Opin vísindi

 

Nýlega bætt við

Verk
Standardised and hierarchically classified heart failure and complementary disease monitoring outcome measures : european Unified Registries for heart Care evaluation and randomised trials (EuroHeart)
(2025) Bhatty, Asad; Wilkinson, Chris; Batra, Gorav; Aktaa, Suleman; Smith, Adam B; Wahab, Ali; Chappell, Sam; Alfredsson, Joakim; Erlinge, David; Ferreira, Jorge; Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóna; Hrafnkelsdóttir, Þórdís Jóna; Ingimarsdóttir, Inga Jóna; Irs, Alar; Jánosi, András; Járai, Zoltán; Oliveira-Santos, Manuel; Popescu, Bogdan A; Vasko, Peter; Vinereanu, Dragos; Yap, Jonathan; Bugiardini, Raffaele; Cenko, Edina; Nadarajah, Ramesh; Sydes, Matthew R; James, Stefan; Maggioni, Aldo P; Wallentin, Lars; Casadei, Barbara; Gale, Chris P; Faculty of Medicine
AIMS: The lack of standardised definitions for heart failure outcome measures limits the ability to reliably assess effectiveness of heart failure therapies. The European Unified Registries for Heart Care Evaluation and Randomised Trials (EuroHeart) aimed to produce a catalogue of internationally endorsed data definitions for heart failure outcome measures. METHODS: Following the EuroHeart methods for the development of cardiovascular data standards, a working group was formed of representatives from the European Society of Cardiology Heart Failure Association and other leading heart failure experts. A systematic review of observational and randomised clinical trials identified current outcome measures, which was supplemented by clinical practice guidelines and existing registries for contemporary definitions. A modified Delphi process was employed to gain consensus for variable inclusion and whether collection should be mandatory (Level 1) or optional (Level 2) within EuroHeart. In addition, a set of complementary outcome measures were identified by the Working Group as of scientific and clinical importance for longitudinal monitoring for people with heart failure. RESULTS: Five Level 1 and two Level 2 outcome measures were selected and defined, alongside five complementary monitoring outcomes for patients with heart failure. CONCLUSION: We present a structured, hierarchical catalogue of internationally endorsed heart failure outcome measures. This will facilitate quality improvement, high quality observational research, registry-based trials, and post market surveillance of medical devices.
Verk
Samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands um vinnustaðamenningu í skólum 2023-2025
(Vinnueftirlitið, 2025-12-15) Gunnarsdóttir, Sigrún; Hreinsdóttir, Anna Magnea; Friðriksdóttir, Jóna Björt; Deild kennslu- og menntunarfræði; Viðskiptafræðideild
Verk
Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum
(2011) Aradóttir, Ása Lovísa; Grétarsdóttir, Járngerður
Um allan heim er vaxandi áhersla á að endurheimta fljótt staðargróður á svæðum sem raskað er vegna framkvæmda, þannig að gróðurfar þeirra falli sem best að umhverfinu. Árið 2007 hófst verkefnið Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Var verkefnið unnið á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur þess var að prófa söfnun og dreifingu fræslægju og flutning á gróðurtorfum við endurheimt staðargróðurs. Einnig var mældur árangur af endurheimtaraðgerðum á framkvæmdasvæðinu er fólust í notkun gróðursvarðar sem leggst til við rask og dreifingu mosa. Niðurstöður verkefnisins sýndu mismunandi árangur eftir aðferðum og gerð staðargróðurs. Góður árangur náðist við endurheimt ýmissa háplöntu- og mosategunda graslendis með söfnun og dreifingu fræslægju (2. kafli) og flutningi á gróðurtorfum allt niður í 5 cm í þvermál (3. kafli). Endurheimt lyngmóategunda, sérstaklega smárunna og renglumyndandi tegunda, tókst best með því að nota heilar og nokkuð stórar gróðurtorfur (≥ 20cm í þvermál) (3. kafli) en sumar mosategundir lyngmóans fluttust auðveldlega með fræslægju og tættum gróðurtorfum. Hægt var að endurheimta á mjög skömmum tíma gróður sem féll vel að umhverfinu með flutningi á gróðursverði í stórum torfum (4. kafli) og dreifing greina af hraungambra (Racomitrium lanuginosum) yfir röskuð svæði virtist flýta landnámi hans (5. kafli). Aðferðirnar sem prófaðar voru höfðu mismikil áhrif á gróðurlendið þar sem efniviðnum var safnað (gjafasvæðið). Notkun fræslægju hafði ekki mikil áhrif á gróðurfar gjafasvæðanna vegna endurvaxtar gróðursins. Þar sem gróðurtorfum var safnað varð mikið rask og því ekki réttlætanlegt að taka gróðurtorfur nema þar sem hvort eð er á eyða gróðri, svo sem í vegstæðum, lónstæðum, borpöllum eða vegna annarra mannvirkja. Í þeim tilfellum ætti ávallt að nýta þau verðmæti sem felast í gróðursverðinum. Val á aðferðum þarf að taka mið af mörgum þáttum, svo sem markmiðum endurheimtarinnar, gerð gróðurlendis sem raskað er, framboði á efniviði, kostnaði, mögulegu vinnuafli og aðgengi að viðtöku- og gjafasvæðum. Völ á árangursríkum aðferðum til að endurheimta staðargróður leysir framkvæmdaraðila þó ekki undan þeirri skyldu að hanna og skipuleggja mannvirkjagerð þannig að raski sé haldið í lágmarki.
Verk
Vistheimt á Íslandi
(Landgræðsla ríkisins, 2011) Aradóttir, Ása Lovísa; Magnússon, Guðjón; Halldórsson, Guðmundur; Svavarsdóttir, Kristín; Arnalds, Ólafur Gestur; Petursdottir, Thorunn; Náttúra og skógur
Í þessu riti er í fyrsta sinn birt yfirlit yfir endurheimt hnignaðra vistkerfa á Íslandi. Um er að ræða hluta af heildaryfirliti yfir stöðu vistheimtar á Norðurlöndum sem nú er verið að taka saman á vegum norræns netverks um endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum. Hnignun vistkerfa er alþjóðlegt vandamál. Á síðustu hálfri öld hefur mannkynið breytt vistkerfum jarðar hraðar og meir en á nokkru öðru tímabili í sögu mannkyns, m.a. vegna ofnýtingar lands, rasks vegna mannvirkjagerðar, námugraftrar, mengunar og þéttbýlismyndunar. Þessi þróun hefur leitt til verulegrar hnignunar á líffræðilegri fjölbreytni og mikilvægum þáttum vistkerfaþjónustu, sem haft hefur miklar afleiðingar fyrir umhverfi, hagkerfi og samfélög víða um heim. Til að bregðast við þessum vanda er brýnt að efla endurheimt vistkerfa á hnattræna vísu. Vistheimt stuðlar að endurreisn líffræðilegrar fjölbreytni og margvíslegrar vistkerfaþjónustu og er jafnframt mikilvægur þáttur í mótvægisaðgerðum gegn hraðfara loftslagsbreytingum. Vistheimt er því einn af samnefnurum Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD), Loftslagssamningsins (UN-FCCC), og Samningsins um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UN-CCD). Í samþykkt aðildarþings samningsins um líffræðilega fjölbreytni í Nagoya í Japan haustið 2010 var sett það markmið að endurheimta 15% af skemmdum vistkerfum í heiminum fyrir árið 2020. Hnignun vistkerfa hefur haft hvað alvarlegastar afleiðingar í þróunarlöndunum þar sem eyðimerkurmyndun og hnignun gróðurlenda ógnar lífsafkomu hundruða milljóna manna. Í þróuðum löndum, eins og Norðurlöndunum, er einnig mikið álag á umhverfið, sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði fólks, líffræðilegan fjölbreytileika, lykilvistkerfi, vatnsauðlindir, o.fl. Vandamálin eru þó mismunandi eftir löndum og svæðum innan landa. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun; aðeins lítið brot er eftir af náttúrlegum skógarvistkerfum, votlendi hefur verið ræst fram og vistkerfum raskað með ósjálfbærri landnýtingu. Á öllum Norðurlöndunum er lögð töluverð áhersla á endurheimt vistkerfa. Þrátt fyrir það hefur ekki verið til neinn sameiginlegur norrænn vettvangur þar sem fjallað er um vistheimt, né heildaryfirlit yfir vistheimt á Norðurlöndum. Samstarfsnetið VISTHEIMT – endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum var stofnað til að bæta úr þessu. Enskt heiti þess er Restoration of Damaged Ecosystems in the Nordic Countries eða ReNo. ReNo er samstarfsnet allra Norðurlandanna, nema Grænlands og Álandseyja. Árið 2009 var ReNo tilnefnt af umhverfisráðuneyti Íslands sem eitt af þemaverkefnum Norðurlandaráðs. Markmið þess er að tengja norræn endurheimtarverkefni og miðla reynslu milli landa og lykilaðila í vistheimt og efla þannig endurheimt skemmdra vistkerfa á Norðurlöndum. Netinu er stýrt af stýrihópi, sem í eiga sæti aðilar frá öllum þátttökulöndunum en dagleg stjórn er í höndum verkefnisstjóra. Innan landanna eru síðan hópar sem mynda innlend samstarfsnet. Alls eiga 14 norrænar stofnanir beina aðild að ReNo, auk fjölda aðila sem eru þátttakendur í samstarfsneti innan hvers lands. Þátttakendur koma víða að, til dæmis frá háskólum, opinberum stofnunum sem fást við verndun og endurheimt vistkerfa, stofnunum sem sjá um framkvæmdir á vegum hins opinbera, orkufyrirtækjum og frjálsum félagasamtökum. Markmið ReNo netverksins eru að: a. fá heildstætt yfirlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og árangur endurheimtarverkefna á Norðurlöndum; b. auka þekkingu og færni í vistheimt; c. auka skilning á þýðingu og möguleikum vistheimtar fyrir náttúruvernd; d. þróa fjölþátta viðmið fyrir vistheimt þar sem m.a. sé tekið tillit til vistfræðilegra, félagsfræðilegra, hagfræðilegra og menningarlegra þátta, og e. skilgreina „þekkingareyður“ og skipuleggja rannsóknarverkefni til að fylla í þær. Vorið 2009 hófst vinna við að taka saman yfirlit yfir umfang, stöðu, aðferðir og árangur vistheimtarverkefna á Íslandi. Efnt var til funda með helstu aðilum er vinna við vistheimt og voru þeir sóttir af fulltrúum framkvæmdaaðila, stjórnsýslu, frjálsra félagasamtaka og vísindasamfélagsins. Á fundunum var kynntur rammi fyrir landsskýrslu um vistheimt á Íslandi og þess farið á leit við þátttakendur að þeir leggðu til efni í slíka skýrslu. Jafnframt var haft samband við aðila sem ekki höfðu séð sér fært að sækja þessa fundi og óskað eftir samstarfi við þá. Undirtektir voru mjög góðar og birtist afraksturinn í þessu riti. Fyrir hönd ritnefndar viljum við færa öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag og fyrir samstarfið. Í ritinu birtist yfirlit yfir vistheimtarstarf hjá allmörgum aðilum, auk lista yfir helstu vistheimtarverkefni þeirra. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um hvenær verkefnin hófust, stærð þeirra, markmið, aðferðir og samstarfsaðila. Jafnframt er völdum verkefnum lýst nánar. Sambærilegur listi var tekinn saman fyrir rannsóknir er tengjast vistheimt. Þar koma fram grunnupplýsingar um verkefnin auk þess sem vísað er í birt efni um viðkomandi rannsóknir. Einnig er völdum rannsóknarverkefnum lýst nánar. Ritnefnd valdi verkefni til birtingar með hliðsjón af viðmiðum alþjóðlega vistheimtarfélagsins (SER eða Society for Ecological Restoration International) í samráði við þá aðila sem sendu inn efni í ritið. Rit þetta skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um bakgrunn vistheimtar á Íslandi; umhverfisaðstæður sem hér ríkja og heildaryfirlit yfir rask á landinu. Einnig er fjallað um lög og aðra stefnumótun er varðar vistheimt og gefið stutt yfirlit yfir sögu vistheimtar hér á landi. Í öðrum hluta ritsins er yfirlit yfir helstu vistheimtarverkefni og vistheimtarrannsóknir eru umfjöllunarefni þriðja hlutans. Í fjórða og síðasta hluta ritsins er fjallað um menntun og fræðslu á sviði vistheimtar á Íslandi. Þrátt fyrir að við höfum reynt að gefa sem best yfirlit yfir vistheimtarstarf á Íslandi er ljóst að ýmis verkefni sem gætu flokkast undir vistheimt hafa ekki ratað í þetta rit. Sem dæmi má nefna verkefni á vegum sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka og einstaklinga. Markmið verkefna á vegum þessara aðila eru þó oft önnur en vistheimt og í mörgum þeirra er notað það mikið af innfluttum tegundum að þau falla ekki undir viðmið SER. Einnig vantar óefað í ritið einhver verkefni, sem okkur er ekki kunnugt um, en ættu hér heima. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum jafnframt alla til að halda slíkum verkum á lofti, því það er mikilsvert framlag í þann reynslubanka um íslenska vistheimt sem hér er reynt að stofna til. Einhver kann að spyrja hvaða tilgangi þetta rit eigi að þjóna. Því er til að svara að vistheimt er brýnt málefni og á heimsvísu er vaxandi áhersla á að efla hana. Til að efla vistheimtarstarf á Íslandi er nauðsynlegt að fyrir liggi hvað hefur verið gert og til hvað árangurs það hefur leitt — það er forsenda þess að unnt sé að læra af fenginni reynslu og bæta aðferðir. Slíkt yfirlit er mikilvæg stoð fyrir stjórnsýsluna til að samræma og efla vistheimt og náttúruvernd. Við vonum einnig að þetta rit muni gagnast fræðasamfélaginu og það styrki stöðu íslenskra vistheimtarrannsókna. Jafnframt hefur gerð þessa rits leitt til þess að helstu aðilar er vinna að vistheimt á Íslandi hafa tekið saman yfirlit yfir eigið vistheimtarstarf en slíkt er vel til þess fallið auka áhuga og metnað á þessu sviði hér á landi.
Verk
ReNo Restoration of damaged ecosystems in the Nordic countries
(2012) Halldórsson, Guðmundur; Aradóttir, Ása Lovísa; Fosaa, Anna Maria; Hagen, Dagmar; Nilsson, Christer; Raulund-Rasmussen, Karsten; Skrindo, Astrid Brekke; Svavarsdóttir, Kristín; Tolvanen, Anne
The present book contains the result of the Nordic network ReNo – Restoration of Damaged Ecosystems in the Nordic Countries, which was launched in 2009 as a theme project of the Nordic Council of Ministers, appointed by the Icelandic Ministry for the Environment. All the Nordic countries and the associated territory of Faroe Islands participated in the network. Twelve Nordic institutions were directly involved in the ReNo network, representing the scientific community, public and private organisations and NGO’s working with ecological restoration. The primary tasks of the network were to assess and evaluate ecological restoration activities in the Nordic countries and consolidate information on ecological restoration in the region. The network held an international conference, Restoring the North, in 2011 on ecological restoration in northern regions. Over 30 publications were produced by the ReNo network or in conjunction with the network, including reports on the status of restoration in the Nordic countries, guidebooks on restoration, and selected contributions from the Restoring the North conference. Results from the network were also presented at workshops, seminars and short courses held by or in conjunction with the ReNo network, at the SER conference in Mexico 2011 and in various media. In addition, members of the ReNo network collaborated with the Ecological Restoration Task Force IUCN-WCPA on Best Practice Guidelines for Ecological Restoration in Protected Areas. The ReNo network has reviewed the extensive work on ecological restoration in the Nordic countries and recommends that this important activity should be more firmly anchored in Nordic environmental policy. The following subjects were identified as keys for enhancing ecological restoration in the Nordic countries: 10 ReNo - Secure a strong Nordic commitment to the Aichi targets of restoring 15% of damaged ecosystems by 2020 - Advocate a long-term ecological restoration policy, both on national and Nordic levels, and improve the legal framework for ecological restoration in the Nordic countries - Enhance Nordic cooperation on ecological restoration, within the Nordic region as well as in the EU and other international contexts - Make evaluation of ecological restoration projects mandatory, improve methods, and advocate the use of adaptive management practices for improving project implementation and management - Advocate development of guidelines for ecological restoration in the Nordic countries. Such guidelines are important for securing proper planning, implementation and follow-up of restoration projects - Invest in human resources, through education and other outreach activities related to ecological restoration, with a primary focus on actors in ecological restoration - Advocate public participation in ecological restoration and identify ways to increase public participation in restoration Ecological restoration has the potential to make a critical contribution for the benefit of the global environment, including fighting biodiversity loss; mitigating climate change; increasing resilience to environmental hazards; and improving general human living conditions. The ReNo network has consolidated knowledge on ecological restoration work in the Nordic region and facilitated exchange of this knowledge within and between the Nordic countries. It is the hope of the ReNo network group that this and other accomplishments of the network will benefit ecological restoration and environmental policy in the Nordic countries and strengthen Nordic influence on environmental policy in the EU and other international contexts

Flokkar í Opnum vísindum

Veldu flokk til að skoða.

Niðurstöður 1 - 9 af 9