Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
Upplifun barna af leikskóladvöl „Stundum er maður lengi í leikskólanum, en ekki alltaf“
(2021-12-09) Hreinsdóttir, Anna Magnea; Dýrfjörð, Kristín; Deild kennslu- og menntunarfræði
Klukkan mótar skipulag á leikskólum en upplifun barna á tíma er ekki sú sama og fullorðinna. Markmið rannsóknarinnar sem sagt er frá í greininni var að leita eftir upplifun barna á dvalartíma sínum í leikskóla og varpa ljósi á hvaða þættir hafa áhrif þar á í þeim tilgangi að koma betur til móts við sjónarmið þeirra. Niðurstöður sýna að börnin þekkja ekki annað en að dvelja á leikskóla megnið af vökutíma sínum. Fram kom að vinátta barna er þeim mikilvæg og að þau fáist fjölbreytt viðfangsefni í leikskólanum sem þau fá að stýra sjálf. Gefa þarf tímaskyni barna gaum við skipulag leikskóla.
Innleiðing gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Viðhorfsrannsókn og samantekt á innleiðingarferli
(2022-03) Þorfinnsdóttir, Eyrún Björg; Sigurðardóttir, Árún Kristín; Sigurðsson, Martin Ingi; Læknadeild
Tilgangur: Það er mannlegt að gera mistök en mistök hafa í eðli sínu misalvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að hægt er að fyrirbyggja um 50% mistaka í svæfingum og skurðaðgerðum. Víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig best sé að fyrirbyggja mistök á þessum vettvangi og hefur meðal annars verið horft til jákvæðrar reynslu annarra starfsgreina á notkun gátlista í bráðatilfellum. Mikilvægt er að starfsfólk sjái tilgang með notkun gátlista og telji þá vera til hagsbóta í starfi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri til notkunar gátlista við störf sín og hvort munur væri á viðhorfi fyrir og eftir kynningu á gátlistum vegna bráðra vandamála á skurðstofu. Aðferð: Megindlegt rannsóknarsnið framsýnnar, lýsandi samanburðarrannsóknar var notað. Þýðið innihélt alla hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna sem störfuðu á skurðstofunum á rannsóknartímanum, 47 talsins og var úrtakið allt þýðið. Fimmtán gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu sem höfðu verið þýddir og innleiddir á Landspítala voru staðfærðir og innleiddir á Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Stuðst var við fyrstu tvö af fjórum þrepum viðurkennds innleiðingarferlis og var kynning gátlistanna rafræn. Spurningalisti var lagður tvisvar fyrir þátttakendur, fyrir og eftir kynningu á gátlistunum. Niðurstöður: Svarhlutfall var 87% fyrir kynningu og 67% eftir. Viðhorf þátttakenda til notkunar gátlista á skurðstofum mældist jákvætt og töldu flestir að gátlistar myndu nýtast við venjubundnar aðstæður og í bráðatilfellum. Meira en helmingur sagðist öruggur í störfum sínum án notkunar gátlista. Í samanburði með pöruðu t-prófi kom fram að færri þátttakendur treystu sér til að framkvæma verk sín í bráðatilfellum án gátlista að loknum fyrstu tveimur þrepum innleiðingarferlis heldur en fyrir innleiðingu (t(27)=-2,521; p=0,02). Ályktun: Niðurstöður benda til að þátttakendur sjái tilgang með notkun gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu í bráðatilfellum. Jákvætt viðhorf gefur einnig tilefni til væntinga um áframhaldandi árangursríka innleiðingu gátlistanna á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri. Lykilorð: Gátlistar í bráðatilfellum; bráðameðferð í svæfingu; öryggisgátlisti WHO fyrir skurðstofur; innleiðingarvísindi. Aim: To err is human, but as the nature of mistakes are diverse their consequences are not equally critical. Research shows that about 50% of mistakes in anesthesia and surgery are preventable. Extensive research has been conducted to analyze how mistakes in this field can best be prevented, where use of checklists in crisis situations in other fields are used as models. The literature about implementation of checklists in operating rooms emphasizes the importance of staff awareness regarding the purpose and benefit of their use. The aim of this study was to explore the attitude of nurses and consultant physicians working in the operating rooms of Akureyri hospital, towards using checklists in their work and whether there was a difference in attitudes before and after the presentation of checklists for crisis situations. Method: A quantitative, prospective, descriptive, and comparative research. The study population was nurses and consultant physicians working in Akureyri Hospital operating rooms at the time of the study, 47 in total, and the study sample was the population. Fifteen checklists for crisis situations already translated to Icelandic and implemented in Landspitali, were adjusted for use in Akureyri Hospital. The implementation relied on the first two steps out of four in an implementation protocol and introduction of the checklists was electronic. A questionnaire was answered two times, before and after presentation of the crisis checklists. Results: The response rate was 87% before the presentation and 67% after. Participants´ attitude towards using checklists in surgical rooms was generally positive and most said that checklists can be of use, both in routine work and in crisis situations. Nevertheless, majority of participants answered that they feel confident in performing their work, without use of checklists. A paired t-test revealed that after the introduction of the new checklists, fewer staff members felt confident performing their work in crisis situations without using checklists as before (t(27)=-2,521; p=0,02). Conclusion: The results suggest that participants see purpose in using the new checklists in crisis situations. Positive attitude also gives a reason to expect further effective implementation of the new checklists in Akureyri Hospital´s operating rooms. Keywords: crisis checklists; emergency manuals; anesthesia crisis management; WHO surgical safety checklist; implementation science.
Útskriftarvandi Landspítalans: Leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð
(2022-03) Hermannsdóttir, Guðfríður; Sigurðardóttir, Sigurveig H; Félagsráðgjafardeild
Tilgangur: Undanfarin ár hafa um og yfir 100 manns þurft að bíða eftir útskrift af Landspítalanum á hverjum tíma þó að meðferð þeirra sé lokið. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina útskriftarvanda Landspítalans, hver áhrif hans væru og hvaða lausnir væru vænlegar til að greiða úr vandanum. Aðferð: Notast var við lýsandi eigindlega rannsóknaraðferð í formi viðtala og greiningar þeirra með grundaðri kenningu að hliðsjón. Viðtöl voru tekin við sex starfsmenn Landspítalans sem hafa reynslu af útskriftarmálum. Niðurstöður: Útskriftarvandi Landspítalans hefur víðtæk og neikvæð áhrif á starfsemi spítalans, starfsfólk hans, sjúklinga og aðstandendur þeirra. Hann veldur þrýstingi á flæði sjúklinga innan spítalans, útskriftarvinnan er mikil og margar hindranir komu í ljós. Innan spítalans er of seint hugað að útskriftarferlinu og skráningu getur verið ábótavant ásamt því að vanda mætti betur til útskriftar. Utan spítalans er mikill skortur á úrræðum, samstillingu úrræða og sveigjanleika. Starfsfólk Landspítalans finnur fyrir álagi, kvíða, lýjandi samskiptum og uppgjöf þegar kemur að útskriftarmálum. Aldraðir sjúklingar finna einnig fyrir kvíða vegna óvissunnar og biðtíminn er skaðlegur heilsu þeirra og færni. Aðstandendur eru margir ráðþrota en vilja öryggi fyrir sinn nánasta ættingja. Viðmælendur greindu frá neikvæðum samfélagslegum viðhorfum gagnvart öldruðum og skorti á fagþekkingu á málefnum aldraðra hjá stjórnvöldum. Tillögur að lausnum til að greiða úr útskriftarvanda Landspítalans eru margþættar. Ályktun: Niðurstöður gefa til kynna að þörf sé á lausnum, innan spítalans og utan hans. Starfsfólk Landspítalans ætti að byrja útskriftarferlið fyrr og vanda betur til. Fjölga þarf úrræðum utan Landspítalans, efla það sem er til nú þegar og samþætta þjónustu. Mikilvægt er að mótuð sé heildræn stefna í málefnum aldraðra og að henni sé fylgt eftir með skýrum hlutverkum og ábyrgð hvers og eins. Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina og vinna áfram að úrbótum í heilbrigðiskerfinu til að ná fram hagkvæmum ávinningi fyrir alla.Lykilorð: Aldraðir, útskriftarvandi, skaðlegur biðtími, álag í starfi, úrbætur Aim: In recent years, more than 100 elderly people at any given time have had to experience delayed discharge from Landspitali. The main objective of this research was to analyze the discharge planning challenges at Landspitali, the consequences of this problem and what solutions could possibly be found. Method: A descriptive qualitative research method with grounded theory was used in the form of interviews and analysis of the information obtained. Interviews were conducted with six employees of Landspitali who have experience in discharge planning challenges. Results: The discharge planning challenges have an extensive and negative effect on the hospital´s activities, its staff, patients and their families. These challenges put pressure on the flow of patients, the discharge work is extensive, and many obstacles were identified. Within the hospital itself, the discharge planning is brought up late in the admission process, and documentation is often deficient. Outside the hospital, there is a lack of resources, coordination and flexibility. Employees of Landspitali experience stress, difficult communication and desperation when it comes to discharging patients. Elderly patients experience anxiety due to uncertainty, and the waiting time has a detrimental effect on their health and capability. Their families feel helpless and desperately want security for their close relatives. All the interlocutors reported negative attitudes toward elderly people in society and felt that the authorities lacked professional knowledge on the issues of the elderly. ConclusionThe results indicate a need for solutions, both inside the hospital and outside in the community. Employees of Landspitali need to start the discharge process much earlier and improve its quality. The resources outside the hospital need to be increased, those that already already should be reinforced and the integrated services simplified. It is important to formulate a holistic policy on the care of the elderly, with clear roles and responsibilities, and look at the bigger picture while continuing to work on improvements for viable options for everybody. ENGLISH SUMMARY Discharge planning challenges at the Landspitali – The National University Hospital of Iceland: Search for solutions in elderly care Keywords: Elderly, discharge planning challenges, harmful waiting time, job load, improvements
Challenges and opportunities in the education of students with immigrant background in Iceland
(2020-12) Gunnþórsdóttir, Hermína; Ragnarsdóttir, Hanna; Faculty of Education and Pedagogy
This paper reports findings from a qualitative study on how municipalities organise and structure the support for students with immigrant background. The study is part of a larger research project, Inclusive Societies, which aims to compare integration patterns of immigrants in Iceland in various municipalities across the country. The project’s overall goal is to examine immigrants’ situation in Icelandic society with regards to language, employment, education, culture and satisfaction. In the spring of 2019, qualitative data were collected in interviews in four municipalities with heads of school offices, principals of schools, teachers and special education teachers on issues related to the education of students with immigrant background. In the paper we present findings on educational policies regarding students with immigrant background, support and training offered to teachers, and the challenges and opportunities in the education of students with immigrant background in Iceland.
Sýn barna á kórónuveiruna og áhrif hennar á þátttöku þeirra í daglegu starfi í leikskóla
(2020-12-31) Ólafsdóttir, Sara M.; Karlsdóttir, Kristín; Sigurjónsdóttir, Díana Lind; Deild kennslu- og menntunarfræði
Markmið þessarar rannsóknar var að komast að hvernig börn upplifðu leikskólastarf á tímum COVID-19 þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. Tilgangur rannsóknarinnar var að læra af börnunum og nýta þá þekkingu sem skapaðist til þess að styðja betur við börn á fordæmalausum tímum. Rannsóknin byggir á þeim hugmyndum að börn á leikskólaaldri séu getumiklir einstaklingar sem byggi upp þekkingu í samvinnu við önnur börn og fullorðna, þau hafi rétt til þess að hafa áhrif og vera gerendur í eigin lífi. Þátttakendur í rannsókninni voru 23 börn, 3–6 ára, á þremur deildum í einum leikskóla á landsbyggðinni. Tekin voru hópviðtöl við börnin og þeim boðið að teikna á meðan þau ræddu við rannsakanda. Helstu niðurstöður eru að börnin sýndu töluverða þekkingu á kórónuveirunni og þeim áhrifum sem hún hafði á daglegt starf í leikskólanum. Börnin höfðu mismunandi sýn á þær takmarkanir sem settar voru vegna sóttvarna, sumum fannst gott að hafa fá börn í leikskólanum en önnur upplifðu sig ein í barnahópnum vegna fjarveru vina og vildu ekki leika sér. Börnin töluðu um efnivið og svæði í leikskólanum sem þeim þótti skemmtilegast að leika sér á en þau höfðu ekki aðgang að vegna takmarkana og það þótti þeim leiðinlegt. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að taka þarf mið af sjónarmiðum barna og hlusta á fjölbreytta tjáningu þeirra svo að styðja megi betur við þarfir þeirra og vellíðan í daglegu starfi leikskólans á tímum takmarkana sem og aðra daga.