Opin vísindi

Fyrra Klemensarbréf og siðfræðileg arfleifð Páls í Róm

Fyrra Klemensarbréf og siðfræðileg arfleifð Páls í Róm


Title: Fyrra Klemensarbréf og siðfræðileg arfleifð Páls í Róm
Author: Þorsteinsson, Rúnar Már
Date: 2023-12-19
Language: Icelandic
Scope: 290908
Department: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Series: Ritröð Guðfræðistofnunar; 56()
ISSN: 1670-2972
DOI: 10.33112/theol.57.3
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4640

Show full item record

Citation:

Þorsteinsson , R M 2023 , ' Fyrra Klemensarbréf og siðfræðileg arfleifð Páls í Róm ' , Ritröð Guðfræðistofnunar , bind. 56 , bls. 29-40 . https://doi.org/10.33112/theol.57.3

Abstract:

Greinin fjallar um Fyrra Klemensarbréf sem var skrifað í Róm í lok fyrstu aldar e.Kr. Höfundur bréfsins er óþekktur, en forn hefð er fyrir því að kenna hann við Klemens, þá biskup í Róm. Í greininni er athyglinni sérstaklega beint að félagslegum bakgrunni höfundar, sem og siðfræðilegum áherslum í bréfinu og hugmyndafræðilegum rótum þeirra. Gefið er almennt yfirlit yfir kenningar fræðimanna í þessu sambandi, auk þess sem rannsóknir á sögulegu samhengi ritsins eru kynntar. Tilgáta er sett fram um helsta áhrifavald höfundar í siðfræðilegum efnum. Almennar niðurstöður eru þær að „Klemens“ virðist hafa notið nokkuð sterkrar félags-legrar stöðu meðal kristinna í Róm, hver svo sem hann var í raun og veru. Ýmis félagsleg viðhorf sem birtast í bréfinu samræmast hefðbundnum rómverskum viðhorfum. Það er hugsanlegt að höfundur hafi verið frelsingi úr háttsettri rómverskri fjölskyldu. Í bréfinu er kærleikurinn, ἀγάπη, kynntur sem megindygð kristinna, en höfundur beinir athygli sinni fyrst og fremst að félagslegum birtingarformum ἀγάπη. Helsti áhrifavaldur „Klemensar“ hvað siðfræðilegar kenningar varðar var Páll postuli, einkum út frá siðfræði Páls í Fyrra Korintubréfi og Rómverjabréfi.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)