"Sumir eru vaknaðir af svefni": "Þýskir" hugmyndastraumar og íslensk söguskoðun frá um 1750 til um 1850

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Philosophy, History and Archaeology

Útdráttur

Það hefur lengi verið vitað að sú menningarleg þjóðernisstefna sem átti uppruna sinn í Þýskalandi á síðari hluta átjándu aldar og við upphaf þeirrar nítjándu hafði talsverð áhrif á orðræðu og söguskoðun forvígismanna íslensku sjálfstæðisbaráttunnar á sama hátt og raunin var annars staðar á Norðurlöndunum. Það hefur lítt verið rannsakað með hvaða hætti og í gegnum hvaða leiðir þessar hugmyndir ruddu sér braut inn í orðræðu Íslendinga og hvernig þær smám saman höfðu áhrif á túlkun og viðhorf Íslendinga til fortíðarinnar. Markmið þessarar ritgerðar er að gera tilraun til þess að varpa ljósi á það hvernig og af hverju söguskoðun Íslendinga ummyndaðist á afar stuttu tímabili, frá því að vera frekar dæmigerð söguskoðun upplýsingarinnar (í sinni þýsku gerð) yfir í það að verða söguskoðun menningarlegrar þjóðernisstefnu, en jafnframt að setja það ferli í samhengi við þróun yfir lengri tíma. Í ritgerðinni er einnig lagt mat á það hvernig þessi áhrif bárust til Íslendinga og hvernig þau birtust í tjáningu þeirra, hvort sem um ræðir skáldskap eða pólitísk skrif, í bundnu máli og óbundnu. Það getur varla talist einkennilegt eða óvenjulegt að megináhrifin á þessa þróun skuli hafi borist frá Þýskalandi. Þaðan höfðu hugmynda- og menningarstraumar streymt til Ísland og annarra Norðurlanda öldum saman. Oft bárust þessi áhrif til Íslendinga í gegnum Danmörku en stundum var einnig um bein áhrif að ræða. Í Þýskalandi var tekið við áhrifum sunnar úr álfunni, yfirleitt frá Ítalíu og Frakklandi, sem síðan voru aðlöguð þýskum aðstæðum og bárust loks til Norðurlandanna. Í því samhengi mætti nefna upplýsinguna, sem tók talsverðum breytingum í Þýskalandi, eða öllu heldur mætti segja að þar hafi eingöngu verið tekið við sumum þáttum upplýsingarinnar, öðrum alls ekki. Hugmyndir um móðurmálsrækt og málhreinsun, sem höfðu borist frá Ítalíu til Frakklands og þaðan til Þýskalands urðu til þess að þar þróuðust hugmyndir um samlífi tungumáls og þjóðar, um upprunalegt ómengað tungumál sem tengdist tilvist þjóðarinnar órofa böndum. Þessar hugmyndir bárust til Íslands með upplýsingunni og mynduðu ákveðinn grunn sem síðar yrði byggt á. Eftir frönsku byltinguna og styrjaldirnar sem af henni hlutust, auk tilkomu rómantíkur og hughyggju varð til í Þýskalandi sú gerð menningarlegrar þjóðernisstefnu sem barst til Norðurlanda. Þróunina frá orðræðu upplýsingarinnar til menningarlegrar þjóðernisstefnu má glöggt greina í skrifum Íslendinga, frá Eggerti Ólafssyni, í gegnum Baldvin Einarsson og Fjölnismenn, til Jóns Sigurðssonar. Það sem hafði verið hefðbundin söguskoðun Íslendinga frá því á sautjándu öld ummyndaðist í flestum grundvallaratriðum á aðeins nokkurra áratuga skeiði og varð að sögu-skoðun menningarlegrar þjóðernisstefnu — söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar — sem var ráðandi viðhorf á Íslandi langt fram eftir tuttugustu öld.

It has long been acknowledged that cultural nationalism, originating in Germany in the late eighteenth and early nineteenth centuries, influenced the discourses and views on history among the protagonists of the Icelandic independence movement, in the same manner as they influenced cultural nationalism in the other Nordic countries. Exactly how these intellectual currents penetrated the discourse of educated Icelanders and gradually changed the perception and inter pretation of the past has however remained unclear. The aim of this doctoral dissertation is to attempt to shed light on how, in a remarkably short time, the views on history in Iceland metamorphosed from being a fairly typical version of the (German) Enlightenment towards opinions in line with the ideology of cultural nationalism. Furthermore, the dissertation aims at exploring the factors that influenced this change, when and how it occurred, and how it manifested itself in the political writings and poetry of the proponents of increased Icelandic autonomy within the Danish kingdom in the first half of the nineteenth century. It is not surprising that intellectual currents emanating from German speaking Central Europe became dominant in shaping of Icelandic discourses and views of history. Since the Middle Ages, Iceland had, along with the other Nordic countries, been within the German sphere of cultural influence. Rarely originating in Germany itself, intellectual currents from Southern- and Western Europe (notably Italy and France) were adopted in Germany where they fused with local elements, creating a German ideological strand, which was then invariably transmitted north to Denmark, Norway, Sweden and Iceland. This includes the Enlightenment, which was somewhat different in Germany from that in France or Britain. Thus, the German Enlightenment included elements and ideas arguing for a necessary symbiosis between a specific cultural type of nations and their language. Following the French Revolution and the ensuing revolutionary wars, in addition to the advent of romanticism and idealism, the type of cultural nationalism emerged which later was transmitted to Scandinavia. The change from the Enlightenment to cultural nationalism is evident in the discourses of educated Icelanders during the period, from Eggert Ólafsson, who was a proponent of the Enlightenment and cultural patriotism, through the political writings of Baldvin Einarsson and Tómas Sæmundsson, the romantic poetry of Jónas Hallgrímsson, and finally, the works of Jón Sigurðsson, whose writings were instrumental in shaping the views on history of the Icelandic independence struggle. These views became dominant and normative in Iceland until at least the last decades of the twentieth century.

Lýsing

Efnisorð

Þjóðernisstefna, Þjóðernishyggja, Söguspeki, Upplýsingarstefnan, Nationalism, Enlightment, Germany, Germany

Citation