Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
Sjálfsritskoðun íslenskra blaðamanna
(2015-06-15) Guðmundsson, Birgir
Umræða um sjálfsritskoðun fjölmiðla hefur tekið kipp hér á landi eftir árásir á ritstjórnarskrifstofur Charie Hebdo í París í janúar 2015 og sviptingar í yfirstjórn og eigendahópi íslenskra fjölmiðla. En hver er sú reynsla sem blaðamenn lýsa sem sjálfsritskoðun og hvað merkir hugtakið? Í þessari könnun er leitað svara við tveimur rannsóknarspurningum. Annars vegar hvernig blaðamenn skilja hugtakið sjálfsritskoðun og hins vegar hver væri reynsla íslenskra blaðamanna af sjálfsritskoðun. Byggt var á fyrirbærafræðilegri aðferð með viðtölum við sex reynda blaðamenn. Megin niðurstaðan er sú að áhrif umræðunnar um fréttir og fréttamat blaðamanna hafi mikil áhrif á efnistök og framsetningu, bæði almenn stemning í þjóðfélaginu og ekki síður viðbrögð frá áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum. Enn fremur skiptir máli hvar þeir fjölmiðilar sem blaðamenn vinna á eru staðsettir í pólitískri/ viðskiptalegri blokkaskiptingu íslenska fjölmiðlakerfisins. Þá sýna niðurstöður ólíkan skilning blaðamanna á hugtakinu sjálfsritskoðun og að brýnt sé að að skilgreina það ef nota á það til greiningar. Loks kemur fram að almenn þjóðfélagsumræða ásamt áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum hafi mest áhrif á sjálfsritskoðun blaðamanna.
Icelandic newsrooms in a pandemic mode
(2020-12-16) Guðmundsson, Birgir
Covid 19 has had enormous impact on media firms all over the world, adding further economic pressures to a sector already suffering problems. Two different trends come together in the present situation, a challenge to the economic model of traditional media and a massive move to remote or working from home practices by journalists and editorial staff. This, in conjunction with other changes in the media environment, has raised questions about traditional institutions of journalism and journalist practices such as the physical newsroom. Speculation about virtual newsrooms or remote journalism practices and a wave of newsroom closures or downsizing due to Covid 19 in the summer and fall of 2020 has highlighted these concerns even further. In this context the paper looks systematically at the response of Icelandic newsrooms to the ban on gatherings that was introduced in the first wave of Covid 19 in the spring of 2020. The practical measures taken by the newsrooms are looked at, the experience of journalists recorded, and the content output measured, analysed, and compared to the same period the year before. Results show that work processes were radically changed, journalists showed flexibility and are relatively open towards permanent changes based on their experience of working from home. There is an impact on content output, but it is in most cases marginal.
New realities of political communications in Iceland and Norway
(2014) Guðmundsson, Birgir
Political communication in Iceland and in the Nordic Countries has undergone dramatic changes in the last decades. The political process has had to adjust to a new media landscape and to novel media technology at the same time as the media themselves are faced with transformed political realities. This paper reports a qualitative study on the way in which political parties in Iceland and Norway deal with a twofold change in political communication: on the one hand the change that has occurred with increasing commercialisation and professionalization of the traditional media; on the other, the change brought about by the digital revolution, with an explosion of media-outlets, communication possibilities and fragmentation of the public sphere. Five general dimensions are found to characterize the new realities of political communication in Norway and Iceland. These are: agenda setting; targeting of special groups; internal communication; professionalization; and a holistic communication approach.
Pólitísk markaðsfjölmiðlun
(2013-12-15) Guðmundsson, Birgir
Flokksfjölmiðlun þreifst hér á landi fram undir síðustu aldamót og sú umbreyting sem Blumler & Kavanagh (1999) kölluðu „Þriðja skeið pólitískrar boðmiðlunar“ og felst m.a. í aukinni sérfræðiþekkingu í boðmiðlun innan stjórnmálaflokka og mikilli fagvæðingu blaðamannastéttarinnar og fjölmiðla, hefur haft styttri tíma til að þroskast en raunin var víða í nágrannalöndunum. Í þessari grein eru birtar niðurstöður úr frambjóðendakönnun sem gerð var meðal frambjóðenda allra stjórnmálaflokka í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Niðurstöðurnar sýna með afgerandi hætti að íslenskir stjórnmálamenn hafa litla tiltrú á fagmennsku blaðamanna, óhæði fjölmiðla gagnvart stjórnmálaflokkum og þeirri óhlutdrægni sem alla jafna er talin fylgja markaðsvæðingu og umbreytingu frá ytri yfir í innri fjölbreytni í fjölmiðlun (Hallin og Mancini, 2004). Þvert á móti virðast stjórnmálamenn sjá íslenskan fjölmiðlamarkað í pólitísku ljósi þar sem flokksmiðlun og ytri fjölbreytni er áberandi mikilvæg. Leidd eru rök að því að þessar niðurstöður styðji að til hafi orðið kerfi „pólitískrar markaðsfjölmiðlunar“ á Íslandi, m.a. vegna mikillar sögulegrar nálægðar flokksfjölmiðlunar, bernsku í fagvæðingu blaðamannastéttarinnar, fárra og frjálslegra reglna um fjölmiðlamarkaðinn, mikillar samþjöppunar eignarhalds á fjölmiðlum og samkrulls eigendavalds og flokkspólitíkur.
New media - Opportunity for new and small parties? : Political communication before the parliamentary elections in Iceland in 2013
(2016-06-15) Guðmundsson, Birgir
This article presents results from a survey among political candidates standing in parliamentary elections in Iceland in the spring of 2013 regarding their use of media in the election campaign. The purpose of this study was twofold; first to determine the extent to which politicians have adopted new technologies. Thereby adapting their election strategies to new realities and a transformed media environment characterized by hybridization between new networked media and traditional media logic. Secondly, to examine whether in a digitalized media era, there is a difference in media use between old and new political parties. The findings suggest a process of normalization and the potential advantage for new parties, due to easier access to communication channels created by less expensive new media outlets, was by and large negated by a more complex and diverse media environment.