Towards Unsettling the Auto-institution of Colonial Logics: Methodological Self-reflexivity and the Sociogenic Reconfiguration of Social Structures and Cognitive Regularities

Hleð...
Thumbnail Image

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies

Úrdráttur

This dissertation is concerned with a migratory mode of experiencing a modernised and globalised social environment, tracing a trajectory whose origin lies in the territories of the polity of Lebanon. It develops an understanding of the modern order that accounts for the systemic (re)emergence of social domination with in it. Such an understanding is grounded in a decolonial philosophical framework informed by theories on epistemology and cognition, developed through a methodology in which auto-ethnography, systems studies, artistic practice, and casual conversations, intersect. This dissertation studies collectively formed narratives and auto-instituting social systems; it is a formulation of experiences and experiments with and within social systems in relation to different levels of organisation, through a perspective informed by experiences of displacement due to crises—wars and economic crises. Specifically, it explores the situated relational expression of the processes through which the modern order is reproduced on different levels (scales) of organisation, to then think through the socio-political importance and urgency of the redefinition of organisational logics, systematically enacted patterns, and narratives within collectives held together by intersectional alignments, rather than by managerial structures. Accordingly, this dissertation investigates the colonial institution of a globalised modern mode of social organisation in order to argue that modern social structures limit the human experience to possibilities that reproduce the modern order and its colonial logic. By drawing from the work of Sylvia Wynter and Frantz Fanon, it investigates the auto-institution of a modern/colonial logic within modes of being, knowing, and material provisioning, to then explore how the automatic reproduction of modern relational structures can be unsettled to make way for situated, communal, and emergent structures.
Doktorsritgerð þessi snýst um reynsluheim innflytjanda í félagslegu umhverfi sem í senn er nútímavætt og hnattvætt, og fylgir þræði sem á upptök sín á landsbyggðinni í ríkinu Líbanon. Mótaður er skilningur á skipan nútímans sem gerir grein fyrir kerfisbundinni upp- og endurkomu félagslegs yfirvalds innan þess. Skilningur þessi hvílir á hugtakagrunni af meiði heimspeki afnýlendunar með aðföngum frá þekkingarfræði og hugfræðum og er leiddur fram með aðferð þar sem sjálfs-etnógrafía, kerfisrannsóknir, listsköpun og hversdagslegar samræður kallast á. Í ritgerðinni eru rannsakaðar frásagnir sem myndast innan hópa og sjálfsprottin félagsleg kerfi; í henni er reynslu komið í orð og gerðar tilraunir með og innan félagslegra kerfa á ólíkum skipulagsstigum. Beitt er sjónarhorni sem dregur dám af upplifunum af flutningum vegna kreppuástands – stríðs og efnahagskreppu. Sér í lagi er beint sjónum að aðstæðubundinni og tengslabundinni tjáningu þeirra ferla sem viðhalda skipan nútímans á ólíkum stigum (eða mælikvörðum) skipulags, með það að markmiði að hugsa sig í gegnum félagslegt og pólitískt vægi brýnnar endurskilgreiningar á skipulagsrökvísi, mynstrum sem eru raungerð á kerfisbundinn hátt og frásögnum hópa sem loða saman vegna samstilltra mismunabreyta en ekki formgerða af toga stjórnunar. Í þessum anda er tekin til rannsóknar sú nýlenduvædda stofnsetning hins hnattræna félagslega skipulags sem einkennir nútímann í því augnamiði að halda því fram að félagslegar formgerðir nútímans takmarki mannlega reynslu við þá möguleika sem viðhalda skipan nútímans og nýlendurökvísi hans. Stuðst er við verk Sylviu Wynter og Frantz Fanon í rannsókn á sjálfsköpun nútíma- og nýlenduvæddrar rökvísi innan afbrigða þess að vera, vita og afla sér viðurværis, og í framhaldinu er skoðað hvernig raska má sjálfvirku viðhaldi tengslaformgerða nútímans og skapa þar með rými fyrir aðstæðubundnar formgerðir af toga sameignar

Lýsing

Efnisorð

Decolonial epistemologies, Autopoeisis, Sociogeny, Phenomenology, System studies, Doktorsritgerðir

Citation