Opin vísindi

Sögur af hægaloftinu. Konur og ofbeldi í íslenskum sagnadönsum.

Sögur af hægaloftinu. Konur og ofbeldi í íslenskum sagnadönsum.


Titill: Sögur af hægaloftinu. Konur og ofbeldi í íslenskum sagnadönsum.
Höfundur: Eyþórsdóttir, Ingibjörg
Leiðbeinandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Útgáfa: 2025-02
Tungumál: Íslenska
Umfang: 315
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Íslensku- og menningardeild (HÍ)
Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
ISBN: 978-9935-9811-5-8
Efnisorð: Sagnadansar; Konur; Ofbeldi; Doktorsritgerðir; Women; Violence
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/5322

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Sagnadansar eru munnleg kvæðagrein sem fyrst mun hafa borist hingað til lands frá Noregi og Færeyjum og síðar frá Danmörku. Kvæðagreinin á sér rætur á evrópskum miðöldum og á Norðurlöndum er hún fyrirferðarmikill menningararfur, sérstaklega í Danmörku og Færeyjum. Hér á landi hafa sagnadansar ekki verið jafn miðlæg bókmenntagrein og þar og þeir skera sig auk þess úr öðrum norrænum sagnadönsum í því að falla langflestir í flokk svonefndra riddarakvæða, en annars staðar á vestnorræna svæðinu eru kappakvæði mun fyrirferðarmeiri. Kvæðin hér á landi eru varðveitt í handritum frá síðari hluta 17. aldar og fram á 19. öld, sum þeirra voru hljóðrituð á 20. öld og einstaka kvæði hefur haldið velli fram á okkar daga. Þegar hérlendu kvæðin eru skoðuð nánar kemur í ljós að þau fjalla langflest um konur og samskipti þeirra við karla. Ennfremur er ofbeldi furðualgengt umfjöllunarefni. Í rannsókninni er sjónum beint að þeim kvæðum þar sem þetta fer saman; konur í miðju atburða og ofbeldi. Þetta birtist með ýmsu móti: Karlar beita konur ofbeldi, jafnvel kynferðisofbeldi; konurnar bregðast gjarnan við með því að drepa karlana – eða átökin eru á milli karla um konur. Rannsóknin er þrískipt. Í fyrsta hluta er greint frá rannsóknarsögu, rótum og uppruna kvæðagreinarinnar. Einnig er leitað að ummerkjum um dans og danskvæði í hérlendum bókmenntaarfi miðalda og skrifum af ýmsu tagi frá því eftir siðaskipti. Í öðrum hluta er fjallað um sjálf kvæðin. Sagt er frá umfjöllunarefni, byggingu og málfari kvæðanna, frá handritum, heimildarmönnum – sem oftast voru konur – og skipulagðri söfnun þeirra á 19. öld. Síðan eru tilgreind 52 kvæði, 35 þar sem ofbeldi er miðlægt umfjöllunarefni og 17 af öðrum toga, og í framhaldi af því eru frásagnarliðir, þar sem ofbeldi í ýmsu samhengi kemur fyrir, skilgreindir. Greining kvæðanna eftir frásagnarliðum er hryggjarstykkið í rannsókninni. Þar sést að í sagnadönsum þar sem konur eru beittar ofbeldi birtist iðulega rík samúð með þeim og hlutskipti þeirra. Ennfremur að sagnadansar um afdráttarlaust og harkalegt ofbeldi eru áberandi í elstu handritunum og handritum 18. aldar en taka að týna tölunni þegar kemur fram á 19. öld. Í þriðja hluta er kvæðagreinin skoðuð í samhengi við aðrar bókmenntagreinar hérlendis á ýmsum tímum: heilagra meyja sögur, fornaldar- og riddarasögur, hetjukvæði og Íslendingasögur, rímur og sagnakvæði. Þar kemur í ljós að ákveðinn strengur er á milli hetjukvæða eddukvæðanna sem lögð eru í munn kvenna, sagnakvæða og sagnadansa. Þetta eru greinar sem á einhvern hátt fjalla um hlutskipti kvenna, eru ort út frá þeirra sjónarhorni og samúð í garð kvenna birtist þar. Í hetju- og sagnakvæðum er þó ekki fjallað um ofbeldi í garð kvenna, þótt samfélagið geti leikið þær grátt. Í meykóngasögum og sumum fornaldarsögum má aftur á móti sjá slíkt ofbeldi. Þar er nauðgunum stundum beitt sem refsingu þegar konur hafa brotist út úr þröngt skornum stakki kvenhlutverksins og fyrir að hafa sært heiður karla. Í tveimur sagnadönsum má greina slík viðhorf en að öðru leyti er samúð kvæðanna afdráttarlaust kvennanna megin. Sagnadansarnir eru einnig tengdir við samfélagið sem þeir hrærðust í, með áherslu á lagaramma og afstöðu kirkjunnar til skemmtanahalds og siðferðismála. Þar sést að á sama tíma og refsiharka var mikil og aftökur fyrir svonefnd siðferðisbrot algengar, voru kvæði þar sem samúð í garð kvenna sem sæta ofbeldi áberandi, þau margoft skrifuð upp og nutu augljóslega vinsælda. Þegar aftökur lögðust af rétt fyrir aldamótin 1800, fór uppskriftum á kvæðum af þessum toga fækkandi. Reyndar fer það saman við að sagnadansar almennt taka að hverfa úr minni heimildarmanna á þeim tíma. Þó er sláandi að þau kvæði sem lifa áfram og fjalla um ofbeldi á einhvern hátt eru flest af öðrum toga, í þeim er mun meiri áhersla á yfirnáttúrulega atburði og tengsl við þjóðsögur eru augljós. Að lokum er fjallað um hvaða hlutverki kvæðagreinin geti hafa gegnt í lífi kvennanna sem fluttu og varðveittu sagnadansa. Þar sjáum við konur syngja um erfiða reynslu annarra kvenna og ekki er loku fyrir það skotið að sumar þeirra hafi þannig tjáð eigin hliðstæða reynslu um leið. Þarna var því mögulegt fyrir konur að fjalla um atburði sem alla jafna var erfitt og jafnvel ómögulegt að orða á annan hátt. Jafnvel gerði framandleiki kvæðanna þeim auðveldara að tjá tilfinningar sínar í gegnum þau; þau komu utan frá, lutu ekki hérlendum bragreglum og voru jafnvel ekki á kórréttu máli. Þau eru einnig hlaðin ljóðrænu, endurtekningum og formúlum – enda munnleg danskvæði – og því einstaklega sefjandi og áhrifamikil. Sagnadansar gætu því hafa verið eini vettvangurinn þar sem hægt var að tjá sig um svo erfið málefni. Ritgerðin fjallar því ekki síst um hvernig þessi sérkennilegu kvæði hafa náð að lifa sem hluti af menningararfi kvenna, og hvernig konur gáfu þeim bæði rödd og hljóm.
 
The traditional ballad is an oral, narrative poetical genre that initially came to Iceland from Norway and the Faroe Islands, and later also from Denmark. The genre originated in the European Middle Ages and is a big part of the cultural heritage in the Nordic countries, especially Denmark and the Faroe Islands. The ballads preserved in Iceland differ from the genre in other West Nordic countries, as most of the ballads in Iceland can be classified as chivalric ballads, whereas in other countries in the West Nordic area, heroic ballads are the most common. The Icelandic ballads are mainly preserved in manuscripts from the second half of the 17th century until early 19th century, but some of them lived longer and were recorded on tape in the 20th century. When ballads preserved in Iceland are examined closely, it becomes clear that in most cases, women’s stories are their main topic, and in many of them, women’s relationships with men are the theme. Furthermore, violence is surprisingly common within the ballads. In this study, attention is directed at the ballads which combine these themes, women as protagonists, and violence. Sometimes men use violence against women, often sexual violence, and the women often respond by killing the men; or the conflict is between men over women, and they end up killing each other. The research is threefold. In the first part, the research history, roots and origin of the ballads are introduced. Traces of dance and dance-related poetry in Icelandic medieval literature are examined, along with more recent sources from the early modern period. In the second part, the ballads themselves are analysed. Their topic, structure and language are discussed, as well as the early manuscripts, the informants – who were mostly women, and organised collection of ballads in the 19th century. Then 52 ballads, 35 concerning violence and 17 on other subjects, will be presented and analysed in more detail, and subsequently narrative themes where violence occurs in various contexts are defined. The analysis of the ballads according to their narrative themes is the backbone of the study. The conclusion of that section is that the ballads show strong sympathy or pathos for women and their fate. Furthermore, ballads of harsh violence can be found in manuscripts from the 17th and most of the 18th centuries but begin to disappear early in the 19th century. In the third part, the ballads will be compared to other literary genres over a long period of time. In this comparison, we see connection between eddic heroic poems that have a feminine viewpoint, sagnakvæði (narrative poetry with eddic metrics) and the ballads. These are all genres that in some way deal with the fate of women, are told from their point of view, and show compassion for women. Heroic eddic poetry and sagnakvæði do not, however, deal with violence against women. viii On the other hand, such violence can be seen in some legendary sagas and chivalric sagas composed in Iceland, known as maiden-king sagas. There, rape is often used as a punishment for stepping out of the narrow confines of the female role and for undermining or destroying men’s honour. In two ballads such attitude can be discerned, but otherwise their sympathy is on the women’s side. In this section, the ballads are also connected to contemporary society, with an emphasis on its legal framework and the church’s view on entertainment and moral issues. It is shown that at a time when punishment was severe and executions for sexual and moral offenses were common, ballads expressing sympathy for women who were subject to violence were prominent, can be found in many manuscripts, and obviously enjoyed popularity. When executions stopped just before the turn of the 19th century, the number of ballads of this nature decreased in manuscripts. In fact, it coincides with the fact that the ballads in general begin to fade from the nation’s memory. However, it is striking that the ballads that lived on and deal with violence in some ways are mostly of a different nature, with a much greater emphasis on supernatural events, and their connection with folklore is obvious. n the only forum where such difficult issues could be expressed. The dissertation discusses how these peculiar poems survived as a part of women’s literary heritage and how women gave them voice and sound.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: