Online communication and adolescent health. Exploring adolescent mental and physical health and online communication in the early 21st century: Longitudinal and cross-sectional perspectives

Hleð...
Thumbnail Image

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

University of Iceland, School of Education, Faculty of Health Promotion, Sport and Leisure Studies

Úrdráttur

In this thesis, I investigate the evolving relationship between online communication and adolescent mental and physical health, focusing on changes over time. The main aim was to assess how online communication relates to mental health outcomes (depression, anxiety, self-esteem, and body image) and physical health, measured as cardiorespiratory fitness (CRF). Additionally, how these relationships have changed in the early 21st century, during a period of significant transformations in online communication, was explored. Three datasets collected from Icelandic adolescents were used. 1) A cohort born in 1988 assessed in 2003 at age 15 (n = 385), 2) a cohort born in 1999 assessed in 2015 at age 15 (n = 302), and 3) the cohort born in 1999 followed up in 2017 at age 17 (n = 236). Measurements included self-reported online communication frequency, validated questionnaires assessing mental health, and objective CRF measurements using a maximal cycle ergometer test. Socioeconomic status (SES) was estimated based on parental education and living arrangements. Statistical analyses included descriptive statistics, multiple regression, analysis of variance, structural equation modeling, and mixed-effects models. Results showed that depressive symptoms increased among adolescent females between 2003 and 2015 while remaining stable for males. Anxiety levels and self- esteem did not change significantly for either sex. Body image improved slightly for males but was stable for females. By 2015, a significant relationship was found between online communication and an increase in depressive and anxiety symptoms in females but not in males. CRF declined from 2003 to 2015, and a negative association between CRF and mental health outcomes was observed. Lastly, online communication had a negative association with mental health and CRF at the age of 15, and that this relationship persisted until the age of 17, regardless of sex and SES. The findings highlight the complex dynamics of online communication and its impact on adolescent mental and physical health. Increased online communication appears to be linked to poorer mental health outcomes particularly for females, possibly mediated by social comparison. Declining CRF underscores the importance of promoting physical fitness alongside mental health interventions. To address these challenges, interventions should integrate both digital literacy and physical activity strategies. This study contributes to a deeper understanding of adolescent well-being in the digital age and provides a foundation for targeted interventions.
Þessi doktorsritgerð fer yfir þróun tengsla á milli netsamskipta, geðheilsu og líkamlegrar heilsu unglinga. Meginmarkmið var að meta hvernig netsamskipti tengjast geðheilsu (þunglyndi, kvíða, sjálfsáliti og líkamsímynd) og líkamlegri heilsu (þreki) við 15 ára aldur. Einnig var skoðað hvernig sambandið milli þessara þátta hefur breyst í upphafi 21. aldarinnar frá 2003 til 2017 þegar miklar breytingarnar í netsamskiptaleiðum áttu sér stað. Rannsóknin byggir á þremur gagnasöfnum á íslenskum ungmennum: Hópi fæddum árið 1988 sem var metinn árið 2003 (n = 385) og hópi fæddum árið 1999 sem var metinn árið 2015 (n = 302) og fylgt eftir árið 2017 (n = 236). Mælingar innihéldu spurningar um netnotkun, gagnreynda spurningalista til að meta geðheilsu og hlutlægar mælingar á þreki. Félags- og efnahagsleg staða var metin út frá menntun foreldra og búsetufyrirkomulagi. Tölfræðigreiningar náðu yfir lýsandi tölfræði, fjölþátta aðhvarfsgreiningu, dreifigreiningu, formgerðargreiningu og marglaga líkanagerð. Niðurstöður sýndu að þunglyndiseinkenni jukust hjá stúlkum á tímabilinu 2003 til 2015 en stóðu í stað hjá drengjum. Kvíðaeinkenni breyttust ekki marktækt hjá hvorugu kyninu og sjálfsálit var stöðugt yfir tímabilið. Líkamsímynd batnaði lítillega hjá drengjum en var óbreytt hjá stúlkum. Árið 2015 komu fram marktæk tengsl milli netsamskipta og aukinna þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá stúlkum, en slík tengsl voru ekki til staðar hjá drengjum. Þrek minnkaði frá 2003 til 2015 og samband fannst milli þreks og geðheilsu. Þrek versnaði einnig frá 2015 til 2017 frá 15 til 17 ára. Þá kom í ljós að netsamskipti höfðu neikvæð áhrif á geðheilsu og þrek við 15 ára aldur og hélst það samband fram til 17 ára aldurs óháð kyni og félagslegri stöðu. Niðurstöður varpa ljósi á flókið samspil netsamskipta og heilsu ungmenna og að vaxandi vinsældir netsamskipta í upphafi 21. aldarinnar virðist vera að hafa neikvæð áhrif á heilsu ungmenna. Niðurstöðurnar benda sérstaklega til þess að aukin samskipti á netinu tengist verri geðheilsu og þá sérstaklega hjá stúlkum og mögulega í gegnum félagslegan samanburð. Minnkandi þrek og tengsl þess við geðheilsu undirstrikar nauðsyn þess að horfa á líkamlega heilsu og geðheilsu í samhengi. Þessar niðurstöður bæta skilning okkar á heilsu unglinga í stafrænum heimi og leggja grunn að frekari rannsóknum og markvissari inngripum

Lýsing

Efnisorð

Online communication, Social media, Adolescents, Mental health, Cardiorespiratory fitness, Doktorsritgerðir, Samfélagsmiðlar, Geðheilsa, Unglingar

Citation