Opin vísindi

Breytt landslag: Fræðilegt samhengi trúarbragða- og lífsskoðunanafræðslu á Íslandi

Breytt landslag: Fræðilegt samhengi trúarbragða- og lífsskoðunanafræðslu á Íslandi


Titill: Breytt landslag: Fræðilegt samhengi trúarbragða- og lífsskoðunanafræðslu á Íslandi
Höfundur: Pálsdóttir, Auður
Hreinsson, Haraldur
Útgáfa: 2023
Tungumál: Íslenska
Umfang: 1273851
Deild: Deild faggreinakennslu
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Efnisorð: Menntun; Trúarbragðafræði; SDG 4 - Menntun fyrir alla
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4685

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

 
Pálsdóttir , A & Hreinsson , H 2023 , ' Breytt landslag: Fræðilegt samhengi trúarbragða- og lífsskoðunanafræðslu á Íslandi ' , Fyrirlestur fluttur á Menntakvika 2023 , Reykjavík , Ísland , 28/09/23 - 29/09/23 .
 
conference
 

Útdráttur:

Markmið erindisins er að varpa ljósi á samhengi trúarbragða- og lífsskoðanafræðslu á Íslandi. Í fyrsta hluta þess verður fjallað um trúarbragðafræðslu í núgildandi aðalnámskrá og það sem vitað er um kennslu um trúarbrögð í grunnskólum. Kynntar verða helstu breytingar á sviði trúarbragðafræðslu frá því núgildandi aðalnámskrá tók gildi á árunum 2011–2013. Þær snúa fyrst og fremst að aukinni áherslu á „trúarlegt læsi“ (e. religious literacy) annars vegar og „lífsskoðanir“ (e. worldview) eða „lífsskoðanafræðslu“ (e. worldview education) hins vegar. Kynnt verður tilkoma hugtaksins „lífsskoðun“ í vestrænni umræðu um trúarbragðafræðslu. Fjallað verður um áhrifamiklar útfærslur á lífsskoðunarhugtakinu innan menntavísinda og gagnrýni fræðafólks á notkun hugtaksins. Þessi áhersla verður sett í samhengi við samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað í norðvestanverðri Evrópu á síðustu árum og áratugum. Þetta verður rætt annars vegar í ljósi aukinnar fjölbreytni á hinu trúarlega sviði og minnkandi áhrif kristinna meirihlutakirkna og í samhengi áskorana á borð við hatursorðræðu og fordóma. Hins vegar hvernig trúarlegt læsi geti stuðlað að aukinni farsæld.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: