Teaching visual arts as an approach to moral education: An autoethnographic account of my research project

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

University of Iceland, School of Education

Útdráttur

This doctoral dissertation, composed of five peer-reviewed articles along with a Kappa, details an intervention study designed by the author and carried out in collaboration with three visual arts teachers during art classes at an elementary school in the capital area of Iceland. The research focused on exploring the potential for enhancing moral education through discussions about visual art and art-making, based on selected virtues. The theoretical foundation is rooted in Aristotle’s virtue ethics and its modern adaptations, particularly Neo-Aristotelianism and Aristotelian Character Education. The author also draws on John Dewey’s educational and aesthetic philosophy, Rudolf Arnheim’s theories on the interaction of perception and thinking, Susanne Langer’s writings on art and inner life, and Maxine Greene’s views on the role of art and imagination in education and the teacher’s role within that context. The ontological basis of the study is pragmatic, and the author employed a mixed- methods research approach, including focus group interviews, thematic analysis of student texts, observation of their artworks, and action research, wherein the author holistically reflected on the research process. The work weaves together two distinct dimensions: an exploration of the role and potential of visual arts education in fostering moral development, and an autoethnographic study of the author’s own development as an artist, teacher, and researcher, particularly in light of the value of educational research and the role of the teacher. At the outset, the author intended to investigate how visual arts education might contribute to moral development, especially in terms of what is called “virtue literacy”— a construct developed by the Jubilee Centre for Character and Virtues at the University of Birmingham in the UK. The research aimed to develop new methods and educational materials for moral education where the arts, especially visual arts, would play a central role. The intervention, lasting eight weeks, involved creative projects in art classes that emphasised virtues such as courage and friendship. Students also regularly engaged in philosophical discussions about selected artworks that the author believed contained moral undertones or content. Before and after the intervention, questionnaires were administered to both the participating students and a control group. Statistical analysis of the survey data indicated that the intervention did not have a statistically significant effect on students’ moral vocabulary. However, this finding contrasted with impressive student artworks and their written reflections, which indicated meaningful contemplation and insights. This constitutes the first dimension of the study. This outcome led the author to recognise more clearly his own inseparable role as artist, teacher, and researcher, highlighting that the organic whole of human interaction in the classroom cannot be detached from the technical aspects of curriculum, teaching methods, interventions, and assessment. To better understand his role in this context, the author undertook an action research project, forming the second dimension of the study. The main findings of the research underscore the importance of giving students opportunities to reflect on artworks and discuss their thoughts and emotions in relation to those works and their own lives. The results also show that elementary school students can grapple with complex moral questions and articulate their thoughts about them, even if they have not fully developed linguistic mastery. It can be inferred that reflection on artworks and participation in discussions about them may be a valuable complement to traditional curriculum content in elementary education. Furthermore, the results highlight the crucial role of the teacher in creating a safe and trusting classroom environment that enables meaningful learning. On the other hand, the findings also indicate that due to traditions and expectations about the content and focus of visual arts education, teachers might expect to face challenges, though these can be met with patience, reflection, care, and respect

Í þessari doktorsritgerð sem samsett er af fimm ritrýndum greinum auk kápu segir höfundur frá íhlutunarrannsókn sem hann skipulagði og undirbjó. Íhlutunin var síðan framkvæmd í samstarfi við þrjá myndmenntakennara í myndlistartímum í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í rannsókninni beindi höfundur sjónum sínum að því hvaða tækifæri fælust í því að efla siðferðilega menntun í gegnum listsköpun út frá völdum dygðum og samræður um myndlist. Höfundur sótti fræðilegar undirstöður í dygðasiðfræði Aristótelesar og samtímahugmyndir reistar á henni, einkum svonefndan ný-Aristótelisma (e. Neo-Aristotelism) og mannkostamenntun (e. Aristotelian Character Education). Ennfremur notfærði höfundur sér mennta- og listheimspeki John Dewey, kenningar Rudolf Arnheim um samspil skynjunar og hugsunar, skrif Susanne Langer um tengsl lista við hið innra líf og tilfinningar auk hugmynda Maxine Greene um hlutverk lista og ímyndunarafls í menntun og hlutverk kennara í því samhengi. Verufræðileg undirstaða rannsóknarinnar er pragmatísk og notaði höfundur blandaða rannsóknaaðferð sem fólst m.a. í viðtölum við rýnihópa, þemagreiningu á textum nemenda, athugun á listaverkum þeirra auk starfendarannsóknar þar sem höfundur leitaðist við að ígrunda allt rannsóknaferlið með heildrænum hætti. Í verkinu fléttast því saman tvær ólíkar víddir, annars vegar umfjöllun um hlutverk og tækifæri sem myndlistarkennsla felur í sér fyrir siðferðilega menntun og hins vegar autoethnografísk stúdía höfundar þar sem hann segir frá þroskaferli sínu sem listamaður, kennari og rannsakandi sem reynir að átta sig á margbrotnu hlutverki sínu—ekki síst með hliðsjón af gildi menntarannsókna og stöðu kennara í því samhengi. Í upphafi rannsóknarferlisins hugðist höfundur skoða hvað myndmenntakennsla gæti haft fram að færa fyrir eflingu siðferðisþroska, einkum hvað varðar svokallað dygðalæsi (e. virtue literacy), en það er hugsmíð sem var þróuð af Jubilee Centre rannsóknamiðstöðinni við Háskólann í Birmingham á Englandi. Höfundur lagði upp með það markmið að rannsóknin myndi leiða til þróunar nýrra aðferða og námsefnis fyrir siðferðilega menntun þar sem listir, einkum þó sjónlistir, myndu gegna lykilhlutverki. Íhlutunin, sem stóð í átta vikur, fólst í því að vinna að skapandi verkefnum í myndmenntatímum þar sem megin áherslan var á dygðir á borð við hugrekki og vináttu auk þess sem nemendur tóku reglulega þátt í heimspekilegum samræðum um valin listaverk sem höfundur áleit að hefðu siðferðilegan undirtón eða inntak. Fyrir og eftir íhlutunina voru lögð könnunarpróf fyrir nemendahópinn auk samanburðarhóps sem ekki tók þátt í íhlutuninni. Niðurstöður tölfræðilegrar greiningar á þeim gögnum sem safnað var með könnunarprófunum sýndu að áhrif af íhlutuninni á siðferðilegan orðaforða nemenda voru ekki tölfræðilega marktæk en sú niðurstaða var í mótsögn við áhrifarík listaverk nemenda og skriflegar hugleiðingar þeirra um listaverk sem bentu til innihaldsríkrar ígrundunar og pælinga. Þessi þáttur myndar hina fyrri vídd rannsóknarinnar. Sú niðurstaða leiddi til þess að höfundi varð æ betur ljóst að hann sjálfur sem listamaður, kennari og rannsakandi væri órjúfanlegur hluti rannsókna- ferlisins, ekki væri hægt að aðgreina hina lífrænu heild mannlegra samskipta í skólastofunni frá tæknilegum hliðum skólastarfs sem felast í námsefni, kennsluaðferðum, íhlutunum og námsmati. Til að skilja hlutverk sitt betur í því samhengi hóf höfundur að vinna að starfendarannsókn til þess að varpa betur ljósi á þau tengsl og myndar sá þáttur verksins hina seinni vídd rannsóknarinnar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós mikilvægi þess að nemendum gefist tækifæri til að ígrunda listaverk og ræða hugmyndir sínar og tilfinningar í tengslum við þau og eigið líf. Niðurstöðurnar sýna ennfremur ríkulega hæfni nemenda á grunnskólaaldri til að glíma við flóknar siðferðilegar spurningar og tjá hugrenningar sínar um þær þrátt fyrir að hafa ekki þróað að fullu vald sitt á tungumálinu. Leiða má getum að því að ígrundun um listaverk og þátttaka í umræðum um þau geti verið mikilvæg viðbót við hefðbundið námsefni í grunnskólum. Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós mikilvægi kennarans sem er í lykilstöðu til þess að skapa aðstæður og traust í skólastofunni og þannig mótað farveg fyrir innihaldsríkt nám. Á hinn bóginn sýna niðurstöðurnar einnig að fyrir sakir rótgróinna hefða og væntinga um inntak og efnistök í myndmenntakennslu eru líkur á að kennarar þurfi að takast á við áskoranir sem þó er unnt að mæta með þolinmæði, ígrundun, umhyggju og virðingu.

Lýsing

Efnisorð

Teaching, Artistic creativity, Virtue ethics, Moral education, Visual art, Kennsla, Listsköpun, Siðfræði, Myndlist, Doktorsritgerðir

Citation