Opin vísindi

The Promise of Iceland: An ethnography of happiness among transnational parents

The Promise of Iceland: An ethnography of happiness among transnational parents


Titill: The Promise of Iceland: An ethnography of happiness among transnational parents
Aðrir titlar: Loforð Íslands: Mannfræðirannsókn á hamingju þverþjóðlegra foreldra
Höfundur: Barillé, Stéphanie
Leiðbeinandi: Unnur Dís Skaptadóttir
Útgáfa: 2024-04
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
ISBN: 978-9935-9773-0-4
Efnisorð: Doktorsritgerðir; Foreldrahlutverk; Hamingja; Fólksflutningar (félagsfræði); Líðan; Migration; Transnationalism; Happiness; Iceland; Ísland; Parenthood
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4820

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Migration is an increasingly visible phenomenon and many households across the world rely on the mobility of its family members for subsistence or economic gain. While migrant families are subjected to complex changes and periods of separation, the effect of migration on their (un)happiness has not received much attention from anthropologists. The aim of this doctoral thesis is to explore the relationship between migration, emotions and happiness for transnational and migrant parents living in Iceland. This ethnographic thesis examines the forms of togetherness and belonging that transnational families in Iceland have created, and the ways in which these practices inform the happiness of transnational and migrant parents. Drawing on the analysis of the narratives of 33 participants, I discuss how migrant and transnational parents engage in family-making practices at a distance and the ways parental emotions are constituted in migration. Building on transnational perspectives and drawing on specific examples taken from interviews conducted with transnational and migrant parents in Iceland, I suggest focusing on emotions as a basis for reasoning to understand the multiplicity and diversity of contemporary family forms and parenthood. Chapters 5-6 of the thesis examine the affective experiences of family separation among transnational migrant parents in Iceland. It demonstrates how transnational parenthood is embedded in various moral economies of care and duties which influence the kin practices and emotions experienced by transnational parents who live away from their children. Chapters 7-9 of the thesis delve into the lives of both transnational parents and migrant parents who raise their children in Iceland and who are involved in transnational family life. It recounts their experiences of childcare, education, employment, parenting practices and ideologies and explains how the transnational perspective often results in a bifocality that necessitates a negotiation between the participants’ beliefs and practices at ‘home’ and ‘away’. By attempting to move beyond the economic logic of migration, the overall thesis attempts to understand how the experience of migration is constitutive of positive or negative emotions in the Icelandic context. While this socio-economic context is important in the constitution of migrants’ happiness and emotion, the research shows that hope, as well as personal desires and expectations against the realities of life in Iceland are defining elements in the emotional outcomes of migrant and transnational parents.
 
Á meðan fjárhagur margra heimila treystir á getu fjölskyldumeðlima til að elta störf til annarra landa, þurfa margar farandfjölskyldur að takast á við flóknar breytingar og aðskilnað. Mannfræðingar hafa lítið skoðað áhrif slíkra flutninga á (ó)hamingju farandfólks. Markmið þessarar doktorsritgerðar er að varpa ljósi á tengsl fólksflutninga og líðan þverþjóðlegra foreldra og innflytjendaforeldra sem búa á Íslandi. Þessi etnógrafíska rannsókn tekur einnig til athugunar hvernig þverþjóðlegar fjölskyldur hafa skapað samsemd, hvernig þau telja sig tilheyra, og hvaða áhrif þessir þættir hafa á vellíðan bæði foreldra sem eru farandforeldrar og þverþjóðlegir foreldrar. Með því að vefja saman frásögnum 33 þátttakenda fjalla ég um hvernig þverþjóðlegir foreldrar og farandforeldrar (innflytjenda foreldrar) segja frá þátttöku í fjölskyldulífi úr fjarlægð og hvernig tilfinningar foreldra mótast við flutningana. Byggt er á þverþjóðlegu kenningarlegu sjónarhorni og dregin eru fram ákveðin dæmi úr viðtölum við foreldra, sem eru bæði þverþjóðlegir foreldrar, sem eru ekki í sama landi og börn þeirra, og innflytjendur sem búa með börnum sínum á Íslandi. Ég beini sjónum að tilfinningum þeirra til þess að fá dýpri skilning á fjölbreytilegum og oft flóknum nútíma fjölskylduformum og foreldrahlutverkum. Fyrri hluti ritgerðarinnar sem gerir grein fyrir niðurstöðum (kaflar 5 og 6) hefst á umræðu um áhrif og upplifun aðskilnaðar meðal þverþjóðlegra foreldra á Íslandi, með sérstaka áherslu á tilfinningar þeirra sem búa fjarri börnum sínum. Sýnt er fram á hvernig hlutverk þverþjóðlegra foreldra er samofið hinum ýmsu félagslegum kerfum umönnunar og skyldna sem hafa áhrif á sifjatengsl stórfjölskyldu og tilfinningalega upplifun þverþjóðlegra farandforeldra. Annar hluti niðurstaðnanna (kaflar 7 – 9) gerir grein fyrir lífi farandforeldra, sem ala upp börn sín á Íslandi og taka þátt í þverþjóðlegu fjölskyldulífi. Þar er sagt frá reynslu þeirra af umönnun barna, menntun, atvinnu, uppeldisaðferðum og hugmyndum sem varpar ljósi á hvernig ákvarðanir og hugmyndir þeirra mótast af þverþjóðlegu sjónarhorni þar sem samanburður á sér sífellt stað milli viðhorfa og þess sem tíðkast í upprunalandi annars vegar og á Íslandi hins vegar. Með því að skoða þætti sem ná lengra en að skoða hagnýtar og efnahagslegar ástæður flutninganna gerir rannsóknin tilraun til að auka skilning á hvernig gleði og sársauki einkenna upplifanir þverþjóðlegra foreldra og innflytjendaforeldra. Þetta getur hjálpað okkur að hugsa um fólksflutninga, fjölskyldur og hamingju á nýjan hátt. Í stað þess að skoða þessa þætti sem fasta stærð, hugleiðir þessi doktorsrannsókn hvernig fólksflutningar, fjölskyldur og hamingja tengist og eru breytanleg í tíma og rúmi.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: