Opin vísindi
Opin vísindi er varðveislusafn vísindaefnis og doktorsritgerða í opnum aðgangi á vegum íslenskra háskóla og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að vísindaefni íslenskra háskóla í opnum aðgangi um ókomna tíð. Varðveislusafnið Opin vísindi er tengt við rannsóknagáttina IRIS og rannsóknaniðurstöður í opnum aðgangi sem eru skráðar í IRIS eru um leið vistaðar og gerðar aðgengilegar til framtíðar í varðveislusafninu. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og geta þannig notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer í háskólum landsins.
Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.
Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.
Flokkar í Opnum vísindum
Veldu flokk til að skoða.
- University of Iceland
- University of Akureyri
- Bifröst University
- Hólar University College
- Reykjavík University
- IRIS
- Agricultural University of Iceland
- National and University Library of Iceland
- Iceland University of the Arts
Nýlega bætt við
Starfsumhverfi framhaldsskólakennara á fyrsta ári COVID-19 heimsfaraldurs
(2022-10-31) Ragnarsdóttir, Guðrún; Gestsdóttir, Súsanna Margrét; Björnsdóttir, Amalía; Eiríksdóttir, Elsa; Deild kennslu- og menntunarfræði; Deild faggreinakennslu
Framhaldsskólastigið fór ekki varhluta af breyttu starfsumhverfi vegna COVID-19-faraldursins. Þegar samkomubann var sett á í mars 2020 fluttist öll staðkennsla yfir í fjarkennslu og hélst það fyrirkomulag fram eftir vorönn 2020. Um haustið tók við tímabil síbreytilegra samkomutakmarkana. Kennt var ýmist á staðnum eða í eins konar blöndu af fjar- og staðnámi en í lok annar fluttist kennsla aftur alfarið yfir í fjarkennslu. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á starfsumhverfi íslenskra framhaldsskólakennara við síbreytilegar aðstæður árið 2020. Sérstök áhersla er lögð á starfsaðstæður framhaldsskólakennara, starfsskyldur, stuðning og álag en einnig á samskipti kennara við nemendur, foreldra og samstarfsfólk. Auk þess verður kannað hvort kyn og stærð skóla hafi áhrif á fyrrgreinda þætti. Unnið er með gögn úr tveimur könnunum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem lagðar voru fyrir starfsfólk framhaldsskóla. Fyrri spurningalistinn var lagður fyrir í lok vorannar 2020 og sá seinni í lok haustannar 2020. Niðurstöður sýna að kennarastarfið tók miklum breytingum á fyrsta ári heimsfaraldurs. Framhaldsskólakennarar fundu fyrir auknu álagi og þeim fannst starf sitt flóknara en áður. Streita jókst frá vormisseri til haustmisseris, þrátt fyrir þá tilfinningu kennara að þeir hefðu betri tök á starfi sínu. Konur vörðu meiri tíma í umönnun barna og þær fundu fyrir meiri streitu en karlar. Samstarf kennara var meira og fundir voru tíðari en kennurunum fannst samstarfið gagnlegt. Samskipti við nemendur og foreldra jukust í heildina, einkum að mati kvenkyns kennara. Kennarar töldu að skólarnir hefðu lagað starfshætti sína að breyttri stöðu nemenda á þessum krefjandi tímum. Niðurstöðurnar vekja áleitnar spurningar um starfsumhverfi kennara og starfsþróun þeirra á tímum heimsfaraldurs og síbreytilegra starfsaðstæðna. Þær eru jafnframt innlegg í samtal um hvernig megi bregðast við komandi kreppum og varpa ljósi á ýmsa veikleika í kerfinu.
Áskoranir starfsmenntunar : Aðgengi starfsmenntanema að háskólanámi
(2022-12-13) Eiríksdóttir, Elsa; Deild faggreinakennslu
Ein af helstu áskorunum starfsmenntunar á framhaldsskólastigi er hvernig hægt er að breyta þeirri ímynd að starfsmenntun sé blindgata í menntakerfinu. Þessi áskorun er oft rædd út frá eflingu starfsmenntunar og er yfirleitt átt við hvernig hægt er að fá fleiri ungmenni til að velja starfsmenntun. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að veita starfsmenntanemendum tækifæri til áframhaldandi náms í háskóla. Markmið greinarinnar er að skoða hvernig aðgengi starfsmenntanema að háskólastiginu hefur þróast síðustu tvo áratugi – bæði kerfislega og með hliðsjón af tækifærum og aðsókn nemenda. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvaða öfl móta þá þróun og þýðingu fyrir framtíð starfsmenntunar. Efniviður greiningar eru tölur frá Hagstofu Íslands og skjalarýni. Niðurstöður draga fram að hlutdeild starfsnámsnema í háskólanámi hefur verið lítil þrátt fyrir stækkun háskólastigsins og ekki er ljóst hvort það stafi af kerfislægum hindrunum, skorti á tækifærum eða áhugaleysi gagnvart því námi sem hefur verið í boði. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsmenntakerfinu á síðustu tveimur áratugum sem ættu að hafa áhrif á aðgengi starfsmenntanema að háskólastiginu. Annars vegar snúa þær að undirbúningi á framhaldsskólastiginu – með dreifstýringu námskrárgerðar og að leggja ekki tegund lokaprófa að jöfnu við námsbrautir. Hins vegar snúa þær að því að fjarlægja þröskulda á háskólastiginu – með stofnun fagháskólanáms og breytingu á inntökuskilyrðum í háskóla. Áhrif þessara breytinga virðast þó takmörkuð enn sem komið er og óljóst hvort þær auki aðgengi starfsnámsnema að háskólastiginu þegar upp er staðið. Enn fremur er það opin spurning hvort þær verði til þess að gera starfsnám meira aðlaðandi fyrir ungt fólk sem velur sér nám í framhaldsskólum. Sú þróun á aðgengi starfsmenntanema að háskólastiginu sem hér er rakin sýnir hvernig ýmis öfl vinna á móti breytingum á starfsmenntun, en einnig togstreitu í kerfinu á milli þess að halda í aðgreiningu starfsnáms og bóknáms og sameiningar eða fjölhyggju.
Systems analysis and improvement approach to optimize the hypertension diagnosis and care cascade for PLHIV individuals (SAIA-HTN): a hybrid type III cluster randomized trial. : A hybrid type III cluster randomized trial
(2020-03-06) Gimbel, S; Mocumbi, AO; Ásbjörnsdóttir, K; Coutinho, J; Andela, L; Cebola, B; Craine, H; Crocker, J; Hicks, L; Holte, S; Hossieke, R; Itai, E; Levin, C; Manaca, N; Sherr, K; Murgorgo, Filipe; Nhumba, Miguel; Pfeiffer, James; Ramiro, Isaias; Ronen, Keshet; Sotoodehnia, Nona; Uetela, Onei; Wagner, Anjuli; Weiner, Bryan J.; Faculty of Medicine
Background: Across sub-Saharan Africa, evidence-based clinical guidelines to screen and manage hypertension exist; however, country level application is low due to lack of service readiness, uneven health worker motivation, weak accountability of health worker performance, and poor integration of hypertension screening and management with chronic care services. The systems analysis and improvement approach (SAIA) is an evidence-based implementation strategy that combines systems engineering tools into a five-step, facility-level package to improve understanding of gaps (cascade analysis), guide identification and prioritization of low-cost workflow modifications (process mapping), and iteratively test and redesign these modifications (continuous quality improvement). As hypertension screening and management are integrated into chronic care services in sub-Saharan Africa, an opportunity exists to test whether SAIA interventions shown to be effective in improving efficiency and coverage of HIV services can be effective when applied to the non-communicable disease services that leverage the same platform. We hypothesize that SAIA-hypertension (SAIA-HTN) will be effective as an adaptable, scalable model for broad implementation. Methods: We will deploy a hybrid type III cluster randomized trial to evaluate the impact of SAIA-HTN on hypertension management in eight intervention and eight control facilities in central Mozambique. Effectiveness outcomes include hypertension cascade flow measures (screening, diagnosis, management, control), as well as hypertension and HIV clinical outcomes among people living with HIV. Cost-effectiveness will be estimated as the incremental costs per additional patient passing through the hypertension cascade steps and the cost per additional disability-adjusted life year averted, from the payer perspective (Ministry of Health). SAIA-HTN implementation fidelity will be measured, and the Consolidated Framework for Implementation Research will guide qualitative evaluation of the implementation process in high-and low-performing facilities to identify determinants of intervention success and failure, and define core and adaptable components of the SAIA-HTN intervention. The Organizational Readiness for Implementing Change scale will measure facility-level readiness for adopting SAIA-HTN. Discussion: SAIA packages user-friendly systems engineering tools to guide decision-making by front-line health workers to identify low-cost, contextually appropriate chronic care improvement strategies. By integrating SAIA into routine hypertension screening and management structures, this pragmatic trial is designed to test a model for national scale-up. Trial registration: ClinicalTrials.gov NCT04088656 (registered 09/13/2019; https://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT04088656).
The prevalence of hypertension and its distribution by sociodemographic factors in Central Mozambique: a cross sectional study.
(2020-12) Matsuzaki, M; Sherr, K; Augusto, O; Kawakatsu, Y; Ásbjörnsdóttir, K; Chale, F; Covele, A; Manaca, N; Muanido, A; Wagenaar, BH; Mocumbi, AO; Gimbel, S; Team, InCoMaS Study; Faculty of Medicine
Background Hypertension (HTN) is a major risk factor for cardiovascular diseases, and its prevalence has been rising in low- and middle-income countries. The current study describes HTN prevalence in central Mozambique, association between wealth and blood pressure (BP), and HTN monitoring and diagnosis practice among individuals with elevated BP. Methods The study used data from a cross-sectional, representative household survey conducted in Manica and Sofala provinces, Mozambique. There were 4101 respondents, aged ≥20 years. We measured average systolic and diastolic BP (SBP and DBP) from three measurements taken in the household setting. Elevated BP was defined as having either SBP ≥140 or DBP ≥90 mmHg. Results The mean age of the participants was 36.7 years old, 59.9% were women, and 72.5% were from rural areas. Adjusting for complex survey weights, 15.7% (95%CI: 14.0 to 17.4) of women and 16.1% (13.9 to 18.5) of men had elevated BP, and 7.5% (95% CI: 6.4 to 8.7) of the overall population had both SBP ≥140 and DBP ≥90 mmHg. Among participants with elevated BP, proportions of participants who had previous BP measurement and HTN diagnosis were both low (34.9% (95% CI: 30.0 to 40.1) and 12.2% (9.9 to 15.0) respectively). Prior BP measurement and HTN diagnosis were more commonly reported among hypertensive participants with secondary or higher education, from urban areas, and with highest relative wealth. In adjusted models, wealth was positively associated with higher SBP and DBP. Conclusions The current study found evidence of positive association between wealth and BP. The prevalence of elevated BP was lower in Manica and Sofala provinces than the previously estimated national prevalence. Previous BP screening and HTN diagnosis were uncommon in our study population, especially among rural residents, individuals with lower education levels, and those with relatively less wealth. As the epidemiological transition advances in Mozambique, there is a need to develop and implement strategies to increase BP screening and deliver appropriate clinical services, as well as to encourage lifestyle changes among people at risk of developing hypertension in near future.
A multi-layer functional genomic analysis to understand noncoding genetic variation in lipids
(2022-08-04) Million Veterans Program; Global Lipids Genetics Consortium; Faculty of Medicine; Engineering and Natural Sciences; Health Sciences
A major challenge of genome-wide association studies (GWASs) is to translate phenotypic associations into biological insights. Here, we integrate a large GWAS on blood lipids involving 1.6 million individuals from five ancestries with a wide array of functional genomic datasets to discover regulatory mechanisms underlying lipid associations. We first prioritize lipid-associated genes with expression quantitative trait locus (eQTL) colocalizations and then add chromatin interaction data to narrow the search for functional genes. Polygenic enrichment analysis across 697 annotations from a host of tissues and cell types confirms the central role of the liver in lipid levels and highlights the selective enrichment of adipose-specific chromatin marks in high-density lipoprotein cholesterol and triglycerides. Overlapping transcription factor (TF) binding sites with lipid-associated loci identifies TFs relevant in lipid biology. In addition, we present an integrative framework to prioritize causal variants at GWAS loci, producing a comprehensive list of candidate causal genes and variants with multiple layers of functional evidence. We highlight two of the prioritized genes, CREBRF and RRBP1, which show convergent evidence across functional datasets supporting their roles in lipid biology.