Opin vísindi

Meira traust hjá þeim sem meira hafa : Áhrif auðmagns og upplifunar af ójöfnuði á traust til stjórnmála

Meira traust hjá þeim sem meira hafa : Áhrif auðmagns og upplifunar af ójöfnuði á traust til stjórnmála


Titill: Meira traust hjá þeim sem meira hafa : Áhrif auðmagns og upplifunar af ójöfnuði á traust til stjórnmála
Aðrir titlar: More trust among those who have moreThe impact of capital and perceived inequality on political trust
Höfundur: Ólafsdóttir, Sigrún
Bernburg, Jón Gunnar
Útgáfa: 2023-12-14
Tungumál: Íslenska
Umfang: 654373
Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
Birtist í: Stjórnmál og stjórnsýsla; 19(2)
ISSN: 1670-679X
DOI: 10.13177/irpa.a.2023.19.2.2
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4613

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Ólafsdóttir , S & Bernburg , J G 2023 , ' Meira traust hjá þeim sem meira hafa : Áhrif auðmagns og upplifunar af ójöfnuði á traust til stjórnmála ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 19 , nr. 2 , bls. 107-129 . https://doi.org/10.13177/irpa.a.2023.19.2.2

Útdráttur:

 
Í lýðræðisríkjum er mikilvægt að einstaklingarnir beri traust til stjórnmála við- komandi lands, sér í lagi til þjóðþingsins og þeirra sem þar sitja. Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða, með yfirgripsmeiri hætti en áður hefur verið gert, hvernig staða einstaklinga í lagskiptingu íslensks samfélags mótar stjórn- málatraust þeirra. Gögnin koma úr Íslensku félagsvísindakönnuninni sem lögð var fyrir árið 2020. Niðurstöðurnar voru túlkaðar út frá stéttakenningu franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieu, sem kveður á um að stéttarstaða ráðist ekki aðeins af efnahagslegu auðmagni heldur einnig menningarlegu, félagslegu og táknrænu auðmagni. Við kynnum jafnframt til sögunnar nýjar og ítarlegar mælingar okkar á þessum helstu víddum auðmagns. Niðurstöður okkar benda til þess að efna- hagslegt auðmagn (kaupgeta) og táknrænt auðmagn (huglæg virðingarstaða) auki stjórnmálatraust, að hluta til vegna þess að þeir sem búa yfir miklu auð- magni telja síður að tekjuójöfnuður hérlendis sé vandamál.
 
Political trust is important in democratic societies, especially people‘s trust in the national parliament and its members. The aim of this study is to examine, in a more comprehensive manner than previously, how individual position in the Icelandic stratificaton system shapes political trust. The data come from the Icelandic Social Science Survey gathered in 2020. The findings are interepreted by drawing on the class theory of French sociologist, Pierre Bourdieu, which holds that class position is not only shaped by economic capital, but also cul- tural, social, and symbolic capital. Moreover, we introduce new measures of these major dimensions of capital. Our findings suggest that economic capital (purchasing power) and symbolic capital (subjective prestige) increase political trust, partly because those with high levels of capital are less likely to consider income inequality in Iceland a problem
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: