Opin vísindi

„Ég er enn að hugsa um að byrja aftur“: Ástæður brotthvarfs meðal háskólanema í Íslensku sem öðru máli

Skoða venjulega færslu

dc.contributor.author Þorgeirsdóttir, Brynja
dc.date.accessioned 2024-08-15T01:06:56Z
dc.date.available 2024-08-15T01:06:56Z
dc.date.issued 2024-06-03
dc.identifier.citation Þorgeirsdóttir , B 2024 , ' „Ég er enn að hugsa um að byrja aftur“: Ástæður brotthvarfs meðal háskólanema í Íslensku sem öðru máli ' , Netla . https://doi.org/10.24270/netla.2024/7
dc.identifier.issn 1670-0244
dc.identifier.other 227759474
dc.identifier.other 5f247499-c6c5-4fbe-994a-8602dfdc50c5
dc.identifier.other ORCID: /0000-0003-1474-5604/work/161276083
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/4966
dc.description.abstract Markmið þessarar rannsóknar var að leiða í ljós helstu ástæður mikils brotthvarfs meðal BA nemenda í Íslensku sem öðru máli, í þeim tilgangi að leita leiða til að sporna gegn því. Aðeins um 16% nemendanna útskrifast með BA gráðu í samanburði við 53% grunnnema í Háskóla Íslands sem heild. Rannsóknir á liðnum áratugum hafa aukið skilning á því hvernig ýmsar félagslegar, menningarlegar, efnahagslegar og stofnanalægar breytur, í samspili við einstaklingsbundna þætti, hafa áhrif á ákvörðun nemenda um að hætta námi fyrir útskrift. Meginrannsóknarspurningin í þessari rannsókn var hvernig nemendur skýra eigið brotthvarf, ásamt því hvert markmið þeirra væri með náminu og hvað einkennir samsetningu hópsins. Spurningakönnun var send á alla nemendur sem hafa skráð sig í námið síðastliðin tíu ár (2013 til 2023). Fjöldi í þýði var 1150 nemendur og var svarhlutfall 37,5%. Niðurstöður sýna að nemendahópurinn er afar ólíkur öðrum grunnnemum í íslenskum háskólum hvað varðar fjölbreyttan uppruna, atvinnuþátttöku og aldur. Mikill meirihluti, eða 82%, ætlar sér að útskrifast af námsbrautinni en mætir ýmsum hindrunum. Svarendur nefna helst skort á tíma, efnahagslegar og vinnutengdar ástæður ásamt óánægju með áherslur í náminu og tengingu þess við markmið þeirra og félagslegan veruleika. Námsskipulagið hafi verið steinn í götu þeirra og fjarnám eða sveigjanlegra skipulag myndi auðvelda þeim ástundun. Þrátt fyrir það telja um 70% þeirra sem hættu að námið hafi gagnast þeim vel. Niðurstöðurnar gefa til kynna mikilvæg tækifæri til úrbóta, svo sem breytingar á verklagi, skipulagi, þróun kennsluhátta og kennslumenningar. Enn fremur birtust skýrar vísbendingar um tækifæri til að tengja námsáherslur betur við fjölbreyttan reynsluheim og markmið nemenda, og að öflugri upplýsingagjöf ásamt sterkara námssamfélagi gæti unnið gegn brotthvarfi.
dc.format.extent 957704
dc.format.extent
dc.language.iso
dc.relation.ispartofseries Netla; ()
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.subject Brotthvarf
dc.subject Brottfall
dc.subject Íslenska sem annað mál
dc.subject háskólanám
dc.subject Education
dc.title „Ég er enn að hugsa um að byrja aftur“: Ástæður brotthvarfs meðal háskólanema í Íslensku sem öðru máli
dc.type /dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/contributiontojournal/article
dc.description.version Peer reviewed
dc.identifier.doi 10.24270/netla.2024/7
dc.relation.url https://doi.org/10.24270/netla.2024/7
dc.contributor.department Íslensku- og menningardeild


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu