Opin vísindi

Multimorbidity in the Norwegian HUNT population: an epidemiological study with reference to the concept allostatic load

Multimorbidity in the Norwegian HUNT population: an epidemiological study with reference to the concept allostatic load


Title: Multimorbidity in the Norwegian HUNT population: an epidemiological study with reference to the concept allostatic load
Alternative Title: Fjölveikindi meðal íbúa Norður-Þrændalaga (HUNT-rannsóknin): Faraldsfræðileg rannsókn meðvísan til streituþátta
Author: Tómasdóttir, Margrét Ólafía
Advisor: Linn Getz
Jóhann Ágúst Sigurðsson
Date: 2017-12-07
Language: English
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Department: Læknadeild (HÍ)
Faculty of Medicine (UI)
ISBN: 9788232627288
9788232627295 (eISBN)
Series: Doctoral theses at NTNU; 2017:330
ISSN: 1503-8181
Subject: Multimorbidity; Langvinnir sjúkdómar; Faraldsfræði; Streita; Félagslegar aðstæður; Heilsufar; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/473

Show full item record

Citation:

Margrét Ólafía Tómasdóttir. (2017). Multimorbidity in the Norwegian HUNT population: an epidemiological study with reference to the concept allostatic load (PhD Dissertation). NTNU; University of Iceland.

Abstract:

Bakgrunnur: Þegar sami einstaklingur þjáist af tveimur eða fleirum langvinnum sjúkdómum er það kallað fjölveikindi (e.multimorbidity). Á undanförnum árum hefur rannsóknum á fjölveikindum fleygt fram og algengi þeirra verið metið svo mikið að fjölveikindi hafa verið nefnd ein stærsta áskorun læknisfræðinnar á 21.öldinni. Sýnt hefur verið fram á að fjölveikir einstaklingar krefjast annarrar og flóknari nálgunar við læknisfræðilega meðhöndlun og meðferð og þurfa oftar að þyggja þjónustu á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Samt sem áður er lítið vitað um mögulega orsakaþætti fjölveikinda, sérstaklega hjá yngra fólki. Í reynsluheimi heimilislækna er það vel þekkt að flókinni sjúkdómsmynd fylgir oft flókin og erfið reynslusaga einstaklings. Rannsóknir hafa í vaxandi mæli sýnt fram á að langvinn uppsöfnuð streita eða streita yfir þeim mörkum sem einstaklingurinn þolir, veldur vanstillingu á öllum helstu líffræðilegu stjórnkerfum líkamans. Sú vanstilling hefur verið kölluð allostatískt ofálag (e. allostatic overload) og getur með tímanum leitt til sjúkdómsástands. Það mætti því mögulega segja að allostatískt ofálag sé líkamleg birtingarmynd erfiðrar lífsreynslu eða tilvistarkreppu einstaklings og þannig möguleg undirliggjandi orsök flókinnar sjúkdómsþróunar eða fjölveikinda. Markmið: Megin markmið þessa doktorsverkefnis var að meta algengi og mynstur fjölveikinda hjá almennu norsku þýði og skoða möguleg tengsl milli fjölveikinda og erfiðra aðstæðna, bæði í barnæsku og á fullorðinsárum, með hliðsjón af hugmyndafræði allostatísks ofálags. Efni og aðferðir: Notaðar voru upplýsingar úr Nord-Trøndelag Health Study (HUNT), fasa 2 (1995-97) og fasa 3 (2006-8). Samtals tóku 47 959 einstaklingar 20-79 ára þátt í HUNT3 og 73% þeirra tóku einnig þátt í HUNT2 ellefu árum áður. Til mats á fjölveikindum var skoðaður 21 langvinnur sjúkdómur út frá spurningalista. Allostatískt álag var metið út frá 12 líffræði-og lífeðlisfræðilegum þáttum sem mældir voru hjá þátttakendum. Upplifun á æsku var metin með stakri spurningu en ellefu þættir voru skoðaðir til mats á upplifðum tilvistarvanda á fullorðinsárum. Hugtakið tilvistarvandi (e. existential unease) var notað til að lýsa skorti sjálfsáliti, vellíðan, upplifðum eigin tilgangi og félagslegri tegningu. Niðurstöður: Næstum helmingur þátttakenda reyndist fjölveikur. Sterk tengsl voru milli líkamlegra og andlegra veikinda en annars voru mynstur sjúkdómanna mjög ólík. Rétt rúmlega 4% einstaklinga lýstu erfiðri eða mjög erfiðri æsku. Tengslin milli upplifunar á æsku og fjölveikinda á fullorðinsárum voru sterk og jókst algengi fjölveikinda samfara erfiðari upplifun á æsku. Þegar einstakir sjúkdómar voru skoðaðir sáust þessi sömu tengsl í tilviki 19 sjúkdóma af 21. Svipað samband fannst milli tilvistarvanda á fullorðinsárum og þróunar fjölveikinda. Það voru marktæk tengsl milli flestra þátta tilvistarvandans og þróunar fjölveikinda, með auknu algengi fjölveikinda eftir því sem tilvistravandi varð fjölþættari. Þegar þættir til mats á allostatísku álagi voru skoðaðir með hliðsjón af erfiðri æsku reyndust þeir sem uppliðu mjög erfiða æsku að meðaltali vera lægri, með stærra mitti og hærri líkamsþyngdarstuðul, hraðari hvíldarhjartslátt og lægri blóðþrýsting en þeir sem upplifðu mjög góða æsku. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til tengsla milli erfiðra aðstæðna, bæði í barnæsku og á fullorðinsárum, og fjölveikinda seinna á ævinni. Tengslin verða sterkari við aukna erfiðleika, hvort sem það er erfiðari upplifun á barnæsku eða fjölþættari tilvistarvandi á fullorðinsárum. Með hliðsjón af mynstrinu sem sást varðandi allostatíska þætti styrkir þetta upphaflegu kenningu okkar. Þannig mætti leiða að því líkum að erfiðar aðstæður skrifist í líkamann með því að valda vanstillingu líffræðilegra stjórnkerfa sem svo leiða til þróunar flókinna sjúkdómsmynstra svo sem fjölveikinda.

Description:

Thesis for the Degree of Philosophiae Doctor

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)