Opin vísindi

Pokot Masculinity: The Role of Rituals in Forming Men

Pokot Masculinity: The Role of Rituals in Forming Men


Titill: Pokot Masculinity: The Role of Rituals in Forming Men
Höfundur: Jónsson, Kjartan
Leiðbeinandi: Haraldur Ólafsson
Útgáfa: 2006-06
Tungumál: Enska
Umfang: i-xiv, 356
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
ISBN: 9979-54-710-3
Efnisorð: Mannfræði; Karlmennska; Helgiathafnir; Innsetningar; Pokot; Masculinity; Rituals; African religion
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4772

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
ABSTRACT This thesis is a contribution to masculinity studies, and is a case study about the world of Pokot men in Kenya. In it I try to answer the questions: How do the rituals Pokot men go through from birth to death, the age-set system, and the male institutions, war and the cattle exchange system, tïlya, shape their identity? Which values do they transmit? What are the specific values of Pokot men? How do they internalize them? At the beginning the Pokot people are put into a wider African context, as a part of the big Nilotic group of peoples and the Kalenjin sub-group. It is argued that this people group is young in the present form, probably from the second half of the 19th century, and further that it is a mixture of the primordial Okiek group, called Cherangany, and their neighbors. To better understand the rituals men go through, they are put into the context of the Pokot religion, which main elements are described, and of African traditional religion. As babies men go through the “plant the spirit” ritual in which an ancestral spirit in the family becomes a part of the baby as a guardian spirit. In order to become mature men and full members of the society boys are circumcised and initiated into the secrets of the elders. They stay for three and a half months in an initiation camp where they go through several stages and rituals and have to endure great hardship to become good soldiers. Unity and brotherhood is nurtured in the camp with the aim of it lasting the rest of their lives. All circumcised men belong to a circumcision age-set. The pastoralists who live on the plains go through an alternative initiation ritual, sapana, and many agriculturalists do it also in order to be blessed and to be allowed to knit a wedding ring, ptïrïm, on the forearm of their wives. These rituals and all other major rituals they go through reflect the importance of cattle in the life of Pokot men. Their lives revolve around acquiring as many of them as they can and to protect them from sicknesses and enemies. They are the chief form of wealth and ritual sacrifices. In some rituals young men are urged to go raiding to acquire wealth, and successful raiders and those who kill enemies are regarded as heroes. A man, who has many heads of cattle can afford to have many wives and children, who are an important labor force tending to his wealth. Such a man can establish many joined cattle ownerships, tïlya, across clan lines, through which he distributes his wealth and decreases the danger of losing all his animals in a raid or famine. He can become powerful and enjoys respect in his community, which is the most important male value. Apart from acquiring wealth it is important for a man to beget sons to prolong his life as a member of the family as a guardian spirit.
 
Þessi ritgerð, sem er rannsókn á heimi karlmanna Pókot-þjóðflokksins í Kenýa, er framlag til karlmennskurannsókna. Reynt er að svara spurningunum: Hvernig móta þau ritúöl sem menn fara í gegnum á lífsleiðinni frá vöggu til grafar, aldurshópakerfið og stofnanir karlmanna, stríð og kúaskipti, tïlya, sjálfsmynd þeirra? Hvaða gildum miðla þau? Hvaða gildi eru sértæk fyrir Pókot-menn? Hvernig tileinka þeir sér þau? Í upphafi er Pókot-samfélagið sett í víðara afrískt samhengi sem hluti af Nílótum, hinum stóra hópi þjóðflokka og undirflokknum Kalenjin. Því er haldið fram að þessi þjóð sé ung í núverandi mynd, ef til vill frá seinni hluta 19. aldar, og að hún hafi orðið til við blöndun Okiek-frumbyggjaþjóðflokksins Cherangany og nágranna þeirra. Til að skilja betur ritúöl karlmanna eru þau sett inn í ramma trúarbragða Pókot-fólksins sem þau eru hluti af og helstu þáttum þeirra lýst. Trúarbrögð Pókot-manna eru borin saman við afrísk trúarbrögð almennt. Sem ungbörn fara drengir í gegnum ritúalið „að gróðursetja andann” þar sem forfeðraandi úr fjölskyldunni verður hluti af lífi þeirra. Drengir eru umskornir og innvígðir í leyndardóma karlmanna og verða þannig fullveðja karlmenn í samfélaginu. Þeir dvelja í þrjá og hálfan mánuð í umskurnarbúðum þar sem þeir þurfa að fara í gegnum ýmis stig og ritúöl og þola mikið harðræði til verða góðir hermenn. Lögð er áhersla á að skapa einingu og bræðralag í búðunum sem á að vara alla ævi. Allir umskornir karlmenn tilheyra umskurnar-aldurshópi. Hirðingjarnir sem búa á sléttunum hafa annað innvígsluritúal, sapana, en akuryrkjumenn fara einnig í gegnum það til að fá blessun og leyfi til að hnýta giftingarhring, ptïrïm, á framhandlegg eiginkvenna sinna. Þessi og önnur mikilvæg ritúöl á lífsleiðinni endurspegla mikilvægi nautgripa í lífi Pókotmanna en líf þeirra snýst um að eignast eins marga og þeir geta og varðveita þá fyrir óvinum og sjúkdómum. Nautgripir eru æðsta form auðs og fórna. Ungir menn eru hvattir til að fara í kúaránsferðir í sumum ritúölum til að afla sér auðs og þeim sem verður vel ágengt í slíkum ferðum eru virtir sem hetjur. Maður sem á margar kýr hefur ráð á að eignast margar eiginkonur og börn sem eru mikilvægt vinnuafl til að hugsa um eignir hans. Hann getur komið á mörgum kúaskiptasamböndum, tïlya, við aðra menn þvert á ættflokkatengsl. Á þann hátt dreifir hann eignum sínum og minnkar hættuna á því að missa öll dýrin í kúaráni eða óáran. Slíkur maður getur orðið valdamikill og nýtur virðingar í samfélaginu en það er mikilvægasta gildi karlmanna. Auk nautgripa er mikilvægt fyrir mann að geta sonu til að framlengja líf sitt í fjölskyldunni og verða verndarandi afkomenda sinna.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: