Opin vísindi

Litla Hollywood í Hafnarfirði : Staðmiðaður lesháttur og íslensk kvikmyndagerð á upphafsárum lýðveldisins

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Vilhjálmsson, Björn Þór
dc.date.accessioned 2025-01-10T01:10:11Z
dc.date.available 2025-01-10T01:10:11Z
dc.date.issued 2024-09-27
dc.identifier.citation Vilhjálmsson , B Þ 2024 , ' Litla Hollywood í Hafnarfirði : Staðmiðaður lesháttur og íslensk kvikmyndagerð á upphafsárum lýðveldisins ' , Ritið , bind. 24 , nr. 2 , bls. 328-363 . https://doi.org/10.33112/ritid.24.2.12
dc.identifier.issn 1670-0139
dc.identifier.other 233870672
dc.identifier.other 3bf0eed0-ca93-4eef-9aec-000224e63849
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/5261
dc.description.abstract Í þessari grein er fjallað um lítt þekkt kvikmyndaumsvif Ásgeirs Long og Valgarðs Runólfssonar á sjötta áratug síðustu aldar. Þá sendu þeir frá sér annars vegar stuttmyndina Tunglið, tunglið taktu mig og svo hins vegar tíðarandaaðlögun á þjóðsagnaævintýrinu Gilitrutt, en síðarnefnda myndin var í fullri lengd og að hluta í lit. Fyrrnefnda stuttmyndin getur talist fyrsta íslenska vísindaskáldskaparmyndin, en hún segir frá ferðalagi til tunglsins í geimflaug. Þegar þangað er komið hittir geimfarinn Karlinn í tunglinu fyrir og lendir í kjölfarið í klóm ógnvænlegs köngulóarskrýmslis. Gilitrutt fjallar um bóndahjón sem lenda í útistöðum við tröllskessu sem býr í nálægu fjalli og sleppa með skrekkinn. Kvikmyndaaðlögunin er að mestu leyti trú þjóðsögunni, en nokkrar þungvægar breytingar eru þó gerðar og um þær er fjallað í greininni. Kvikmyndirnar eru báðar skoðaðar í ljósi frásagnaraðferðar, tæknilegrar umgjarðar, sjónrænnar áferðar og menningarlegra skírskotana, auk þess sem kvikmyndastarf Ásgeirs og Valgarðs er sett í sögulegt samhengi. Þá er sett fram viðtökufræðileg kenning um staðmiðaðan leshátt fyrir íslenskar kvikmyndir á tímabilinu fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs, en viðmiðin fyrir slíkan leshátt eru skýrð með tilvísun til fræðaskrifa um kvikmyndagerð smáþjóða.
dc.format.extent 2908434
dc.format.extent 328-363
dc.language.iso is
dc.relation.ispartofseries Ritið; 24(2)
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.title Litla Hollywood í Hafnarfirði : Staðmiðaður lesháttur og íslensk kvikmyndagerð á upphafsárum lýðveldisins
dc.type /dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/contributiontojournal/article
dc.description.version Peer reviewed
dc.identifier.doi 10.33112/ritid.24.2.12
dc.relation.url https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/243/223
dc.contributor.department Íslensku- og menningardeild


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu