Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
Social responsibility and the freedom of the press
(Háskóli Íslands, 2010) Meckl, Markus Hermann; Guðmundsson, Birgir; Ólafs, Helga; Proppé, Hulda; Hug- og félagsvísindasvið
The freedom of the press is a necessity to ensure public debate, a debate which secures the emergence of truth for the better good of all. The importance attributed to this argument is reflected in European constitutions. Since the French Revolution the freedom of the press has figured prominently in every democratic constitution. The understanding of the concept is important in defining journalism as a profession and its role in a democratic society. The importance for western democracies of a clear conception of what freedom of the press entails has increased in recent decades, as previously socially, culturally and ethnically homogeneous societies have become multicultural. The concept plays a key role in well recorded international cases such as the report of Aftonbladed in Sweden on the Israeli army stealing organs of Palestinian victims and of the Danish Mohamed Cartoons. However, as demonstrated in this paper by an examination of data on Icelandic reporting compiled for the Althingi Investigative Committee, the term also contributes to the understanding of more systemic issues such as why the Icelandic media did not critically report what was going on prior to the collapse of the banks in the fall of 2008.
The North pole mission in Iceland 1857 - 1858
(Háskóli Íslands, 2014) Guðmundsson, Birgir; Meckl, Markus Hermann; Ólafs, Helga; Heijstra, Thamar M.; School of Humanities and Social Sciences
Byggðafesta og búferlaflutningar : Bæir og þorp á Íslandi vorið 2019
(Byggðastofnun, 2019) Bjarnason, Thoroddur; Jóhannesdóttir, Gréta Bergrún; Guðmundsson, Guðmundur; Garðarsdóttir, Ólöf; Þórðardóttir, Sigríður Elín; Skaptadóttir, Unnur Dís; Karlsson, Vífill; Miðstöð doktorsnáms; Hug- og félagsvísindasvið
Helstu niðurstöður • Mikill hreyfanleiki einkennir minni byggðarkjarna á Íslandi og langflestir íbúanna hafa búið annars staðar en í heimabyggð. Meirihluti íbúanna hefur einhvern tímann búið á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á Íslandi og mörg þeirra hafa einnig búið erlendis. • Margir íbúar ætla að flytja frá byggðarlaginu tímabundið eða fyrir fullt og allt og 14% ætla líklega eða örugglega að flytja á brott á næstu 2–3 árum. Þótt hlutfall þeirra sem ætla að flytja sé misjafnt eftir byggðarkjörnum er lítill munur eftir landshlutum eða stærð byggðarkjarna. Það er í samræmi við opinberar tölur sem sýna að 5-9% íbúa flytja almennt til og frá einstökum sveitarfélögum á hverju ári. • Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í smærri byggðarkjörnum eru ánægð með búsetu sína. Flestir íbúar eiga fjölskyldu og vini í byggðarlaginu og flest þeirra tengjast samfélaginu, staðnum og náttúrunni sterkum böndum. • Íbúarnir eru almennt mjög jákvæðir gagnvart aðflutningi Íslendinga til byggðarlagsins, hvort sem aðfluttir eigi rætur að rekja til byggðarlagsins eða ekki. Minni stuðningur er við aðflutning fólks af erlendum uppruna eða aukinni frístundabúsetu fólks með aðalheimili annars staðar. • Svarhlutfall íbúa af erlendum uppruna er mun lægra en þeirra sem eru af íslenskum uppruna. Þau sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna eru ívið líklegri til að ætla að flytja en þau sem eiga báða foreldra af íslenskum uppruna. • Þótt konur séu ólíklegri til að afskrifa það alveg að flytja á brott er ekki munur á hlutfalli karla og kvenna sem telja það mjög líklegt. Ójafnt kynjahlutfall í smærri byggðarlögum virðist ekki síður stafa af minni aðflutningi kvenna en meiri brottflutningi þeirra frá slíkum byggðarlögum. • Stór hluti yngsta aldurshópsins ætlar að flytja á brott á næstu árum en það er fátítt meðal þeirra sem komnir eru yfir sjötugt. Í samræmi við það eru svarendur sem búa í foreldrahúsum og námsmenn líklegastir til að ætla að flytja en fólk á eftirlaunum er ólíklegast til þess. • Þau sem lokið hafa stúdentsprófi eða háskólaprófi eru heldur líklegri til að ætla að flytja en þau sem hafa lokið grunnskóla eða iðnmenntun. Fleiri nefna þó tækifæri barna sinna til menntunar en eigin tækifæri sem mikilvæga ástæðu brottflutninga. • Atvinnutækifæri eru mikilvægasta einstaka ástæða þess að fólk segist ætla að flytja búferlum, en aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu og verslun og þjónustu skiptir einnig verulegu máli. • Hreint loft, kyrrð og ró, litla hættu á afbrotum og litla umferð skipta miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu í byggðarkjörnunum. Talsvert fleiri þátttakendur töldu þessa þætti skipta meira máli en atvinnumál, húsnæðismál eða nálægð við foreldra, börn eða barnabörn. • Um helmingur svarenda segja að húsið þar sem þau búa skipti þau miklu máli og sá hópur er mun ólíklegri til að flytja á brott. Þau sem eiga húsnæði í byggðarlaginu eru jafnframt mun ólíklegri til að hugsa sér til hreyfings en þau sem eru á leigumarkaði. • Tiltölulega fáir eiga hvorki fjölskyldu né vini í byggðarkjarnanum, en enn færri eiga þar alla fjölskyldu eða vini. Búseta fjölskyldu og þó sérstaklega vina hefur sterk tengsl við fyrirætlanir um að vera um kyrrt eða flytja þangað sem fjölskylda og vinir búa. • Þau sem búa með maka sínum eða uppkomnum börnum eru líklegust til að verða um kyrrt en þau sem búa ein eru ólíklegust til þess. Einstæðir foreldrar sem hafa börn alltaf eða stundum á heimilinu eru í meðallagi líkleg til að ætla að flytja á næstu árum. • Óþægileg félagsleg tengsl skipta einnig máli fyrir búsetuáform og nokkur hópur þeirra sem ætla að flytja á brott á næstu árum nefna umtal eða slúður, gamaldags kynjaviðhorf eða erfið samskipti við tiltekna einstaklinga sem mikilvæga ástæðu fyrir þeim fyrirætlunum. • Mat íbúanna á líklegri þróun lífskjara í byggðarkjarnanum á næstu árum hefur sterkari tengsl við búsetuáform en mat þeirra á þróun síðustu ára.
Áhrif sláttar og eitrunar á lúpínubreiður og gróðurfar : A comparison of two eradication methods for the invasive species Lupinus nootkatensis in Iceland.
(2016-07) Svavarsdóttir, Kristín; von Schmalensee, Menja; Aradóttir, Ása Lovísa; Bau, Anne; Stefánsson, Róbert A.
Útbreiðsla alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár og sækir hún í vaxandi mæli inn í gróið land. Vegna þessa er lúpínan flokkuð sem ágeng tegund og hafa nokkur sveitarfélög ráðist í að eyða henni eða hamla útbreiðslu hennar. Samhliða skipulegum slætti lúpínu í Stykkishólmsbæ var lögð þar út tilraun árið 2010 með það að markmiði að bera saman árangur af árlegum slætti og plöntueitri. Tilraunin var gerð í rofnu mólendi sem lúpína hafði lagt undir sig. Tilraunameðferðir voru þrjár, lúpína slegin, eitrað fyrir henni eða látin ómeðhöndluð í 100 m2 stórum reitum, fimm fyrir hverja meðferð. Árlega var lúpína slegin eða eitrað fyrir henni, og gróður mældur 2011 og 2015, einu og fimm árum eftir fyrstu aðgerðir. Árið 2011 hafði lúpína gefið verulega eftir í meðhöndluðum reitum og 2015 var þekja hennar og þéttleiki blómstrandi plantna marktækt minni en í ómeðhöndluðum reitum. Tegundaauðgi jókst marktækt í meðhöndluðum reitum milli mælinga og var árið 2015 meiri í þeim en ómeðhöndluðum reitum. Tegundasamsetning í slegnum og eitruðum reitum breyttist mikið á tímabilinu í samanburði við ómeðhöndlaða reiti. Árið 2015 voru flestar tegundir, mest þekja grasa og blómplantna og minnst af lúpínu í slegnum reitum en í eitruðum reitum var þriðjungur yfirborðs gróðursnauður og þekja grasa marktækt minni en í þeim slegnu. Það er langtímaverkefni að útrýma lúpínu og sýna niðurstöður þessarar tilraunar að til þess má nota bæði slátt og eitrun. Meiri gróðurþekja og fleiri plöntutegundir í slegnum reitum en eitruðum eftir fimm ára aðgerðir sýnir á hinn bóginn að slátturinn skilar betri árangri.
Toddler Sociality: Co-constructing the peer group through embodied interactions
(University of Iceland, School of Education, Faculty of education and pedagogy, 2025-11-27) Gunnarsdóttir, Bryndís; Amanda Bateman; Deild menntunnar og marbreytileika (HÍ); Faculty of education and pedagogy (UI); Menntavísindasvið (HÍ); School of Education (UI)
This PhD research project explores toddlers’ sociality and competence within peer interactions, focusing on their use of embodied strategies to actively participate and co-construct their peer group, create a sense of togetherness and form a ‘mutual we’. The research project was conducted in a toddler room in an early childhood education and care (ECEC) setting in Iceland and is an ethnomethodological (EM) study applying multimodal conversation analysis (CA) to examine these embodied strategies. The research offers an original contribution by challenging traditional views of toddlers as passive onlookers, demonstrating their active engagement and sophisticated social behaviours.The research project is structured around three sub-studies, each presented in a research article. The first article investigates the embodied strategies toddlers use to initiate interactions with their peers, highlighting the importance of gaze and touch as initiation strategies. The second article explores how toddlers use humour and environmental resources to initiate and sustain interactions within the peer group. The third article examines how toddlers use observation and imitation as a pre-opening in the co-construction of peer interactions. The study contributes to the growing body of knowledge on toddler social experiences within ECEC settings. The findings highlight their agency in shaping social relationships and peer culture. Overall, this thesis provides unique and valuable insights into the new and emerging area of toddler sociality, emphasising their active role in peer interactions and their ability to co-construct social relationships independent of adult interactional interventions.The data was collected over a 9-month period using participant observations through video recordings and field notes as the methods used. The interactions observed were transcribed according to recognised multimodal CA transcription conventions. The findings of this research underscore the value of multimodal CA as a methodological approach for studying toddlers’ interactions, providing detailed and nuanced insights into the embodied strategies toddlers use to navigate their social worlds. Ethnomethodology and multimodal conversation analysis therefore provide a robust theoretical and methodological framework for conducting this type of research and the findings of this study contribute to an original way of conceptualising toddler sociality and toddler social competence in ECEC.The findings have implications for policy and practice in early childhood education, advocating for a more nuanced understanding of toddler sociality and the importance of supporting peer interactions in ECEC settings. The findings also offer practical implications for early childhood teachers. Even though this study did not examine the role of the teachers in toddler peer interactions, by understanding the importance of embodied interactions and the sophisticated ways toddlers engage with their peers, it is my belief that teachers can better support and enhance toddler sociality and peer interactions by providing specific care and education in ECEC settings that offer support and opportunities for toddlers to interact and build a ‘mutual we’ with their peers.