The Normalization of Silencing: The Interplay between Nurses' Experience of Working Conditions and Gender Equality Ideals
| dc.contributor | Háskóli Íslands | is |
| dc.contributor | University of Iceland | en |
| dc.contributor.advisor | Ingólfur V. Gíslason | |
| dc.contributor.author | Þorsteinsdóttir, Klara | |
| dc.contributor.department | Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ) | is |
| dc.contributor.department | Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI) | en |
| dc.contributor.school | Félagsvísindasvið (HÍ) | is |
| dc.contributor.school | School of Social Sciences (UI) | en |
| dc.date.accessioned | 2025-11-13T15:42:46Z | |
| dc.date.available | 2025-11-13T15:42:46Z | |
| dc.date.issued | 2025-12-09 | |
| dc.description.abstract | Despite Iceland’s reputation as one of the most gender equal countries in the world and the idea that gender equality is an intrinsic part of Iceland’s national identity, the country’s labor market is highly gender segregated. This is particularly the case in female-dominated sectors such as education and the caring professions. As a case in point men make up about 5% of nursing staff in Iceland, which is low compared to countries with similar levels of gender equality, such as the other Nordic countries. As a female-dominated profession, nursing has long been linked to vocation and altruism, where the commitment to help and care for others is considered one of the most fundamental attributes of the professions’ identity. The feminized construct of care may be a key factor in discouraging men in Iceland from entering the nursing profession. Moreover, working conditions of nurses in Iceland have been characterized by understaffing and high rates of attrition due to work-related health problems. Considering the gender imbalance in the nursing profession, the aim of this dissertation is to explore nurses’ perceptions of the interplay between their working conditions and gender equality ideals in Iceland, focusing on power relations and occupational well-being. The dissertation is based on data collected through semi-structured interviews with 31 nurses working at the National University Hospital of Iceland, 24 women and 7 men. The interviews centered on the participants’ expectations for the job and what prompted them to become nurses. Working arrangements, the impact of working conditions on their health, communication and cooperation with colleagues and supervisors and possibilities for autonomy and professional development were also topics of discussion. In the first article the theoretical approach describes the multiple and often incompatible tasks of nurses. The other two articles draw on social constructionist and poststructuralist feminist theories. Analysis of the interviews was guided by reflexive thematic analysis, and the results were presented in three articles. The first article addresses various dimensions of power dynamics in the nurses’ work, considering the demanding working conditions, interactions and cooperation with other professions and the effects of the gender imbalance. The findings reveal that the working life of the participants is characterized by deep-rooted traditions concerning gender and roles in the hospital hierarchy. As a symbol of the power imbalances and restricted autonomy which they experience, nurses’ working space and professional boundaries are spatially and symbolically neglected by other professionals. The result is the nurses feel that their professionalism is undermined. To deliver necessary professional care, they make compromises at the expense of their own health. This sometimes borders on being unethical, while the nurses seek a balance between their professional conviction and expectations of the organization. In their opinion, attracting iv more men nurses could enhance equality and positive atmosphere. Working on wards with a balanced gender ratio is for them a liberating experience. The second article focuses on effects of gender-based stereotypes on career choices and work life of the participants, in which these stereotypes turn out to have substantial influence. The women describe how they glid ‘naturally’ into nursing while the men faced that ideas of masculinity classified them as deviant. The men also had to define for themselves the content of nursing and caring to justify their place in the profession. Stereotyping also strongly influence on-the-job experiences of woman nurses, whose work contributions and knowledge tend to be less valued than those of the men nurses due to notions that associate women with weakness and submission. The woman nurses believe that men nurses can be positive role models for them in being assertive and speak their mind when they are subjected to oppressive behavior. The third article addresses how nurses’ prior expectations for the job compare to their actual work life. The findings reveal how stereotypes about feminine submission prevail on the wards where only women nurses work. Strict rules require the nurses to stay on the ward for the entire shift, resulting in gender isolation from participating in the general space of the hospital. They experience a lack of trust and support from their superiors, and that the hospital management practices put the hospital's interests above the nurses' well-being. This experience of indifference has harmful effects for nurses, their clients and many parts of society. It is a major cause of nurses leaving work and influences their experience of discrepancy between their aspirations for the job and reality of work. Most of the female participants had found it difficult to make ends meet financially and workload had negatively affected them and their families. The results from the articles indicate that the feminization of nursing as subservient helps explain the associated gender imbalance and disempowerment nurses experience at work. Attracting more men nurses could enhance gender equality but may prove difficult due to gendered stereotypes of nurses. It is also a task that requires extensive societal discussion on the power of stereotyping and the definition of gender equality. Considering the nurses' poor working conditions, hospital management must revise the occupational policy and qualification requirements of managers and supervisors. The situation may be different in other nurses’ workplaces. In this dissertation, my assumptions are that a profession’s gender equality status must be understood/examined in the context of working conditions, health protection, professional recognition, autonomy and respect. The findings indicate that the participants experience unhealthy working conditions and a lack of support from their supervisors and the hospital management. Strong hierarchical power, sustained by stereotypical essentialist ideas, limits nurses’ professional recognition. The findings also indicate that the feminization of nursing disempowers women nurses and deters men from entering the nursing profession. It can therefore be concluded that the participants do not enjoy the rights and conditions that are prerequisites for gender equality. | en |
| dc.description.sponsorship | Þótt talið sé að á Íslandi sé kynjajafnrétti með því mesta í heimi og að hugmyndin hafi mótað síðari tíma þjóðarvitund, er vinnumarkaðurinn mjög kynskiptur. Það á sérstaklega við þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í kennara- og umönnunarstéttum. Karlar eru um 5% hjúkrunarfræðinga, sem er lágt hlutfall samanborið við lönd sem Ísland hefur verið talið standa jafnfætis í kynjajafnrétti, svo sem hin Norðurlöndin. Sem kvennastétt hefur hjúkrun gegnum tíðina verið tengd köllun og fórnfýsi, þar sem viljinn til að hjálpa og annast aðra er talinn einn helsti þáttur í ímynd stéttarinnar. Það má vera að hugtakið umhyggja, sem hefur á sér blæ kvenlægni í merkingunni undirgefni, sé lykilþáttur í því að letja karla á Íslandi frá að hefja feril í hjúkrun. Starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga á Íslandi einkennast af undirmönnun og fjöldi þeirra hættir störfum vegna áhrifa starfs á heilsufar. Með hliðsjón af kynjahallanum í hjúkrunarstéttinni er meginmarkmið verkefnisins að kanna upplifun þátttakenda af samspili vinnuskilyrða og hugmynda um kynjajafnrétti á Íslandi, með áherslu á valdatengsl og líðan í starfi. Verkefnið byggir á hálfstöðluðum viðtölum við 31 hjúkrunarfræðing sem starfa á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi, 24 konur og 7 karla. Helstu umræðuefni voru væntingar þátttakenda til starfsins og hvað réði þeirri ákvörðun að verða hjúkrunarfræðingur. Vinnufyrirkomulag, áhrif þess á líðan og heilsu, samskipti og samstarf við samstarfsmenn og yfirmenn voru einnig rædd, svo og möguleikar á sjálfræði og faglegri þróun. Í fyrstu greininni varpar fræðilega nálgunin ljósi á fjölmörg og oft ósamrýmanleg verkefni hjúkrunarfræðinga. Í annarri og þriðju grein er stuðst við sjónarhorn félagslegrar mótunarhyggju og póststrúktúralískar femínískar kenningar. Viðtölin voru þemagreind og niðurstöður settar fram í þremur greinum. Fyrsta greinin fjallar um ýmsar hliðar valdasamspils í starfi þátttakenda, með hliðsjón af krefjandi vinnuskilyrðum, samskiptum og samstarfi við aðrar stéttir og áhrifum kynjahalla. Niðurstöðurnar sýna að starf þátttakenda einkennist af rótgrónum hefðum um kyngervi, þ.e. félagslega mótað kyn, og hlutverk í stigveldi sjúkrahússins. Sem tákn um það valdaójafnvægi og skerðingu á sjálfræði sem þátttakendur upplifa er að rýmislegt og táknrænt vinnurými þeirra og fagleg mörk eru lítt sýnileg öðru fagfólki, sem þátttakendum finnst vera vanmat á fagmennsku þeirra. Til að finna jafnvægi milli faglegrar sannfæringar sinnar og væntinga stofnunarinnar gera þeir málamiðlanir á kostnað eigin heilsu, sem geta verið á mörkum hins siðlega. Þátttakendur telja fjölgun karlkyns hjúkrunarfræðinga geta stuðlað að auknu jafnrétti og jákvæðu andrúmslofti, sem er reynsla þeirra af deildum með tiltölulega jafnt kynjahlutfall. Önnur greinin fjallar um hvernig staðalmyndir um karlmennsku og kvenleika móta starf hjúkrunarfræðinga. Sögur þeirra sýna áhrif staðalmynda um kyn á starfsval þeirra og vi daglegt starf. Val kvenna er talið eðlilegt, en karlar glíma við ýmsar hindranir vegna þess hve fáir þeir eru og sem frávik frá hefðum. Þessar staðalmyndir hafa áhrif á starfið, samskipti og aðgang að úrræðum, en vinnuframlag og þekking kvenkyns hjúkrunarfræðinga er minna metin af öðrum fagstéttum en þekking karla. Karlarnir lýstu því hvernig þeir, eftir vandlega íhugun, yfirstigu hindranir rótgróinna hugmynda og viðmiða og fóru í hjúkrun, en hafa jafnframt þurft að skilgreina sjálfir inntak hjúkrunar til að réttlæta stöðu sína og tilheyra stéttinni. Kvenkyns hjúkrunarfræðingar hafa minna táknrænt rými og áræðni en þeir karlkyns til að koma kvörtunum og skoðunum á framfæri og telja karlana geta verið jákvæða fyrirmynd þar. Þriðja greinin fjallar um að hvernig væntingar sem hjúkrunarfræðingar höfðu til starfsins í upphafi ferils samræmast veruleika í starfi. Niðurstöður sýna að ímynd hjúkrunar, tengd undirgefni, er ríkjandi á deildum þar sem eingöngu kvenkyns hjúkrunarfræðingar starfa. Þar gilda strangar reglur um viðveru og þess krafist að þær yfirgefi ekki deild yfir vaktina. Þetta veldur kynbundinni einangrun þar sem hjúkrunarfræðingarnir fara á mis við þátttöku í almennu rými sjúkrahússins. Þeir upplifa skort á trausti og stuðningi í samskiptum við yfirmenn og að stjórnunarhættir miðist við hagsmuni sjúkrahússins á kostnað velferðar þeirra. Skeytingarleysið hefur skaðleg áhrif á hjúkrunarfræðinga, sjúklinga og aðstandendur þeirra og víða í samfélaginu. Það er ein helsta orsök þess að hjúkrunarfræðingar hætta störfum og að þeir upplifi misræmi milli væntinga til starfs og raunveruleika. Flestir kvenkyns þátttakendur höfðu glímt við bágan fjárhag og vinnuálagið hafði haft ýmis slæm áhrif á þær og fjölskyldur þeirra. Niðurstöður benda til þess að (kven)ímyndir hjúkrunar tengdar undirgefni eigi þátt í að útskýra kynjahallann í stéttinni og hindri valdeflingu hjúkrunarfræðinga. Að laða að fleiri karlkyns hjúkrunarfræðinga gæti valdeflt stéttina en valdaleysi og erfiðar vinnuaðstæður fæla ef til vill burt þá karla sem hafa áhuga á starfinu. Þessi staða krefst samfélagslegrar umræðu um áhrif staðalmynda og skilgreiningar á jafnrétti kynjanna. Þar sem stór kvennastétt hjúkrunarfræðinga starfar við óásættanlegar aðstæður þarf stjórn sjúkrahússins að endurskoða starfsmannastefnu og hæfni yfirmanna í hjúkrun og annarra stjórnenda. Í þessari ritgerð eru forsendur þær að jafnrétti kynja í fagstétt verði að skilja og skoða í samhengi vinnuskilyrða, heilsuverndar og faglegrar viðurkenningar og virðingar. Með hliðsjón af markmiði verkefnisins, sem lýst er hér að ofan, benda niðurstöður til þess að starfsaðstæður þátttakenda séu heilsuspillandi og þá skorti stuðning frá yfirmönnum og sjúkrahússtjórn. Eðlishyggja og staðalímyndir um undirgefni viðhalda stigveldinu, valdaleysi hjúkrunarfræðinga og kynjaslagsíðunni. Það á sinn þátt í að letja karla frá því að hefja nám og störf við hjúkrun. Því má álykta að þátttakendur njóti ekki þeirra réttinda og skilyrða sem eru forsendur kynjajafnréttis. | is |
| dc.format.extent | 134 | |
| dc.identifier.isbn | 978-9935-9773-9-7 | |
| dc.identifier.uri | https://hdl.handle.net/20.500.11815/5664 | |
| dc.language.iso | en | |
| dc.publisher | University of Iceland, School of Social Sciences, Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics | |
| dc.rights | info:eu-repo/semantics/openAccess | |
| dc.subject | Doktorsritgerðir | is |
| dc.subject | Hjúkrun | is |
| dc.subject | Kyngervi | is |
| dc.subject | Karlmennska | is |
| dc.subject | Stjórnunarhættir | is |
| dc.subject | Masculinity | en |
| dc.subject | Nursing | en |
| dc.subject | Gender | en |
| dc.title | The Normalization of Silencing: The Interplay between Nurses' Experience of Working Conditions and Gender Equality Ideals | en |
| dc.type | info:eu-repo/semantics/doctoralThesis |
Skrár
Original bundle
1 - 1 af 1
- Nafn:
- Klara Þorsteins. Dr.ritgerð.pdf
- Stærð:
- 1.65 MB
- Snið:
- Adobe Portable Document Format