Challenges and responses of the Nile perch fishery to evolving policies and resource base on Lake Victoria with emphasis on Uganda.
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
University of Iceland, School of Social Sciences, Faculty of Economics
Útdráttur
This thesis contains an analysis of Lake Victoria´s Small-Scale Fishery (SSF), aiming to provide a novel perspective and framework for understanding this intricate and dynamic system. The thesis is dedicated to evaluating the Nile perch fishery in Lake Victoria, focusing on the evolution of fishing patterns, adaptation strategies, and the effectiveness of fishery management institutions in implementing existing policies and legislation. The research focuses on Uganda in three out of four papers, while in the first paper, the technical efficiency of the Nile perch fishery provides a comparison among the three riparian countries. Data sources include Catch Assessment and Frame Survey datasets from the Lake Victoria Fisheries Organization (LVFO) and the National Fisheries Resources Research Institute databases, fishery export data, and crosssectional qualitative and quantitative survey data. Quantitative data, organized as panel datasets, are employed to analyse fish catch, fishing effort, and Nile perch exports, while qualitative data obtained through interviews with fishers and law enforcement officials supplement the available quantitative data. Data analysis methods vary depending on the objectives of each paper, including descriptive statistics and econometric analysis. Using diverse datasets, the thesis addresses four primary objectives across four papers. Paper I delves into the analysis of the technical efficiency of the Nile perch fishing fleet on Lake Victoria across Uganda, Kenya, and Tanzania, highlighting the significant increase in the number of motorized vessels, particularly in Uganda, alongside a decline in paddled vessels due to stringent law enforcement targeting illegal gear and vessel sizes. Paper II examines fishersperspectives on future fisheries management regimes in the context of the current military intervention on Lake Victoria. Paper III analyses trends in fishing effort and catch variables among gillnet fishers on Lake Victoria, emphasizing adaptive strategies employed, based on the Nile perch population structure and economic needs, while underscoring the necessity of considering fisher behaviour in policymaking for sustainable resource use and livelihood development. Paper IV investigates the effects of transitioning from cooperation to coercion in managing the Nile perch fishery in Uganda's Lake Victoria, highlighting concerns regarding declining catches and overcapacity in the motorized fleet. The study underscores the importance of tailored policies addressing regional economic disparities and the complex interplay between fisher behaviour, regulatory compliance, and resource health, referred to as the biological condition of the fishery resource and the broader ecological state of the lake.
Ritgerð þessi inniheldur greiningu á fiskveiðum í Viktoríuvatni, með áherslu á veiðar smábáta á nílarkarfa. Áhersla er lögð á þróun veiðimynsturs, aðlögun veiðanna að breytingum í stjórnun veiðanna sem og þróun stofnstærðar og árgangasamsetningar nílarkarfa. Jafnframt er fjallað um árangur og skilvirkni ólíkra leiða við fiskveiðistjórnun. Gögn um veiðar í Úganda liggja til grundvallar þremur af fjórum greinum, meðan fyrsta greinin er samanburðarrannsókn um skilvirkni veiða á nílarkarfa í öllum þremur löndunum sem liggja að Viktoríuvatni. Gögnin sem rannsóknin byggir á eru meðal annars mat á afla og búnaði sem notaður er við veiðarnar, sem sótt voru í gagnagrunna Fiskveiðistofnunar Viktoríuvatns (LVFO) og Fiskirannsóknastofnunar Úganda (National Fisheries Resources Research Institute), gögnum um útflutning á fiski, sem og eigindlegum og megindlegum gögnum sem safnað var sérstaklega fyrir rannsóknina. Mismunandi aðferðum er beitt við úrvinnslu gagna eftir markmiðum hverrar greinar. Grein 1 inniheldur greiningu á tæknilegri skilvirkni veiða á nílarkarfa í Viktoríuvatni. Greiningin nær til allra þjóða sem stunda veiðarnar, Úganda, Kenýa og Tansaníu. Niðurstöðurnar sýna umtalsverða fjölgun vélknúinna báta, sérstaklega í Úganda, samhliða fækkun árabáta, en mjög hefur verið barist gegn veiðum þeirra í bæði Tansaníu og Úganda á undanförnum árum með hertu eftirliti. Í grein 2 er farið yfir þróun netaveiða á nílarkarfa í Úganda. Fjallað er um þær áskoranir sem veiðimenn standa frammi fyrir, s.s. varðandi möskvastærðir neta, samsetningu afla og fleira. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi þess að virkja notendur auðlinda í ákvarðanatöku um þróun fiskveiðistjórnunar. Grein 3 fjallar um sýn veiðimanna á mismunandi sviðsmyndum fyrir framtíðarskipulag á veiðistjórnun í ljósi afskipta hersins á veiðieftirliti. Grein 4 fjallar um áhrif þess að hverfa frá samvinnu yfir í valdbeitingu við stjórnun á nílarkarfaveiðum í Úganda, en stjórnvöld þar stigu það róttæka skref að fá herinn til þess að framfylgja reglum um veiðar. Sú aðgerð var ákveðin vegna minnkandi afla og offjárfestingu í vélknúna hluta flotans. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að fiskveiðistjórnun taki tillit til svæðisbundins efnahagslegs mismunar og flóknu samspili hegðunar fiskimanna, hversu vel þeir fylgja settum reglum og stöðu auðlindarinnar. Á heildina litið veita þessar rannsóknir innsýn í skipulag og stjórnun smábátaveiða á Viktoríuvatni. Smábátaveiðar eru stundaðar um alla Afríku, og því er hægt að draga mikilvægan lærdóm af niðurstöðunum. Greiningin gefur til kynna að hvorki núverandi né sögulegar aðferðir við fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni hafi reynst nægjanlega árangursríkar. Hver aðferð hefur haft sína veikleika. Þörf er á nýjum leiðum til að tryggja sjálfbærni veiðanna og efnahagslega velferð fólksins sem er háð veiðunum sér til framfærslu.
Ritgerð þessi inniheldur greiningu á fiskveiðum í Viktoríuvatni, með áherslu á veiðar smábáta á nílarkarfa. Áhersla er lögð á þróun veiðimynsturs, aðlögun veiðanna að breytingum í stjórnun veiðanna sem og þróun stofnstærðar og árgangasamsetningar nílarkarfa. Jafnframt er fjallað um árangur og skilvirkni ólíkra leiða við fiskveiðistjórnun. Gögn um veiðar í Úganda liggja til grundvallar þremur af fjórum greinum, meðan fyrsta greinin er samanburðarrannsókn um skilvirkni veiða á nílarkarfa í öllum þremur löndunum sem liggja að Viktoríuvatni. Gögnin sem rannsóknin byggir á eru meðal annars mat á afla og búnaði sem notaður er við veiðarnar, sem sótt voru í gagnagrunna Fiskveiðistofnunar Viktoríuvatns (LVFO) og Fiskirannsóknastofnunar Úganda (National Fisheries Resources Research Institute), gögnum um útflutning á fiski, sem og eigindlegum og megindlegum gögnum sem safnað var sérstaklega fyrir rannsóknina. Mismunandi aðferðum er beitt við úrvinnslu gagna eftir markmiðum hverrar greinar. Grein 1 inniheldur greiningu á tæknilegri skilvirkni veiða á nílarkarfa í Viktoríuvatni. Greiningin nær til allra þjóða sem stunda veiðarnar, Úganda, Kenýa og Tansaníu. Niðurstöðurnar sýna umtalsverða fjölgun vélknúinna báta, sérstaklega í Úganda, samhliða fækkun árabáta, en mjög hefur verið barist gegn veiðum þeirra í bæði Tansaníu og Úganda á undanförnum árum með hertu eftirliti. Í grein 2 er farið yfir þróun netaveiða á nílarkarfa í Úganda. Fjallað er um þær áskoranir sem veiðimenn standa frammi fyrir, s.s. varðandi möskvastærðir neta, samsetningu afla og fleira. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi þess að virkja notendur auðlinda í ákvarðanatöku um þróun fiskveiðistjórnunar. Grein 3 fjallar um sýn veiðimanna á mismunandi sviðsmyndum fyrir framtíðarskipulag á veiðistjórnun í ljósi afskipta hersins á veiðieftirliti. Grein 4 fjallar um áhrif þess að hverfa frá samvinnu yfir í valdbeitingu við stjórnun á nílarkarfaveiðum í Úganda, en stjórnvöld þar stigu það róttæka skref að fá herinn til þess að framfylgja reglum um veiðar. Sú aðgerð var ákveðin vegna minnkandi afla og offjárfestingu í vélknúna hluta flotans. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að fiskveiðistjórnun taki tillit til svæðisbundins efnahagslegs mismunar og flóknu samspili hegðunar fiskimanna, hversu vel þeir fylgja settum reglum og stöðu auðlindarinnar. Á heildina litið veita þessar rannsóknir innsýn í skipulag og stjórnun smábátaveiða á Viktoríuvatni. Smábátaveiðar eru stundaðar um alla Afríku, og því er hægt að draga mikilvægan lærdóm af niðurstöðunum. Greiningin gefur til kynna að hvorki núverandi né sögulegar aðferðir við fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni hafi reynst nægjanlega árangursríkar. Hver aðferð hefur haft sína veikleika. Þörf er á nýjum leiðum til að tryggja sjálfbærni veiðanna og efnahagslega velferð fólksins sem er háð veiðunum sér til framfærslu.
Lýsing
Efnisorð
Fisheries management, Fishery dynamics, Sustainability, Lake Victoria, Small-scale fisheries, Resource management., Doktorsritgerðir, Fiskveiðar, Afríka, Auðlindastjórnun