Fæða sem mígrenikveikja


Titill: Fæða sem mígrenikveikja
Aðrir titlar: Food as migraine trigger
Höfundur: Haraldsdottir, Hadda Margret
Gunnarsdóttir, Ingibjörg
Ingadottir, Arora Ros   orcid.org/0000-0003-4593-3739
Sveinsson, Ólafur Árni
Útgáfa: 2024-12
Tungumál: Íslenska
Umfang: 7
Deild: Önnur svið
Matvæla- og næringarfræðideild
Læknadeild
Birtist í: Læknablaðið; 110(12)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2024.12.818
Efnisorð: Næringarfræðingar; Taugasjúkdómafræði; Humans; Migraine Disorders/diagnosis; Iceland/epidemiology; Risk Factors; Adult; Feeding Behavior; Middle Aged; Male; Female; Food/adverse effects
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/5176

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Haraldsdottir , H M , Gunnarsdóttir , I , Ingadottir , A R & Sveinsson , Ó Á 2024 , ' Fæða sem mígrenikveikja ' , Læknablaðið , bind. 110 , nr. 12 , bls. 564-570 . https://doi.org/10.17992/lbl.2024.12.818

Útdráttur:

Ágrip  Inngangur Mígreni er taugasjúkdómur sem einkennist af slæmum höfuðverk sem fylgir gjarnan ógleði auk ljós- eða hljóðfælni. Mígrenikveikjur eru innri eða ytri þættir sem geta aukið líkur á mígrenikasti. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að mígrenisjúklingar hafa getað tengt köst sín við neyslu ákveðinna fæðutegunda en engin rannsókn á því hefur verið gerð hérlendis Markmið rannsóknarinnar var að skoða hversu stórt hlutfall einstaklinga með mígreni á Íslandi tengir einkenni sín við neyslu ákveðinna fæðutegunda. Aðferðir Rafrænn spurningalisti var lagður fyrir tvo hópa, 18 ára og eldri, annars vegar meðlimi Facebook-hópsins „Mígreni“ (n=395) og hins vegar sjúklinga í eftirliti hjá taugalækni (n=108). Alls voru 503 sem opnuðu könnunina (19,6% af þeim sem voru í Facebook- hópnum og 65% af þeim sem voru hjá taugalækni). Þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu ákveðnar fæðutegundir gætu aukið líkur á mígrenikasti og voru svarmöguleikarnir aldrei/sjaldan, stundum, oft eða alltaf. Eins var spurt um tegund mígrenis, lyfjanotkun og lýðfræðilega þætti. Niðurstöður Af 466 þátttakendum sem svöruðu, sögðu 354 einstaklingar (76%) að neysla ákveðinna tegunda af mat yki oft eða alltaf líkur á mígrenikasti. Hlutfallið var hærra í Facebook-hópnum (78%) en í hópnum sem var í meðferð hjá taugalækni (66%, p=0,007). Rauðvín og að sleppa máltíðum (svengd) voru algengustu kveikjurnar, þar sem >50% sögðu kveikjurnar oft eða alltaf valda mígreniskasti. Aðrar algengar kveikjur voru hvítvín, lakkrís og reykt kjöt en 20-50% þátttakenda sem nefndu þær sem kveikjur. Ályktun Matur virðist algeng kveikja mígrenis og voru helstu fæðutengdu kveikjurnar svipaðar þeim sem greint hefur verið frá í erlendum rannsóknum. Hins vegar hafa fyrri rannsóknir ekki sýnt lakkrís sem algenga fæðukveikju fyrir mígreni og reykt kjöt var algengari kveikja en sést hefur í erlendum rannsóknum. BACKGROUND AND AIMS: Migraine is a neurological disorder that is characterized by severe headaches and temporary motor and sensory disturbances. Migraine triggers are internal or external factors that can increase the likelihood of a migraine attack. Some individuals with migraine associate their attacks with the consumption of certain types of food, but no have been conducted in Iceland. The aim of the study was to estimate the proportion of individuals with migraine in Iceland who associate their symptoms with consuming certain types of food. METHODS: An electronic questionnaire was submitted to two groups (≥18 years old), members of the Icelandic Facebook group 'Migreni' (n=395 and to patients being treated by a neurologist (n=108), with the question if they thought certain foods could trigger migraine attacks. A total of 503 opened the survey (19.6% in the Facebook group and 65% managed by a neurologist). Response options were never/rarely, sometimes, often, or always. Other questions included types of migraine, medication use and background. RESULTS: Out of 466 participants, 354 individuals (76%) claimed that food often or always triggered their migraine. The proportion was higher in the Facebook group than in the neurologist group (78% vs. 66%, p=0.007). Red wine and skipping meals (hunger) were the most common food-related triggers, reported as triggers often or always by >50%. Other common food triggers included white wine, liquorice, and smoked meat; they were reported as triggers by 20-50% of participants. CONCLUSION: Food seems to be a common migraine trigger, and the main food-related triggers were similar to those reported in other studies. However, previous studies have not shown liquorice as a common food trigger for migraines, and smoked meat was found to be a more common trigger than seen in other studies.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: