Opin vísindi

Þegar eldurinn slokknar : um ævintýri, miðlun og möguleika

Þegar eldurinn slokknar : um ævintýri, miðlun og möguleika


Titill: Þegar eldurinn slokknar : um ævintýri, miðlun og möguleika
Höfundur: Guðmundsdóttir, Aðalheiður
Útgáfa: 2024
Tungumál: Íslenska
Umfang: 496014
Deild: Íslensku- og menningardeild
Birtist í: Milli mála; 16(1)
ISSN: 2298-1918
Efnisorð: þjóðsögur; ævintýri; gagnagrunnur; Ævintýragrunnurinn; ATU 480
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/5225

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Guðmundsdóttir , A 2024 , ' Þegar eldurinn slokknar : um ævintýri, miðlun og möguleika ' , Milli mála , bind. 16 , nr. 1 , bls. 58-83 .

Útdráttur:

Í greininni er fjallað um Ævintýragrunninn – gagnagrunn sem var settur saman í þeim tilgangi að auðvelda rannsóknir á íslenskum ævintýrum og samanburð á þeim. Grunnurinn var upphaflega kennslu verkefni og aðgengilegur í tilraunahefti en að lokum var hann sameinaður sagnagrunninum (Sagnagrunnur.com) árið 2016. Sagna grunnurinn, og Ævintýragrunnurinn þar með, voru svo fluttir yfir til Ísmús.is árið 2022 en við það breyttist viðmót þeirra og leitarmöguleikum fjölgaði (https://www.ismus.is/tjodfraedi/ aevin tyri/). Í greininni eru notkunarmöguleikar grunnsins kynntir og sýnt er fram á nytsemi hans við rannsóknir á íslenskum ævintýr um og dæmi tekið, þar sem nánar er litið á ævintýragerð nr. ATU 480 (The Kind and the Unkind Girls) sem naut umtalsverðra vinsælda á Íslandi. Ævintýrið segir frá dóttur karls og kerlingar sem er send eftir eldi. Hún kemur að lokum að helli vættar þar sem hún sýnir mann kosti sína og uppsker ríkulega í sögulok. Að lokum eru íslensk tilbrigði sög unnar borin saman við sögu frá síðmiðöldum, Illuga sögu Gríðar fóstra, sem fylgir sama grunnmynstri og ævintýra gerðin.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: