Titill: | Saga og framtíð lyflækninga munns á Norðurlöndunum í alþjóðlegu samhengi |
Höfundur: |
|
Útgáfa: | 2024 |
Tungumál: | Íslenska |
Umfang: | 710210 |
Deild: | Tannlæknadeild |
Birtist í: | Tannlæknablaðið; 42(1) |
ISSN: | 1018-7138 |
DOI: | 1033112/tann.42.1.7 |
Efnisorð: | Lyflækningar munns; Norðurlönd; lýðfræði; menntun; gagnreyndar tannlækningar |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/5383 |
Tilvitnun:Bankvall , M , Legert , K G , Hasséus , B , Rautava , J , Richter , S , Pedersen , A M L , Gjerde , C G , Barkvoll , P & Herlofson , B B 2024 , ' Saga og framtíð lyflækninga munns á Norðurlöndunum í alþjóðlegu samhengi ' , Tannlæknablaðið , bind. 42 , nr. 1 , bls. 66-77 . https://doi.org/1033112/tann.42.1.7
|
|
Útdráttur:Eðli munn- og kjálkasjúkdóma sem sérfræðingar í lyflækningum munns greina og meðhöndla er margvíslegt og oft nátengt öðrum sérgreinum tannlæknis- og læknisfræði. Skilgreining lyflækninga munns á Norðurlöndum er að hluta til ólík. Í Svíþjóð er boðið upp á sérnám í þessari grein. Á öðrum Norðurlöndum er þetta nám aðallega hluti af sérnámi í munn- og kjálkaskurðlækningum eða meinafræði munns. Ekki er sérstakt rannsóknarnám í lyflækningum munns í boði á Norðurlöndum en margar doktorsritgerðir tengjast lyflækningum munns. Hlutfall aldraðra fer vaxandi á öllum Norðurlöndum ásamt fjölgun innflytjenda, sem hvort tveggja krefst sértækrar þekkingar á sviði lyflækninga munns. Framfarir í meðferð ýmissa sjúkdóma sem oft hafa áhrif á munn- og kjálkasvæði gera það að verkum að þörf er á að samþætta þessa sérgrein betur við almenna heilbrigðisþjónustu. Líta ber á forvarnir og meðferð munnsjúkdóma sem jafn mikilvæga og annarra sjúkdóma. Þessu má ná fram með þverfaglegu samstarfi og fræðslu. Í framtíðinni ætti hugtakið „lyflækningar munns“ því að endurspegla tannheilbrigðisþjónustu innan almennrar heilbrigðisþjónustu.
|