Title: | Mismunandi gengi nemenda í PISA 2012 í stærðfræði eftir stærð skóla : Hefur menntun og starfsreynsla kennara áhrif? |
Author: |
|
Date: | 2016 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 23 |
School: | Menntavísindasvið |
Department: | Deild faggreinakennslu |
Series: | Tímarit um uppeldi og menntun; 25(1) |
ISSN: | 2298-8394 |
Subject: | Stærðfræði; Læsi; Kennaramenntun; Starfsreynsla; Kennarar; Námsefni; Pisa; Stærðfræði; Læsi; Kennaramenntun; Starfsreynsla; Kennarar; Námsefni; Pisa; Stærðfræði (allt) |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/4848 |
Citation:Bjarnadóttir , K & Hreinsdóttir , F 2016 , ' Mismunandi gengi nemenda í PISA 2012 í stærðfræði eftir stærð skóla : Hefur menntun og starfsreynsla kennara áhrif? ' , Tímarit um uppeldi og menntun , bind. 25 , nr. 1 , bls. 85−107 . < https://hdl.handle.net/20.500.11815/1011 >
|
|
Abstract:Athugun á niðurstöðum í stærðfræði í PISA-rannsókninni 2003 sýndi að árangur nemenda í tveimur stærstu skólunum var marktækt betri en í minni skólum. Sérstaklega var árangurinn slakur í skólum með 11–25 þátttakendur. Athugun á árangri í dönskum skólum í sömu PISA-rannsókn sýndi einnig betra gengi í stórum skólum en litlum. Þegar niðurstöður PISA 2012 á Íslandi voru komnar fram var Námsmatsstofnun beðin að flokka skólana í fjóra flokka eftir fjölda þátttakenda í PISA-rannsókninni. Árangur í flokki stærstu skólanna reyndist marktækt betri en í minni skólum. Til að grafast fyrir um hugsanlegar ástæður þessa var gerð könnun meðal stærðfræðikennara valinna skóla. Kennarar voru spurðir um menntun þeirra, starfshlutfall við stærðfræðikennslu, reynslu af stærðfræðikennslu á unglingastigi og námsefni í stærðfræði. Niðurstöður benda til þess að hátt starfshlutfall við stærðfræðikennslu, löng starfsreynsla og sér í lagi samfella í kennslu, það er reynsla kennara af að kenna sama hópi og sama námsefni yfir lengra tímabil en eitt skólaár, stuðli að góðum árangri nemenda.
|