Þessi ritgerð greinir nýlega íslenska hinsegin sögu með áherslu á árin 1990–2010. Á þessu tímabili færðust íslenskir hommar og lesbíur frá því að vera utangarðs utan þjóðarímyndarinnar og tóku sér stöðu innan hennar. Löggjöf um staðfesta samvist milli samkynja para tók gildi árið 1996, vernd gegn mismunun og rétturinn til ættleiðinga fylgdi á hæla hennar, en jafnrétti til hjónabands náðist árið 2010 undir ríkisstjórn fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims. Þessi saga er orðin hluti af sjálfsmynd Íslendinga sem sjá þjóðina sem „hinsegin útópíu“ eða „hinsegin paradís“: hún er merki um einstakt umburðarlyndi, fjölbreytileika og framfarir þjóðarinnar.
Þessi ritgerð gagnrýnir þessa viðteknu frásögn í gegnum kenningar Benedicts Anderson um þjóðir og þjóðernishyggju, kenningar Michel Foucault um kynverund og nýfrjálshyggju, kenningar Lisu Duggan um samkynhneigð viðmið, kenningar Jasbir Puar um samkynhneigða þjóðernishyggju og kenningar Söru Ahmed um hrif. Með sifjafræðilegri greiningu og orðræðugreiningu á opinberum heimildum—greinum í dagblöðum og tímaritum, opinberum skýrslum, predikunum, þingræðum, heimildamyndum, viðtölum—birtist önnur sýn á nýlega íslenska hinsegin sögu þar sem hinsegin fólk endurstaðsetur sig gagnvart risi stjórnvaldstækni nýfrjálshyggjunnar á Íslandi á 10. áratugnum. Sumir urðu hluti af hinu endurímyndaða samfélagi þjóðarinnar sem hafði umfaðmað samkynhneigð viðmið og samkynhneigða þjóðernishyggju en aðrir—sérstaklega trans, tvíkynhneigt og kynsegin fólk—hurfu sjónum.
Þessi ritgerð setur fram röksemdafærslu sína með fjórum greinum. Sú fyrsta rannsakar sameiginlegu minninguna um sögu réttindabaráttu homma og lesbía sem tók að mótast upp úr aldamótum. Þessi minning sléttir út allt sem gæti flækt línulegu framfarafrásögnina af innlimun homma og lesbía inn í þjóðina. Útilokanir á öðrum hinsegin hópum falla utan minningarinnar og virkt hlutverk ríkisins í því að ná þessum innlimunum og útilokunum fram er gleymt og grafið. Sögulegu samhengi aðlagana að nýfrjálshyggju er haldið utan sviðs og skilyrðin sem lögð voru fyrir homma og lesbíur—eðlileiki og þjóðerni í skiptum fyrir hjónaband og virðuleika—eru skilin eftir ósögð.
Önnur greinin færir rök fyrir því að baráttan um jafnrétti til hjónabands hafi orðið að miðpunkti stjórnvaldstækni og sjálfsverusköpunar nýfrjálshyggjunnar á rannsóknartímabilinu. Þegar bæði ríkið og samfélag homma og lesbía tók að samsama sig kröfunni um jafnrétti til hjónabands á 10. og 1. áratugnum tók samband þeirra að breytast. Á Íslandi er hægt að rannsaka þetta ferli óvenjulega grannt út af „norræna samrunanum“ sem finnst þar milli þjóðkirkjunnar, ríkisins og þjóðarinnar, en það var hefð fyrir því að sjá þetta þrennt sem svo gott sem eitt. Þegar þjóðkirkjan snerist gegn jafnrétti til hjónabands á grundvelli andstöðu sinnar gegn nýfrjálshyggju, þá færðist hún í átt að jaðri þjóðarímyndarinnar á meðan sá hluti samfélags homma og lesbía sem sóttist eftir hjónabandi færðist nær ríkinu í miðju hennar. Í þessu ferli styrkti nýfrjálshyggjan tök sín á fólki og stofnunum með því að vera tengd framförum, jafnrétti og sjálfri þjóðinni.
Þriðja greinin færir fyrir því rök að ris gleðinnar sem táknmyndar Reykjavík Pride-göngunnar—eða “gleðigöngunnar” eins og hún er svo oft kölluð—hafi virkað sem aðferð til að innleiða samkynhneigð viðmið og samkynhneigða þjóðernishyggju. Með notkun hrifakenninga skoðar greinin orðræðurnar í kringum gleðigönguna sem kynna hana sem afl sem sameinar í gleði hinsegin fólkið í göngunni annarsvegar og þjóðina sem horfir á hana hins vegar. Þar með þurrkar gangan út eða kemur í staðinn fyrir liðna fordóma og sár sem voru til milli þeirra tveggja. Í staðinn birtist gleði og þakklæti göngufólksins í garð þjóðarinnar fyrir veitt samþykki sitt í samtímanum. Á þennan hátt gerir gleðigangan Íslendinga glaða og stolta af sameiningu sinni en afneitar fortíðinni og blæs nýju lífi í íslenska þjóðernishyggju á nýrri öld, sem jafnframt felur í sér útilokanir á útlendingum og innflytjendum.
Fjórða greinin sýnir hvernig sjálfsverustaða nýfrjálshyggjunnar laumaðist inn í sjálfsframsetningar homma á rannsóknartímabilinu. Með hliðsjón af orðræðugreiningu á lífsstílsviðtölum við homma í glanstímaritum heldur greinin því fram að hommarnir hafi sett sig sjálfa fram og verið mótaðir sem ábyrgir, hamingjusamir nýfrjálshyggjuborgarar. Þetta gera þeir í gegnum orðræður sem ganga út á jákvæðni, hamingju, sjálfsvinnu og athafnamennsku, en einnig með því að færa ábyrgðina á sárum og fordómum fortíðarinnar frá hómófóbískum samfélagsstrúktúrum og yfir á þá sjálfa og þeirra eigin fordóma fyrir sjálfum sér. Þetta frelsar þjóðina undan sök og gerir innlimun í hana mögulega, innlimun sem er laus við átök, yfirbót eða skilning á fortíðinni.
Saman sýna greinarnar fjórar hvernig orðræður um þjóðerni, hinseginleika og nýfrjálshyggju sköruðust á rannsóknartímabilinu og mótuðu nýjar hugmyndir, bæði um hið eðlilega og jafnframt um hinseginleika og framandleika. Nýfrjálshyggja öðlaðist nýja stöðu sem mælistika þjóðernis og hins eðlilega. Með því að tengja sig við gleði og framfarir þjóðarinnar hafnaði hin nýja, nýfrjálshyggjuvædda þjóðarímynd gagnrýnu, reiðu hinsegin fólki og öðrum, sérstaklega innflytjendum, sem voru settir fram sem vanþróaðir, ómóttækilegir fyrir nýfrjálshyggju og hómófóbískir í senn.
Á þessari stundu, þegar róttækar breytingar eru að verða á virkni stjórnvaldstækni nýfrjálshyggjunnar með risi öfgahægrisins á Vesturlöndum, þá sýnir þessi saga hversu fallvölt réttindi og samþykki hinsegin fólks eru ef þau eru byggð á því að aðlaga sig nýfrjálshyggjunni. Þetta sýnir einnig hver leiðin fram á við gæti verið: gagnrýni, samtakamáttur og andstaða sem beinist gegn nýfrjálshyggjunni í sjálfri sér.
This thesis examines recent Icelandic queer history, focusing on the years 1990–2010.
During this period, Icelandic gays and lesbians moved from an outsider to an insider
position within the national imaginary. A law allowing civil partnership between samesex couples was passed in 1996, protection against discrimination and adoption rights
soon followed, while full marriage equality was reached in 2010 under the government
of the world’s first openly homosexual prime minister. This story has become a part of
Icelanders’ self-representation of their nation as a “queer utopia” or “queer paradise”,
a sign of the nation’s exceptional tolerance, diversity, and progressiveness.
This thesis critiques this received narrative through the theoretical positions of Benedict
Anderson’s critique of nation and nationalism, Michel Foucault’s critique of sexuality
and neoliberalism, Lisa Duggan’s critique of homonormativity, Jasbir Puar’s critique of
homonationalism, and Sara Ahmed’s theory of affect. Through genealogical and
discourse analysis of public sources—newspaper and journal articles, official reports,
church sermons, parliamentary speeches, documentaries, interviews—another view of
recent Icelandic queer history emerges, in which LGBTQ+ subjects reposition
themselves in response to the rise of neoliberal governmentality in Iceland in the
1990s, with some becoming part of the reimagined community of the homonormative,
homonationalist nation, while others—especially trans, bisexual, and genderqueer
people and radical gays and lesbians—receded from the national view.
This thesis makes its argument through four papers. The first analyses the collective
memory of the history of the gay and lesbian rights struggle which started to emerge in
the 2000s. This memory smoothed out anything that could complicate the progressive
linearity of gay and lesbian inclusion into the nation. Exclusions of other queer groups
were overlooked and the active role of the state in bringing about the
inclusions/exclusions was buried. The historical context of adaptations to neoliberalism
was kept out of view and the conditions laid for gays and lesbians—normality and
nationality through marriage and respectability—left out.
The second paper argues that the struggle for marriage equality became a nexus of
neoliberal governmentality and subjectivization during the research period. As both the
state and the gay and lesbian community came to identify themselves with the cause of
marriage equality in the 1990s and 2000s, their relationship shifted. In Iceland, this
process can be studied in unusual detail because of the “Nordic fusion” found there
between National Church, state, and nation, the three traditionally being seen almost as
one. As the National Church opposed marriage equality on anti-neoliberal terms, it
moved towards the margins of the national imaginary while the marriage-aspiring gay
vi
and lesbian community moved towards the state in the centre. In the process,
neoliberalism strengthened its hold on people and institutions as it became identified
with progress, equality, and the nation.
The third paper argues that the emergence of joy as the emblem of the Reykjavík Pride
Parade—popularly called “the March of Joy”—served as a technology for the
implementation of homonormativity and homonationalism. Through the use of affect
theory, the paper analyses the discourses around the March of Joy which present it as
unifying in joy the marching, LGBTQ+ people on the one hand and the spectating
nation on the other. Thereby, the march erases or overrides past hurts and prejudices
between the two, replacing them with the marchers’ joyous gratitude towards the nation
for its acceptance in the present. Thus, the March of Joy makes Icelanders joyfully
proud of their past-denying unity and serves to revitalize Icelandic nationalism for a new
century, with concomitant exclusions of foreigners and immigrants. The fourth paper shows how neoliberal subjectivity crept into gay men’s selfrepresentations during the research period. Through discourse analysis of lifestyle interviews with gay men in glossy magazines, the article argues that the men came to represent themselves and be constructed as responsible, happy, neoliberal citizens through discourses of positivity and happiness, self-work and entrepreneurialism, and the displacement of past hurts and prejudices from homophobic social structures onto the men themselves and their own self-prejudice. This frees the nation from blame and allows for inclusion without confrontation, compensation, or understanding of the past. Taken together, the four papers show how discourses of nationality, queerness, and neoliberalism intersected over the research period to construct radically new ideas of the normal and the national and thus of the queer and the foreign. Neoliberalism came to occupy a new position as the arbiter of nationality and normality. Associated with the emotion of joy and the progress of the nation, the new, neoliberal national imaginary rejected critical, angry queers and national others, especially immigrants, who were constructed as at once anti-neoliberal, backwards, and homophobic. In the current moment of radical shifts in the functioning of neoliberal governmentality, with the rise of the far right in the West, this shows the precarity of LGBTQ+ people’s rights and social acceptance based on adaptations to neoliberalism, while indicating the way forward: critique, alliance, and resistance against the neoliberal project itself.