Opin vísindi

Inna mat leikskóla : Samstarfsverkefni Háskóla Íslands og leikskóla Austurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar 2022 - 2023

Inna mat leikskóla : Samstarfsverkefni Háskóla Íslands og leikskóla Austurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar 2022 - 2023


Titill: Inna mat leikskóla : Samstarfsverkefni Háskóla Íslands og leikskóla Austurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar 2022 - 2023
Höfundur: Hreinsdóttir, Anna Magnea
Útgáfa: 2023-05-19
Tungumál: Íslenska
Umfang: 824387
Deild: Deild kennslu- og menntunarfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4664

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Hreinsdóttir , A M 2023 , Inna mat leikskóla : Samstarfsverkefni Háskóla Íslands og leikskóla Austurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar 2022 - 2023 .

Útdráttur:

Hér verður fjallað um samstarfsverkefni 22 leikskóla Reykjavíkurborgar sem heyra undir Austurmiðstöð við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins var að mynda lærdómssamfélag leikskólastjórnenda leikskólanna með það fyrir augum að fræða og styrkja þá í að innleiða reglulegt, kerfisbundið innra mat á leikskólastarfi með þátttöku starfsmanna, barna og foreldra. Tilgangurinn var að skapa vettvang fyrir samtal um matsteymi, matsáætlanir, matsþætti, matsviðmið, matsaðferðir, þátttakendur í mati, framkvæmd mats, framsetningu atsniðurstaðna, gerð umbótaáætlana og eftirfylgd með þeim. Stjórnendur leikskólanna hafa unnið að gerð innra mats sem er gagnlegt að deila með öðrum stjórnendum, skiptast á skoðunum og ígrunda hvernig staðið er að innra mati í leikskólunum. Skipulagður voru sex mánaðarlegir tveggja tíma fundir með leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum þar sem fram fór fræðsla og umræða um skilgreinda verkþætti. Á milli funda unnu þátttakendur verkefni með samstarfsfólki sem öll miðuðu að því að móta kerfisbundið innra mat hvers leikskóla. Skilgreindir voru verkþættir sem leiddu verkefnið með áherslu á ákveðna afmarkaða þætti innra mats með það fyrir augum að innra mat verði samþætt öðru starfi leikskólans.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: