Participation of children and young people in research. Opportunities and challenges.
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
University of Iceland, School Education, Faculty of Education and Diversity
Útdráttur
The aim of this doctoral thesis is to increase knowledge and understanding of how children and young people (CYP) can be supported to participate in social research on issues that concern them. Particular emphasis is placed on highlighting the challenges researchers face when seeking access to CYP, and how these challenges relate to methods, approaches and children's rights to participate in discussions and decisions concerning their own lives and circumstances. The study addresses the following questions: What ethical and methodological challenges do researchers need to overcome in order to obtain support of gatekeepers to gain access to CYP for participation in social research? How do practitioners in child protection services understand the practical implications of CYP’s participation in social research? How can research methods be adapted to overcome the challenges of involving CYP in research? The study is grounded in a perspective informed by critical social constructionism and childhood studies, in which CYP are regarded as key social actors who shape their environments. Accordingly, their participation is considered essential in research. The study discusses methods that have proven useful in eliciting CYP’s experiences and perspectives, particularly in sensitive contexts. To gain insight into the subject, the study examines the experiences and perspectives of child protection practitioners who serve as gatekeepers when researchers seek access to CYP, as well as the experiences of researchers who have conducted research involving CYP. It also draws on existing data to reflect the perspectives of parents and CYP regarding participation in research and data from CYP about the usefulness of creative methods when working with CYP. The study is based on four peer-reviewed papers. The first paper explores the current state of knowledge regarding the challenges faced by researchers in this field. The second paper examines researchers’ experiences in gaining access to CYP who receive support due to difficult life circumstances, and their interactions with formal and informal gatekeepers. The third paper focuses on practitioners working with CYP in child protection services and their perspectives on supporting researchers in gaining access. Lastly, the fourth paper discusses how creative and artistic methods can support CYP in discussing sensitive topics. The findings reveal a complex and challenging process for researchers seeking access to CYP in vulnerable situations for research participation. Applications for access must navigate a hierarchy of formal and informal gatekeepers who are responsible for safeguarding children's rights to protection and participation. Challenges are evident in the lengthy approval processes, often resulting in extended delays or rejections, frequently without clear justification. Researchers depend on the goodwill of practitioners occupying key positions within this hierarchy, each of whom must dedicate time and energy to determine whether or not to support access to the target group. Researchers associate these delays and reluctance with a perceived lack of interest in research among practitioners and with assumptions about children's competencies, both of which significantly influence whether applications for access are considered or granted. Practitioners working in child protection, who act as gatekeepers, report limited time for engaging with research-related tasks and criticise researchers for submitting unclear research plans. These plans often lack sufficient explanation of researchers' competence in working with CYP, strategies to ensure child safety and justifications for involving CYP directly rather than relying on adults as informants. Frequently, the plans also fail to adequately describe researchers' prior experience or use of appropriate methods. Many practitioners consider it inappropriate to burden CYP in vulnerable circumstances by asking them to participate in research, particularly when discussing matters of which they may have limited understanding. According to practitioners, researchers should avoid compromising CYP’s safety through participation and instead focus on utilising existing data collected by practitioners. To enhance CYP's direct participation in research, researchers must prioritise the careful and professional development of their research designs. They need to invest time in building relationships and trust with gatekeepers, demonstrate how they will ensure children's safety and exhibit competence in using appropriate creative methods that can foster meaningful participation. Safeguarding CYP's rights requires enhancing researchers' competence in working with CYP and improving practitioners' knowledge of childhood studies and the concept of participation. Such efforts are necessary to challenge dominant protectionist attitudes among practitioners that limit CYP’s actual opportunities to influence their lives and circumstances
Markmið þessarar doktorsrannsóknar er að auka þekkingu og skilning á því hvernig hægt er að styðja börn og ungmenni (hér eftir börn) til þátttöku í rannsóknum sem varða þau sjálf. Sérstök áhersla er lögð á að varpa ljósi á þær áskoranir sem rannsakendur standa frammi fyrir í vinnu með börnum og hvernig þær tengjast aðferðum, nálgun og réttindum barna til þátttöku í umræðu og ákvarðanatöku. Spurt er: Hvaða siðferðilegu og aðferðafræðilegu áskoranir þurfa rannsakendur að takast á við til að fá aðstoð hliðvarða við aðgengi að börnum í félagslegum rannsóknum? Hvernig skilur fagfólk í barnaverndarþjónustu hagnýtar afleiðingar þátttöku barna í rannsóknum? Hvernig má aðlaga rannsóknaraðferðir til að yfirstíga aðferðafræðilega erfiðleika vegna þátttöku barna? Rannsóknin byggir á sjónarhorni gagnrýnnar hugsmíðahyggju og bernskufræða, þar sem litið er á börn sem virka þátttakendur í að móta félagslegt umhverfi sitt og þar með mikilvæga samstarfsaðila í rannsóknum. Fjallað er um aðferðir sem hafa reynst árangursríkar við að draga fram reynslu og sjónarhorn barna, sérstaklega þeirra sem búa við flóknar félagslegar aðstæður. Rannsóknin samanstendur af fjórum fræðigreinum sem hver og ein varpar ljósi á ólíka þætti þátttöku barna í rannsóknum. Fyrsta greinin fjallar um stöðu þekkingar á áskorunum rannsakenda við að fá börn til þátttöku og samskipti við hliðverði. Önnur greinin lýsir reynslu rannsakenda af því að sækja um aðstoð við aðgengi að börnum sem búa við félagslega erfiðleika og tengslum þeirra við hliðverði. Þriðja greinin fjallar um viðhorf fagfólks í barnaverndarþjónustu til þátttöku barna og hlutverks hliðvarða. Fjórða greinin skoðar notkun listrænna og skapandi aðferða til að styðja börn við að tjá sig um viðkvæm málefni. Niðurstöðurnar benda til þess að ferli umsókna um aðgengi að börnum sem búa við félagslega erfiðar aðstæður sé flókið og tímafrekt. Umsóknir fara í gegnum stigveldi formlegra og óformlegra hliðvarða sem eiga að verja rétt barna til þátttöku og verndar. Fagfólk í hlutverki hliðvarða þarf að leggja tíma og orku í að meta umsóknir rannsakenda og ef umsóknin hlýtur brautargengi að leita eftir hugsanlegum þátttakendum. Fram komu efasemdir um að fagfólk sem væri störfum hlaðið, hefðu skyldu til eða ættu að sinna hliðvarðarhlutverki því sú staða gæti haft skaðleg áhrif á oft viðkvæmt samband þeirra við notendur. Fagfólk telur mikilvægt ef þetta eigi að vera þeirra hlutverk þurfi rannsakendur að leggi sig fram við að vera í samvinnu við þau um eðli og umfang rannsókna. Rannsakendur þurfi að vanda til verka við umsóknir, oft vanti upplýsingar um hæfni rannsakenda í vinnu með börnum og rökstuðning fyrir því iv að nauðsynlegt sé að tala við börn frekar en fullorðna með svipaða reynslu. Hluti fagfólksins taldi ekki við hæfi að biðja börn í viðkvæmri stöðu um að ræða stöðu sína við rannsakanda, málefni sem þau kunni að hafa takmarkaðan skilning á. Rannsakendur túlka hins vegar langan umsóknarferil, tregðu og lítinn áhuga fagfólks á rannsóknum og sem merki um ríkjandi verndarhyggju þegar börn eiga í hlut. Til að efla beina þátttöku barna þurfa rannsakendur að leggja áherslu á vandaðan undirbúning og faglega framsetningu umsókna og rannsóknaráætlana. Nauðsynlegt er að byggja upp traust og tengsl við hliðverði, sýna fram á hvernig tryggja megi öryggi barna og útskýra hagnýtt gildi rannsóknarinnar. Þá þurfa rannsakendur að gera grein fyrir hæfni sinni og leikni við vinnu með börnum og við að beita skapandi aðferðum sem stuðla geti að merkingarbærri þátttöku. Til að standa vörð um réttindi barna þarf að efla hæfni rannsakenda í vinnu með börnum og auka þekkingu fagfólks á bernskufræðum, réttindum barna og merkingarbærri þátttöku. Slík þekking getur dregið úr ríkjandi verndarhyggju og vantrausti gagnvart rannsakendum, sem annars hamlar raunverulegum möguleikum barna til að hafa áhrif á eigið líf og aðstæður með þátttöku í rannsóknum.
Markmið þessarar doktorsrannsóknar er að auka þekkingu og skilning á því hvernig hægt er að styðja börn og ungmenni (hér eftir börn) til þátttöku í rannsóknum sem varða þau sjálf. Sérstök áhersla er lögð á að varpa ljósi á þær áskoranir sem rannsakendur standa frammi fyrir í vinnu með börnum og hvernig þær tengjast aðferðum, nálgun og réttindum barna til þátttöku í umræðu og ákvarðanatöku. Spurt er: Hvaða siðferðilegu og aðferðafræðilegu áskoranir þurfa rannsakendur að takast á við til að fá aðstoð hliðvarða við aðgengi að börnum í félagslegum rannsóknum? Hvernig skilur fagfólk í barnaverndarþjónustu hagnýtar afleiðingar þátttöku barna í rannsóknum? Hvernig má aðlaga rannsóknaraðferðir til að yfirstíga aðferðafræðilega erfiðleika vegna þátttöku barna? Rannsóknin byggir á sjónarhorni gagnrýnnar hugsmíðahyggju og bernskufræða, þar sem litið er á börn sem virka þátttakendur í að móta félagslegt umhverfi sitt og þar með mikilvæga samstarfsaðila í rannsóknum. Fjallað er um aðferðir sem hafa reynst árangursríkar við að draga fram reynslu og sjónarhorn barna, sérstaklega þeirra sem búa við flóknar félagslegar aðstæður. Rannsóknin samanstendur af fjórum fræðigreinum sem hver og ein varpar ljósi á ólíka þætti þátttöku barna í rannsóknum. Fyrsta greinin fjallar um stöðu þekkingar á áskorunum rannsakenda við að fá börn til þátttöku og samskipti við hliðverði. Önnur greinin lýsir reynslu rannsakenda af því að sækja um aðstoð við aðgengi að börnum sem búa við félagslega erfiðleika og tengslum þeirra við hliðverði. Þriðja greinin fjallar um viðhorf fagfólks í barnaverndarþjónustu til þátttöku barna og hlutverks hliðvarða. Fjórða greinin skoðar notkun listrænna og skapandi aðferða til að styðja börn við að tjá sig um viðkvæm málefni. Niðurstöðurnar benda til þess að ferli umsókna um aðgengi að börnum sem búa við félagslega erfiðar aðstæður sé flókið og tímafrekt. Umsóknir fara í gegnum stigveldi formlegra og óformlegra hliðvarða sem eiga að verja rétt barna til þátttöku og verndar. Fagfólk í hlutverki hliðvarða þarf að leggja tíma og orku í að meta umsóknir rannsakenda og ef umsóknin hlýtur brautargengi að leita eftir hugsanlegum þátttakendum. Fram komu efasemdir um að fagfólk sem væri störfum hlaðið, hefðu skyldu til eða ættu að sinna hliðvarðarhlutverki því sú staða gæti haft skaðleg áhrif á oft viðkvæmt samband þeirra við notendur. Fagfólk telur mikilvægt ef þetta eigi að vera þeirra hlutverk þurfi rannsakendur að leggi sig fram við að vera í samvinnu við þau um eðli og umfang rannsókna. Rannsakendur þurfi að vanda til verka við umsóknir, oft vanti upplýsingar um hæfni rannsakenda í vinnu með börnum og rökstuðning fyrir því iv að nauðsynlegt sé að tala við börn frekar en fullorðna með svipaða reynslu. Hluti fagfólksins taldi ekki við hæfi að biðja börn í viðkvæmri stöðu um að ræða stöðu sína við rannsakanda, málefni sem þau kunni að hafa takmarkaðan skilning á. Rannsakendur túlka hins vegar langan umsóknarferil, tregðu og lítinn áhuga fagfólks á rannsóknum og sem merki um ríkjandi verndarhyggju þegar börn eiga í hlut. Til að efla beina þátttöku barna þurfa rannsakendur að leggja áherslu á vandaðan undirbúning og faglega framsetningu umsókna og rannsóknaráætlana. Nauðsynlegt er að byggja upp traust og tengsl við hliðverði, sýna fram á hvernig tryggja megi öryggi barna og útskýra hagnýtt gildi rannsóknarinnar. Þá þurfa rannsakendur að gera grein fyrir hæfni sinni og leikni við vinnu með börnum og við að beita skapandi aðferðum sem stuðla geti að merkingarbærri þátttöku. Til að standa vörð um réttindi barna þarf að efla hæfni rannsakenda í vinnu með börnum og auka þekkingu fagfólks á bernskufræðum, réttindum barna og merkingarbærri þátttöku. Slík þekking getur dregið úr ríkjandi verndarhyggju og vantrausti gagnvart rannsakendum, sem annars hamlar raunverulegum möguleikum barna til að hafa áhrif á eigið líf og aðstæður með þátttöku í rannsóknum.
Lýsing
Efnisorð
Doktorsritgerðir, Sköpun, Réttindi barna, Virkni, Children, Creativity, Gatekeeper, Rights