Opin vísindi

Próffræðilegir eiginleikar á matstæki er leggur mat á námsorðaforða íslenskra grunnskólanema

Próffræðilegir eiginleikar á matstæki er leggur mat á námsorðaforða íslenskra grunnskólanema


Title: Próffræðilegir eiginleikar á matstæki er leggur mat á námsorðaforða íslenskra grunnskólanema
Author: Pálsdóttir, Auður
Skúlason, Sigurgrímur   orcid.org/0000-0002-6261-0678
Olafsson, Ragnar F.
Ólafsdóttir, Sigríður
Date: 2023
Language: Icelandic
Scope: 1273851
Department: Deild faggreinakennslu
Subject: Menntun; Málvísindi og tungumál; SDG 4 - Menntun fyrir alla
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4683

Show full item record

Citation:

 
Pálsdóttir , A , Skúlason , S , Olafsson , R F & Ólafsdóttir , S 2023 , ' Próffræðilegir eiginleikar á matstæki er leggur mat á námsorðaforða íslenskra grunnskólanema ' , Fyrirlestur fluttur á Menntakvika 2023 , Reykjavík , Ísland , 28/09/23 - 29/09/23 .
 
conference
 

Abstract:

Fjallað verður um greiningu á frumdrögum íslensks námsorðaforðaprófs fyrir nemendur á yngsta, mið- og unglingastigi. Byggt á nýjum lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2) hefur verið í þróun matstæki sem ætlað er að leggja mat á hver skilningur grunnskólanemenda er á íslenskum námsorðaforða. Greint verður frá niðurstöðum greiningar á úrtökum nemenda í 4. bekk (n = 175), 7. bekk (n = 126) og 9. og 10. bekk (n = 484), með 20 prófatriði í hverjum árgangi. Jafnframt verður fjallað um niðurstöður lóðréttrar skölunar (e. vertical scaling) sem byggir á 10 atriðum sem lögð voru fyrir í öllum árgöngum. Niðurstöður greiningar á hverjum aldurshópi fyrir sig benda til að bæta þurfi atriði í öllum árgöngum og bæta við léttari atriðum, einkum hjá yngri aldurshópum. Niðurstöður á sameiginlegum prófatriðum sýna að eiginleikar eru veikir í yngri árgöngum, einkum í 4. bekk. Stígandi er í skilningi nemenda á námsorðaforða frá 4. til 7. bekkjar, og milli 7. bekkjar og unglingastigs, en ekki milli bekkja á unglingastigi. Fjallað verður um tengsl algengi orða og þyngdarstigþeirra í úrtaki grunnskólanemenda.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)