Opin vísindi

Íslenska, enska og pólska: Málþróun og málnotkun

Íslenska, enska og pólska: Málþróun og málnotkun


Titill: Íslenska, enska og pólska: Málþróun og málnotkun
Höfundur: Pálsdóttir, Auður
Vatnsdal, Edda Björk
Ólafsdóttir, Sigríður
Útgáfa: 2023
Tungumál: Íslenska
Umfang: 1273851
Deild: Deild faggreinakennslu
Efnisorð: Menntun; Málvísindi og tungumál; SDG 4 - Menntun fyrir alla
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4682

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

 
Pálsdóttir , A , Vatnsdal , E B & Ólafsdóttir , S 2023 , ' Íslenska, enska og pólska: Málþróun og málnotkun ' , Fyrirlestur fluttur á Menntakvika 2023 , Reykjavík , Ísland , 28/09/23 - 29/09/23 .
 
conference
 

Útdráttur:

Orðaforði hefur sterkustu tengsl og forspá fyrir gengi nemenda í lesskilningi og námsframvindu. Mikilvægt er að vita hvaða orð gegna lykilhlutverki í námi á hverju aldursstigi. Í orðaforðarannsóknum er orðum skipt upp í ákveðin lög eftir tíðni þeirra og notkunarsviði: Orð í lagi 1 eru algengustu orðin, en í lagi 2 og 3 eru sjaldgæf orð, sem mörg gegna mikilvægu hlutverki í námi og tilheyra námsorðforða tungumálsins. Orð í lagi 3 tilheyra ákveðnum námsgreinum og eru kennd sérstaklega. Orð í lagi 2 eru notuð þvert á fræðasvið og styðja umfjöllun um viðfangsefni námsins, en fá samt litla athygli í kennslu. Á nýjum Lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2) var orðum í lagi 2 raðað eftir tíðni þeirra í samtímatextum og námsefni. Það er orðaforði íslenska tungumálsins. Lítið er vitað um orðaforða nemenda í íslenskum skólum eða hvort þekkingin aukist með aldri. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna og bera saman þekkingu fjögurra aldurshópa grunnskólanema á íslenskum námsorðaforða. Orðum LÍNO-2 var skipt upp í fimm tíðniflokka og voru valin orð úr hverjum tíðniflokki í íslenskt námsorðaforðapróf með fjölvalsspurningum. Prófið var lagt fyrir 851 nemanda í 4., 7., 9. og 10. bekk, í fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður benda til að því eldri sem nemendur voru þeim mun betur gekk þeim í prófinu því marktækur munur kom fram á meðaltali réttra svara milli allra árganga, nema milli 9. og 10. bekkjar. Munur á þeim sem gekk síst vel og þeim sem gekk vel jókst eftir því sem nemendur voru eldri.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: