Opin vísindi

Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda

Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda


Titill: Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda
Aðrir titlar: Comparison of Icelandic and Danish managers’ evaluation of their working environment in light of Nordic values
Höfundur: Arnórsdóttir, Bergþóra Hlín
Svansson, Einar
Joensen, Kári   orcid.org/0000-0002-4077-1235
Útgáfa: 2017-06-16
Tungumál: Íslenska
Umfang: 119-150
Háskóli/Stofnun: Háskólinn á Bifröst
Bifröst University
Deild: Viðskiptadeild (HB)
Department of Business (BU)
Birtist í: Stjórnmál og stjórnsýsla;13(1)
ISSN: 1670-6803
1670-679X (eISSN)
DOI: 10.13177/irpa.a.2017.13.1.6
Efnisorð: Forysta; Stjórnsýsla; Stjórnendur; Starfsumhverfi; Vinnustaðir; Kannanir; Ísland; Danmörk
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/657

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Bergþóra Hlín Arnórsdóttir, Einar Svansson, Kári Joensen. (2017). Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda. Stjórnmál og stjórnsýsla;13(1), 119-150. doi:10.13177/irpa.a.2017.13.1.6

Útdráttur:

 
Norræn forysta byggir á gildum sem notið hafa aukinnar athygli og vinsælda. Viðfangsefni greinarinnar er að fjalla um opinbera stjórnun á Íslandi og skoða hvort og þá með hvaða hætti íslenskir stjórnendur falla að gildum norrænnar forystu. Gerð var rannsókn að danskri fyrirmynd sem nefnist Opinberir stjórnendur – verkefni og viðhorf. Spurningalisti í formi vefkönnunar var lagður fyrir 1.685 opinbera stjórnendur, 524 svör bárust eða 31%. Megintilgangur rannsóknarinnar var að draga fram áherslur íslenskra stjórnenda í daglegum störfum, viðhorfum til starfsumhverfis og þess ramma sem unnið er í. Skoðað var starfsumhverfi íslenskra og danskra stjórnenda í samhengi við norræn gildi. Helstu niðurstöður benda til þess að opinber stjórnun á Íslandi einkennist af trausti, skýrum verkferlum, stuttum boðleiðum og litlu skrifræði. Helstu hindranir voru lítil áhrif á löggjöf og pólitískt bakland, tækifæri felast hins vegar í að hafa meiri áhrif og auka árangur í starfseminni. Samstarf og tengslanet var gott á vinnustaðnum og sanngjarnar kröfur voru gerðar til stjórnenda. Sérstaða hvors hóps fólst í því að danskir stjórnendur töldu skrifræði vera of mikið og að einfalda mætti verkferla í því sambandi. Íslenskir stjórnendur virtust hins vegar almennt hafa minni áhrif á starfsumhverfið en danskir starfsfélagar. Verkefni og viðhorf íslenskra opinberra stjórnenda ríma við norræn gildi þar sem opin samskipti, gagnrýni í hugsun og umhyggja eru helstu einkennin.
 
Nordic leadership values have gained increased publicity and popularity recently. The paper looks at Icelandic public management. The main research question is if and how Icelandic managers adhere to Nordic leadership values. The research is based on a prior Danish study: Public managers – tasks and opinions. An online questionnaire was sent to 1.685 public managers in Iceland, with 524 respondents so the participation rate is 31%. The main purpose of the research was to highlight the emphasis of Icelandic managers in daily tasks and get their opinions on their working environment and regulatory framework. Another point was to compare the public working environment in Iceland and Denmark regarding the basic values of Nordic leadership. The main findings show that public management in Iceland is characterized by trust, clear work-processes, short chains of command and minimal bureaucracy. Cooperation and social networking at the workplace was positive and reasonable demands towards the managers. At the same time, there seem to be opportunities for the managers to have more influence to enhance performance in their institutions. The main barriers were minimal influence on legislation and the political stakeholders. In comparison, the Danish managers thought bureaucracy too burdensome and that work-processes could be simplified. However, the Danish managers feel they have greater impact and influence on their working environment and political stakeholders. The work-processes and perspectives of Icelandic managers are in line with the Nordic management values: Open communication, critical thinking and care.
 

Leyfi:

This work is licensed under a Creative Commons Attribution 3.0 License

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: