Opin vísindi

Áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar

Áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar


Titill: Áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar
Höfundur: Þóroddsdóttir, Hólmfríður
Gísladóttir, Karen Rut
Útgáfa: 2023-09-20
Tungumál: Íslenska
Umfang: 453757
Deild: Deild kennslu- og menntunarfræði
Birtist í: Ritið; 23(2)
ISSN: 1670-0139
DOI: 10.33112/ritid.23.2.7
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4634

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Þóroddsdóttir , H & Gísladóttir , K R 2023 , ' Áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar ' , Ritið , bind. 23 , nr. 2 , bls. 165-188 . https://doi.org/10.33112/ritid.23.2.7

Útdráttur:

Greinin sem hér birtist fjallar um táknmálstúlkun og áhrif undirbúnings á hugrænt álag túlka og tengsl þess við gæði táknmálstúlkunar. Þátttakendur í rannsókninni voru starfandi táknmálstúlkar á Íslandi. Rannsóknin var unnin með blönduðum rannsóknaraðferðum, þar sem tekin voru viðtöl við táknmálstúlka og send út spurningakönnun í tengslum við sérstök túlkaverkefni, auk þess sem hluti þátttakenda tók þátt í sérhönnuðu túlkunarprófi. Prófið var framkvæmt til að ná fram tölfræðilegum upplýsingum um áhrif undirbúnings á táknmálstúlkun og fá túlkana sjálfa til að lýsa undirbúningi sínum og greina þætti sem mikilvægt er að undirbúa fyrir túlkun. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á að undirbúningur bæði eykur skilning túlkanna á umræðuefninu sem túlka á og auðveldar þeim framsetningu túlkunarinnar. Þessi atriði draga úr hugrænu álagi og auka gæði túlkunar. Tölfræðilegar upplýsingar sýndu að í óundirbúnum túlkunum töpuðust tæp 20% þeirra aðalatriða sem átti að túlka, en einungis um 10% í undirbúnum túlkunum. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að táknmálstúlkar hafi tækifæri til að undirbúa sig fyrir verkefni sín. Til að tryggja gæði túlkunar ætti það að vera hagsmunamál allra túlkanotenda að túlkar fái þann undirbúning sem þeir þurfa.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: