Opin vísindi

Samræðufélagar : Aðferð sem styður við íslenskunám fjöltyngdra nemenda

Samræðufélagar : Aðferð sem styður við íslenskunám fjöltyngdra nemenda


Titill: Samræðufélagar : Aðferð sem styður við íslenskunám fjöltyngdra nemenda
Höfundur: Gunnþórsdóttir, Hermína   orcid.org/0000-0001-5998-2983
Oddsdóttir, Rannveig
Sigurðardóttir, Rannveig
Útgáfa: 2023-04-24
Tungumál: Íslenska
Umfang: 19
Deild: Kennaradeild
Birtist í: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/netla.2023.7
Efnisorð: Samræður; Orðaforði; Tvítyngi; Fjöltyngi; Nemendur; Íslenska sem annað mál; Conversations; Vocabulary; Bilingualism; Multilingualism
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4643

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Gunnþórsdóttir , H , Oddsdóttir , R & Sigurðardóttir , R 2023 , ' Samræðufélagar : Aðferð sem styður við íslenskunám fjöltyngdra nemenda ' , Netla . https://doi.org/10.24270/netla.2023.7

Útdráttur:

Fjöltyngdum nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum grunnskólum á undanförnum árum. Margt bendir til þess að efla þurfi kennslu þessara nemenda til að þeir nái nægilega góðum tökum á íslensku. Í þessari grein er sagt frá íhlutunarrannsókn með kennsluaðferð sem byggist á samræðum. Aðferðin á uppruna sinn í Bretlandi og kallast þar Talking Partners en hefur fengið heitið Samræðufélagarí íslenskri þýðingu. Þrír fjöltyngdir nemendur í 2. bekk fengu tíu vikna kennslu með aðferðinni. Íslenskur orðaforði og málnotkun nemendanna voru metin fyrir og eftir íhlutun. Nemendurnir sem fengu kennslu með aðferðinni sýndu góðar framfarir í orðaforða og málnotkun og samanburður við viðmið fyrir eintyngd börn á sama aldri sýndi að framfarirnar voru meiri en almennt má gera ráð fyrir að verði á ekki lengri tíma. Niðurstöðurnar gefa því von um að þessi kennsluaðferð sé árangursrík og kennsluefnið Samræðufélagar geti nýst vel í íslenskum skólum.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: