Opin vísindi

Sálmabókarsköp : Guðsmóðir, safnaðarsöngur og kirkjulist Kristínar Gunnlaugsdóttur

Sálmabókarsköp : Guðsmóðir, safnaðarsöngur og kirkjulist Kristínar Gunnlaugsdóttur


Titill: Sálmabókarsköp : Guðsmóðir, safnaðarsöngur og kirkjulist Kristínar Gunnlaugsdóttur
Höfundur: Guðmarsdóttir, Sigríður
Útgáfa: 2023-09-20
Tungumál: Íslenska
Umfang: 1944491
Deild: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Birtist í: Ritið; 23(2)
ISSN: 1670-0139
DOI: 10.33112/ritid.23.2.1
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4629

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Guðmarsdóttir , S 2023 , ' Sálmabókarsköp : Guðsmóðir, safnaðarsöngur og kirkjulist Kristínar Gunnlaugsdóttur ' , Ritið , bind. 23 , nr. 2 , bls. 7-34 . https://doi.org/10.33112/ritid.23.2.1

Útdráttur:

álmabók íslensku kirkjunnar kom út árið 2022 og leysti af hólmi samnefnda sálmabók frá árinu 1972. Í þessari grein verður rýnt í myndmál sálmabókarinnar og spurt hvar finna megi merki um móðurlíkamann, hvernig forn tákn Maríu séu notuð í sálmabókinni og hvers konar kynhlutverk þyki sæma kirkjulist og safnaðarsöng í samtímanum. Á síðustu áratugum hafa áhrifamestu Maríutúlkanir á Íslandi sprottið fram í myndlist Kristínar gunnlaugsdóttur. umfjöllunin í greininni einskorðast við þau verk Kristínar sem flokka má sem kirkjulist, það er listaverk sem staðsett eru í kirkjum, kapellum og helgum stöðum þar sem fjölbreytt kirkjustarf fer fram. Með því að tengja saman „sálmabók“ og „sköp“ í titli greinar nýtir greinin orðaleik Kristínar og kannar hvers konar sköpum sé miðlað í sálmabókinni og hvaða kynhlutverk liggi þar að baki. Í orðaleiknum felst einnig sú áhersla að sálmabók sé ritstýrt sköpunarverk með kynjaðan boðskap til síns samtíma.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: