Opin vísindi

Frávik í blóðgildum og skerðing á insúlínnæmi barna og unglinga í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins

Frávik í blóðgildum og skerðing á insúlínnæmi barna og unglinga í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins


Titill: Frávik í blóðgildum og skerðing á insúlínnæmi barna og unglinga í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins
Aðrir titlar: Insulin Resistance and Abnormalities in Blood Values of Icelandic Children Receiving Obesity Treatment
Höfundur: Arnfridardottir, Anna Run
Þorsteinsdóttir, Sigrún
Ólafsdóttir, Anna Sigríður
Brynjólfsdóttir, Berglind
Bjarnason, Ragnar Grímur
Helgason, Tryggvi
Útgáfa: 2024-02-01
Tungumál: Íslenska
Umfang: 6
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Svið: Menntavísindasvið
Deild: Önnur svið
Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
Læknadeild
Birtist í: Læknablaðið; 110(2)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2024.02.780
Efnisorð: Sálfræði; Næringarfræðingar; Barnalæknisfræði; Child; Humans; Adult; Insulin Resistance; Pediatric Obesity/diagnosis; Iceland/epidemiology; Insulin; Glucose; comorbidities; pediatric obesity; diabetes; insulin resistance; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4722

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Arnfridardottir , A R , Þorsteinsdóttir , S , Ólafsdóttir , A S , Brynjólfsdóttir , B , Bjarnason , R G & Helgason , T 2024 , ' Frávik í blóðgildum og skerðing á insúlínnæmi barna og unglinga í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins ' , Læknablaðið , bind. 110 , nr. 2 , bls. 79-84 . https://doi.org/10.17992/lbl.2024.02.780

Útdráttur:

INNGANGUR Fjöldi barna með offitu á heimsvísu hefur margfaldast á síðustu áratugum og eru íslensk börn þar engin undantekning. Offita getur haft mjög alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar strax í barnæsku og er sérstaklega algengt að börn með offitu séu með skert insúlínnæmi. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins var stofnaður árið 2011 til þess að aðstoða börn með alvarlega offitu og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsvenjur sínar og heilsu. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi skerðingar á insúlínnæmi sem og frávik í efnaskiptum barna í Heilsuskóla Barnaspítalans út frá blóðgildum þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til allra barna (n=180) sem voru meðhöndluð í Heilsuskólanum frá 2016 til 2020 og fóru í fastandi blóðrannsókn þar sem mæld voru að minnsta kosti átta af níu eftirtöldum gildum í sermi: HbA1c, glúkósi, insúlín, ALAT, heildarkólesteról, HDL kólesteról, þríglýseríðar, TSH og frítt T4. HOMA-IR var reiknað út frá insúlín- og glúkósagildum og var skert insúlínnæmi skilgreint sem HOMA-IR >3,42. NIÐURSTÖÐUR 84% barnanna mældust með að minnsta kosti eitt frávik í fyrrnefndum blóðgildum. 50% barnanna mældust með frávik í insúlíni og 44% með frávik í ALAT. Þá mældust 78% barnanna með skert insúlínnæmi. Meðal HOMA-IR þeirra reyndist 7,3 (± 5,0) eða rúmlega tvöfalt viðmiðunargildi. UMRÆÐA Ljóst er að meirihluti barna sem sækir meðferð hjá Heilsuskólanum er þegar með merki um fylgikvilla offitu og hefur sá hópur stækkað hlutfallslega frá sambærilegri rannsókn sem gerð var í Heilsuskólanum árið 2013. Sérstaklega alvarlegt er hversu algengt skert insúlínnæmi reyndist meðal barnanna. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun með viðeigandi inngripum sem fyrst. INTRODUCTION: Worldwide, the rates of childhood obesity have risen dramatically in recent decades. Obesity may cause serious sequelae during childhood and throughout adulthood. Insulin resistance is prevalent metabolic abnormality in pediatric obesity. The Pediatric Obesity Clinic was established in 2011 at the Children's Medical Center, Landspítali University Hospital. This study aimed to observe metabolic abnormalities and insulin resistance in blood values of children receiving obesity treatment. METHODS: The study included all children (n = 180) who received obesity treatment at The Pediatric Obesity Clinic between 2016 and 2020 and had at least eight out of the nine following serum values analyzed while fasting: HbA1c, glucose, insulin, ALAT, total cholesterol, HDL-cholesterol, triglycerides, TSH and free T4. HOMA-IR value was calculated from insulin and glucose values. Decreased insulin sensitivity was defined as HOMA-IR > 3.42. RESULTS: 84% of the children had at least one abnormality in their tested blood values. 50% had abnormal insulin values and 44% had abnormal ALAT values. 78% had decreased insulin sensitivity, and their mean HOMA-IR was 7.3 (± 5.0), surpassing twice the normal value. CONCLUSION: A large majority of the children undergoing obesity treatment already exhibited signs of metabolic sequelae during their treatment. The prevalence of affected children has increased compared to a similar study conducted in 2013. Of particular concern is the growing number of children with decreased insulin sensitivity. Proper measures must be taken to combat this alarming trend.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: