Opin vísindi

The Structural Dynamics of Sox2: Deciphering the Role of Intrinsically Disordered Regions in Pioneer Transcription Factors

The Structural Dynamics of Sox2: Deciphering the Role of Intrinsically Disordered Regions in Pioneer Transcription Factors


Titill: The Structural Dynamics of Sox2: Deciphering the Role of Intrinsically Disordered Regions in Pioneer Transcription Factors
Höfundur: Bjarnason, Sveinn
Leiðbeinandi: Pétur Orri Heiðarsson
Útgáfa: 2024-05-10
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ)
School of Engineering and Natural Sciences (UI)
Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild (HÍ)
Faculty of Life and Environmental Sciences (UI)
ISBN: 978-9935-9769-4-9
Efnisorð: Doktorsritgerðir; Sox2; Stofnfrumur; Hermun; DNA kjarnsýra; Lífefnafræði; Stem cell research; DNA; Nucleosomes; Förster Resonance Energy Transfer; Nuclear Magnetic Resonance spectroscopy; Computer Simulation; Biochemistry
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4918

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Þessi ritgerð skoðar hlutverk ómótaðra próteina og svæða í kjarna heilkjörnunga, með áherslu á frumkvöðla umritunarþáttinn Sox2. Sox2 er þekkt fyrir hlutverk sitt í viðhaldi á fjölhæfni stofnfrumna og fyrir að hefja breytingar á tjáningu gena sem eru nauðsynlegar fyrir þróun og endurforritun frumna. Við skoðuðum hið dýnamíska samspil á milli Sox2, DNA og litnisagna. Með notkun háþróaðra aðferða eins og staksameinda FRET og kjarnsegulómum, ásamt tölvu hermunum, köfuðum við ofan í þær flóknu breytingar sem verða á aðgengileika ómótaðra virkjunarsvæða af völdum bindingar við DNA og litnisagnir. Niðurstöður okkar sýna að hreyfanleiki C-enda IDR Sox2 er stýrt af samskiptum innansameinda hleðslna og samskipti Sox2 við DNA veldur verulegri breytingu á mengi bygginga próteinsins án þess að hafa áhrif á DNA bindigetu. Auk þess greindum við stutta amínósýruröð innan ómótaðs svæðis Sox2 sem víxlverkar við histón próteinin í litnisögnum, dregur úr innankeðju hreyfanleika, og hefur mögulega áhrif á byggingu litnisagna. Með því að nota bæði Widom-601 og náttúrulegar litnisagna raðir, sýnum við hvernig Sox2 endurmótar litnisagnir og vörpum ljósi á eiginleika Sox2 til að fjarlægja histón H1. Með því að afhjúpa byggingarlegan breytileika Sox2 í samskiptum við litni, leggur þessi ritgerð grunn að þekkingu sem gæti leitt til þróunar á hnitmiðuðum aðferðum til að bæta endurforritunarhæfni Sox2.
 
Þessi ritgerð skoðar hlutverk ómótaðra próteina og svæða í kjarna heilkjörnunga, með áherslu á frumkvöðla umritunarþáttinn Sox2. Sox2 er þekkt fyrir hlutverk sitt í viðhaldi á fjölhæfni stofnfrumna og fyrir að hefja breytingar á tjáningu gena sem eru nauðsynlegar fyrir þróun og endurforritun frumna. Við skoðuðum hið dýnamíska samspil á milli Sox2, DNA og litnisagna. Með notkun háþróaðra aðferða eins og staksameinda FRET og kjarnsegulómum, ásamt tölvu hermunum, köfuðum við ofan í þær flóknu breytingar sem verða á aðgengileika ómótaðra virkjunarsvæða af völdum bindingar við DNA og litnisagnir. Niðurstöður okkar sýna að hreyfanleiki C-enda IDR Sox2 er stýrt af samskiptum innansameinda hleðslna og samskipti Sox2 við DNA veldur verulegri breytingu á mengi bygginga próteinsins án þess að hafa áhrif á DNA bindigetu. Auk þess greindum við stutta amínósýruröð innan ómótaðs svæðis Sox2 sem víxlverkar við histón próteinin í litnisögnum, dregur úr innankeðju hreyfanleika, og hefur mögulega áhrif á byggingu litnisagna. Með því að nota bæði Widom-601 og náttúrulegar litnisagna raðir, sýnum við hvernig Sox2 endurmótar litnisagnir og vörpum ljósi á eiginleika Sox2 til að fjarlægja histón H1. Með því að afhjúpa byggingarlegan breytileika Sox2 í samskiptum við litni, leggur þessi ritgerð grunn að þekkingu sem gæti leitt til þróunar á hnitmiðuðum aðferðum til að bæta endurforritunarhæfni Sox2.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: