Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Nýlega bætt við
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í starfs- og námsumhverfi á meðal íslenskra kvenna: Áfallasaga kvenna
(University of Iceland, School of Health Sciences, Faculty of Medicine, 2026-01-22) Jónsdóttir, Svava Dögg; Arna Hauksdóttir; Læknadeild (HÍ); Faculty of Medicine (UI); Heilbrigðisvísindasvið (HÍ); School of Health Sciences (UI)
Bakgrunnur og markmið: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi i starfs- og námsumhverfi er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem getur haft víðtæk áhrif á heilsu og starfsferil kvenna. Þrátt fyrir vaxandi þekkingu á algengi slíkra upplifana skortir enn þýðisrannsóknir sem kanna áhættuþætti og tengsl við andlega heilsu. Markmið þessarar ritgerðar var að kanna algengi kynferðislegs ofbeldis á vinnustað meðal íslenskra kvenna, tengsl við andleg og líkamleg einkenni, og tengsl við ávísanir á lyfseðilsskyld lyfja í kjölfarið. Til að svara rannsóknarspurningunum voru gerðar þrjár rannsóknir: Rannsókn I skoðaði algengi kynferðislegs ofbeldis á vinnustað eftir lýðfræðilegum þáttum og starfsgreinum. Rannsókn II skoðaði tengsl kynferðislegs ofbeldis á vinnustað við andlega og líkamlega heilsu. Rannsókn IIIs kannaði hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað væru líklegri til að tarshefja meðferð með þunglyndislyfjum, kvíðastillandi- og svefnlyfjum eða verkjalyfjum en konur sem ekki urðu fyrir slíkri reynslu.
Efniviður og aðferðir: Í rannsókn I og II var notast við gögn úr rannsókninni Áfallasaga kvenna sem framkvæmd var frá 1. mars 2018 til 1. júlí 2019. Þátttakendur voru íslenskar konur á aldrinum 18–69 ára sem svöruðu spurningalista á netinu sem innihélt, auk bakgrunnspurninga, spurningu um kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað (núverandi, fyrri, eða bæði) og spurningar sem sneru að andlegri líðan (t.d. PHQ-9, GAD-7, PSQI, WMH-CIDI). Í rannsókn III voru þessi gögn einnig tengd við gögn úr Lyfjagagnagrunni (þunglyndislyf, kvíðastillandi/svefnlyf og verkjalyf). Tvíkosta-, Poisson- og Cox-aðhvarfsgreiningar voru notaðar til að meta tengsl kynferðislegs ofbeldis á vinnustað við ýmsa heilsufarsþætti, þar á meðal staðlaðar mælingar á andlegri og líkamlegri heilsu, og nýjar lyfjaávísanir á lyfseðilsskyld lyf. Líkön voru leiðrétt fyrir lýðfræðilegum þáttum á borð við aldur, hjúskaparstöðu, menntun og tekjur, auk vinnutíma og áföllum í æsku eftir því sem við á í hverri rannsókn.
Niðurstöður: Alls tóku 30.403 konur þátt og var hlutfall þeirra sem luku spurningalistanum um það bil 88%. Rannsókn I: Spurningunni um útsetningu fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað var bætt við 4. maí 2018 og 15.799 konur fengu spurninguna lagða fyrir og svöruðu henni. 5.291 (33,5%) höfðu upplifað slíkt einhvern tímann, og 1.178 (7,5%) höfðu upplifað það í núverandi starfi. Núverandi áreitni/ofbeldi var algengast meðal ungra kvenna (18–24 ára: PR 3,89; 95% CI 2,66–5,71), einhleypra kvenna (PR 1,27 [CI 1,12–1,43]) og kvenna í vaktavinnu (PR 2,32 [CI 2,02–2,67]). Starfsgreinar með hæsta algengi voru meðal opinberra aðila (15,67%), kvenna í ferðaþjónustu (15,01%) og innan dómskerfis og öryggisgeira (13,56%). Samkynhneigðar og tvíkynhneigðar konur voru líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað en gagnkynhneigðar konur (PR 1,35 [CI 1,24–1,46]). Rannsókn II: Kynferðislegt ofbeldi á vinnustað tengdist auknu algengi á þunglyndi (PR 1,50), kvíða (PR 1,49), félagsfælni (PR 1,62), sjálfsskaða (PR 1,86), sjálfsvígshugsunum (PR 1,68), sjálfsvígstilraunum (PR 1,99), ofdrykkju (PR 1,10), svefnvandamálum (PR 1,41), líkamlegum einkennum (PR 1,59) og veikindafjarvistum (PR 1,20). Rannsókn III: Meðal 15.812 kvenna í langtímaeftirfylgd yfir 4,5 ár, voru nýjar lyfjaávísanir skráðar hjá 16,9% óútsettra og 20,2% útsettra fyrir þunglyndislyfjum, 17,2% vs. 20,1% fyrir kvíðastillandi/svefnlyf og 45,4% vs. 48,1% fyrir verkjalyf. Konur sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustað höfðu aukna áhættu á að fá ávísun á þunglyndislyf (HR 1,17 [CI 1,06–1,29]), kvíðastillandi/svefnlyf (HR 1,18 [CI 1,08–1,30]) og verkjalyf (HR 1,10 [CI 1,02–1,18]), þó tengslin dvínuðu eftir leiðréttingu fyrir áföll í æsku.
Ályktanir: Kynferðislegt ofbeldi á vinnustað virðist algengt meðal kvenna í norrænu velferðarsamfélagi og tengist fjölbreyttum heilsufarsvandamálum og aukinni notkun lyfseðilsskyldra lyfja. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi stefnumótunar og aðgerða til að koma í veg fyrir ofbeldi á vinnustöðum og bæta öryggi og geðheilsu kvenna. Frekari rannsóknir ættu að kanna hvernig áföll í æsku móta viðkvæmni kvenna gagnvart slíkum upplifunum og áhrifum þeirra á heilsu.
Munnleg lokapróf í háskólakennslu : Kostir áskoranir og upplifun nemenda
(2025-09-29) Kristjánsdóttir, Vera Kristín Vestmann; Viðskiptadeild
Munnleg lokapróf eru sjaldgæf í íslensku háskólakerfi þrátt fyrir aldalanga sögu. Sumar rannsóknir benda til þess að þau bjóði upp á dýpri innsýn í þekkingu og hæfni nemenda og geti þannig endurspeglað námsárangur með öðrum hætti en hefðbundin skrifleg próf. Í þessari grein er fjallað um munnleg próf sem matsaðferð í háskólakennslu, skoðaðir bæði kostir þeirra og áskoranir. Áhersla er lögð á upplifun nemenda, streitu og prófkvíða, auk þess sem borinn er saman árangur nemenda í munnlegum og skriflegum prófum. Rannsóknin byggir á spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur í námskeiði í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, þar sem munnlegt lokapróf var tekið upp í stað hefðbundins skriflegs prófs. Niðurstöður sýna að þrátt fyrir að margir nemendur upplifi kvíða tengdan munnlegum prófum, meta þeir reynsluna yfirleitt jákvæða eftir á. Upplifun nemenda af að þreyta munnlegt próf reyndist marktækt ólík eftir því hvort þeir upplifðu streitu í prófinu eða ekki. Meirihluti þátttakenda taldi að munnlegt próf krefðist dýpri skilnings og þeir hefðu þar af leiðandi undirbúið sig betur fyrir prófið. Gögnin sýna einnig að meðaleinkunnir voru hærri hjá þeim nemendum sem þreyttu munnlegt próf en hjá fyrri árgöngum sem tóku hefðbundið skriflegt próf. Rannsóknin dregur fram mikilvægi þess að styðja nemendur í gegnum nýjar matsaðferðir og að munnleg próf geti stuðlað að réttlátara námsmati. Niðurstöðurnar styðja við fyrri rannsóknir sem benda til þess að munnleg próf geti verið áhrifaríkari leið til að meta dýpri skilning en skrifleg próf og efli mikilvæga hæfni fyrir atvinnulífið.
Repair and reconstruction for urban commoning : The making of the liberated spaces in Naples
(2026-01-05) Locorotondo, Martina; Fishwick, Adam; Centre for Doctoral Studies
Commoning requires repair. Where capitalist logics of accumulation, enclosure and exclusion produce abandoned space through the city, urban commoners remake that space to serve the needs of inhabitants. Without hiding the paradoxes and risks of repair, based on years-long ethnography in the Liberated Spaces in Naples, Italy, we demonstrate how repair and reconstruction produced the conditions for societal transformation in the city. We show how this was achieved through four connected processes that underpinned the making of these urban commons. In doing so, we develop a theoretical contribution on the relationship between repair and the commons as it affects: the role of practices of material repair of previously abandoned buildings in shaping the commons; the significance of memory reconstruction in reconstituting these spaces; the formation of social bonds and collective subjectivities through these practices; and the potential of repair in the urban commons to expand these practices and prefigure broader social transformation.
Mælskur af bræði. Reiði, heimsveldi og nýlenduminni í íslenskum nútímabókmenntum.
(University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies, 2026-01-14) Hjörvar, Rósa María; Gunnþórunn Guðmundsdóttir; Íslensku- og menningardeild (HÍ); Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI); Hugvísindasvið (HÍ); School of Humanities (UI)
Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka hlutverk og birtingarmyndir reiðinnar í íslenskum samtímabókmenntum og öðlast dýpri skilning á því hvernig reiði er mótandi og mótuð af menningarlegu valdi, frásagnarvaldi og tengslum miðju og jaðars. Rannsóknin byggist á greiningu þriggja skáldsagna: Tómas Jónsson metsölubók (1966) eftir Guðberg Bergsson, Innansveitarkroniku (1970) eftir Halldór Laxness og Höfundur Íslands (2001) eftir Hallgrím Helgason. Í þessum verkum er reiðin greind sem lykilþáttur í samtali um þjóðernishyggju, mótun þjóðarsjálfs og stöðu einstaklingsins í samfélagi þar sem forræði og hugmyndum um karlmennsku og frásögn. Megináhersla er lögð á að kanna samband reiði og sjálfsmyndar, reiði og kyngervis, og reiði og ímyndar eftirlenduþjóðar. Í því skyni er reiðin sett í samhengi við kenningar innan eftirlendufræða og tilfinningafræða, þar sem hún er skoðuð sem tilfinningalegt afl sem getur bæði styrkt og veikt mótstöðu gegn ríkjandi hugmyndafræði. Með því að nota greiningarhugtök frá meðal annars Frantz Fanon, Gayatri Spivak, Judith Butler og Homi K. Bhabha er reynt að varpa ljósi á það hvernig reiði virkar sem birtingarmynd togstreitu milli nýlendu og nýlenduherra, miðju og jaðars, ríkjandi frásagna og andófs, með því að setja spurningamerki við gjörning þjóðernis, karlmennsku og frásagnar. Í öllum þremur verkum er karl aðalpersóna sem tekst á við það að vera miðja í eigin frásögn, á meðan formgerðir verkanna grafa undan sjálfri hugmyndinni um miðju. Þessi togstreita veldur reiði og afhjúpar mismunandi hliðar hins reiða manns. Í ritgerðinni er sett fram hugtakið grótesk reiði til að lýsa þeirri sérstöku tegund reiðitjáningar sem tekist er á um í verkunum. Grótesk reiði brýtur niður hefðbundin lögmál tilfinninga og frásagnartækni; hún er ofsafull og andófskennd, óstöðug, ómarkviss og oft tengd háði. Þessi reiði er ekki beinlínis siðferðilega réttlætanleg eða miðlunarhæf, heldur opnar hún nýjar leiðir til að tjá upplausn sjálfsmyndar, kynbundinnar stöðu og þjóðarímyndar innan skáldsagnanna. Hún truflar, afbyggir og krefst nýrra túlkunarleiða. Með greiningu á þessum þremur verkum er ætlunin að sýna hvernig íslenskar nútímabókmenntir nýta reiði sem birtingarmynd andófs og sjálfsskoðunar og hvernig þær varpa ljósi á valdakerfi, karllæga þjóðernismýtur og skáldsöguformið sjálft. Reiðin er ekki aðeins viðfangsefni, heldur einnig frásagnarleg aðferð sem beitt er meðvitað og markvisst af höfundum sem vilja endurskilgreina tengsl Íslands við fortíð sína, sjálfsmynd sína og stöðu sína í menningarlegu samhengi. 2 Verkefnið reynir þannig að tala inn í umræðu um tilfinningar í bókmenntum, sérstaklega í ljósi eftirlendufræða, og opnar fyrir nýja túlkun á íslenskum nútímabókmenntum sem vettvangi tilfinningalegrar og frásagnabundnu andófi.
Ordering in multistable magnetic nanostructures
(University of Iceland, School of Engineering and Natural Sciences, Faculty of Physical Sciences, 2026-01-16) Schrautzer, Hendrik; Pavel F. Bessarab; Raunvísindadeild (HÍ); Faculty of Physical Sciences (UI); Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ); School of Engineering and Natural Sciences (UI)
Magnetic nanosystems hosting co-existing localized magnetic textures beyond skyrmions are of great interest for fundamental science and technological applications, but their characterization is challenging due to the complexity of the energy surface. This energy surface is uniquely determined by the underlying interactions between magnetic moments and can exhibit numerous local minima associated with metastable states. Within harmonic transition state theory or Kramers/Langer theory, the identification of first-order saddle points on this surface is essential for calculating transition rates between metastable states and thus for quantitative assessment of the thermal stability of localized magnetic structures. In this work, a theoretical framework is developed and implemented that enables the systematic identification of first-order saddle points on the energy surface of magnetic systems. In contrast to methods based on finding minimum energy paths, the developed approach does not require prior knowledge of the final state of the transitions. The approach does not rely on phenomenological models and subjective assumptions, thereby opens the door for highly predictive simulations of long time-scale thermal dynamics of multistable magnetic systems and systematic sampling of the energy surface based on recursive traversing between energy minima via saddle points. The methodology is applied to various systems capable of hosting a large diversity of localized magnetic textures including two- and three-dimensional chiral magnets and transition-metal ultrathin film and multilayer systems. In particular, a hierarchy of transition mechanism universal for various topological textures in two-dimensional chiral magnets is discovered and the interplay between the topology of a texture and its thermodynamically accessible collapse paths is investigated. Furthermore, it is demonstrated that long-range dipole-dipole interactions lead to a vastly increasing complexity of transition mechanisms of three-dimensional textures such as chiral bobbers, skyrmion tubes, and globules. In ultrathin transition metal systems, prototypical for applications, the method reveals that higher-order exchange interactions can strongly enhance the lifetime of skyrmions and antiskyrmions. Together with the presented applications, the developed methodology constitutes an important advancement for the theoretical prediction of the long time-scale magnetization dynamics and characterization of the energy surface of complex, technologically relevant magnetic systems
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts