir. Ræddar eru mögulegar orsakir þessa. Lagt er út af kenningum Niss um stærðfræðilega hæfni og ástæður samfélags fyrir menntun í stærðfræði og kenningum Mellin-Olsens um ástæður nemenda fyrir stærðfræðinámi. Settar eru fram hugmyndir að opnum verkefnum sem gætu virkjað nemendur og skýrt fyrir þeim tilgang stærðfræðimenntunar ásamt dæmum um umræðuefni sem gætu örvað stærðfræðilega hugsun.
Gömul gáta
(2008) Bjarnadóttir, Kristín; Menntavísindasvið
Björn Gunnlaugsson (1788 - 1876) segir í riti sínu Tölvísi (1865) frá gátu í bundnu máli sem móðir hans kenndi honum er hann var barn. Þessi saga af lítilli gátu segir margar sögur í einni. Hún greinir frá því hvernig gátur og þrautir lifa öldum saman, breyta um mynd, berast á milli landsvæða og heimshluta og aðlagast menningu á hverjum stað.
Anger and disgust shape judgments of social sanctions across cultures, especially in high individual autonomy societies
(2024-03) Andersson, Per A; Vartanova, Irina; Västfjäll, Daniel; Tinghög, Gustav; Strimling, Pontus; Wu, Junhui; Hazin, Isabela; Akotia, Charity S; Aldashev, Alisher; Andrighetto, Giulia; Anum, Adote; Arikan, Gizem; Bagherian, Fatemeh; Barrera, Davide; Basnight-Brown, Dana; Batkeyev, Birzhan; Berezina, Elizaveta; Björnstjerna, Marie; Boski, Paweł; Bovina, Inna; Huyen, Bui Thi Thu; Čekrlija, Đorđe; Choi, Hoon-Seok; Contreras-Ibáñez, Carlos C; Costa-Lopes, Rui; de Barra, Mícheál; de Zoysa, Piyanjali; Dorrough, Angela R; Dvoryanchikov, Nikolay; Engelmann, Jan B; Euh, Hyun; Fang, Xia; Fiedler, Susann; Foster-Gimbel, Olivia A; Fülöp, Márta; Gardarsdottir, Ragna B; Gill, C M Hew D; Glöckner, Andreas; Graf, Sylvie; Grigoryan, Ani; Gritskov, Vladimir; Growiec, Katarzyna; Halama, Peter; Hartanto, Andree; Hopthrow, Tim; Hřebíčková, Martina; Iliško, Dzintra; Imada, Hirotaka; Kapoor, Hansika; Kawakami, Kerry; Khachatryan, Narine; Kharchenko, Natalia; Kiyonari, Toko; Kohút, Michal; Leslie, Lisa M; Li, Yang; Li, Norman P; Li, Zhuo; Liik, Kadi; Maitner, Angela T; Manhique, Bernardo; Manley, Harry; Medhioub, Imed; Mentser, Sari; Nejat, Pegah; Nipassa, Orlando; Nussinson, Ravit; Onyedire, Nneoma G; Onyishi, Ike E; Panagiotopoulou, Penny; Perez-Floriano, Lorena R; Persson, Minna; Pirttilä-Backman, Anna-Maija; Pogosyan, Marianna; Raver, Jana; Rodrigues, Ricardo Borges; Romanò, Sara; Romero, Pedro P; Sakki, Inari; San Martin, Alvaro; Sherbaji, Sara; Shimizu, Hiroshi; Simpson, Brent; Szabo, Erna; Takemura, Kosuke; Teixeira, Maria Luisa Mendes; Thanomkul, Napoj; Tiliouine, Habib; Travaglino, Giovanni A; Tsirbas, Yannis; Widodo, Sita; Zein, Rizqy; Zirganou-Kazolea, Lina; Eriksson, Kimmo; Faculty of Psychology
When someone violates a social norm, others may think that some sanction would be appropriate. We examine how the experience of emotions like anger and disgust relate to the judged appropriateness of sanctions, in a pre-registered analysis of data from a large-scale study in 56 societies. Across the world, we find that individuals who experience anger and disgust over a norm violation are more likely to endorse confrontation, ostracism and, to a smaller extent, gossip. Moreover, we find that the experience of anger is consistently the strongest predictor of judgments of confrontation, compared to other emotions. Although the link between state-based emotions and judgments may seem universal, its strength varies across countries. Aligned with theoretical predictions, this link is stronger in societies, and among individuals, that place higher value on individual autonomy. Thus, autonomy values may increase the role that emotions play in guiding judgments of social sanctions.
Nokkur tímamót í sögu íslenskrar stærðfræðimenntunar
(2007) Bjarnadóttir, Kristín; Menntavísindasvið
Miklar breytingar urðu á kennslu í stærðfræði á Íslandi á áratugnum 1965–1975. Þær leiða hugann að því hvaða ástæður liggi að baki slíkum breytingum. M. Niss hefur skilgreint þrenns konar grundvallarástæður stærðfræðimenntunar: Félagslegar og efnahagslegar, pólitískar og menningarlegar og þær sem miða að því að gera einstaklinginn að hæfari þegn í þjóðfélaginu. Þessi skilgreining er notuð sem viðmið þegar skoðaðar eru breytingar á stærðfræðimenntun sem urðu á ýmsum tímamótum í Íslandssögunni. Niðurstöðurnar eru þær að breytingar til framþróunar stærðfræðimenntunar geti orðið þegar saman fara væntingar yfirvalda um efnalegan ávinning af breytingunum og vonir frumkvöðla og fagfólks um dýpri skilning á stærðfræðinni og árangursríkara nám. Hlutur einstaklinga í að koma á breytingum skiptir verulegu máli.
Gróska og stöðnun í stærðfræðimenntun 1880–1970
(2009) Bjarnadóttir, Kristín; Menntavísindasvið
Á árabilinu 1930–1966 ríkti stöðnun í stærðfræðimenntun fyrir almenning þrátt fyrir metnaðarfull fræðslulög, sett 1946. Í greininni eru færð rök fyrir því að innlendar ákvarðanir hafi átt mestan þátt í því að námsbækur og kennsla stöðnuðu í ákveðnu fari. Rædd eru þrjú veigamikil atriði: • Aðgangur að Menntaskólanum í Reykjavík var takmarkaður á árabilinu 1928–1946. • Ríkisútgáfa námsbóka var stofnuð árið 1937 til að tryggja að allir nemendur barnaskólanna fengju ókeypis skólabækur. • Fræðslulögum árið 1946 fylgdi reglugerð um landspróf miðskóla til að tryggja jafnan undirbúning og jöfn tækifæri unglinga til aðgangs að menntaskólunum. Ákvarðanirnar urðu til að takmarka framboð kennslubóka í stærðfræði fyrir barna- og unglingafræðsluna og einskorða það við tilteknar kennslubækur frá árunum 1920–1929. Færð verða rök fyrir þeirri tilgátu að ákvarðanirnar geti skýrt langvarandi stöðnun sem olli því að bylgjum alþjóðlegrar hreyfingar um nýstærðfræði var tekið af feginleik og með meiri væntingum en forsendur reyndust fyrir.