Opin vísindi

Eru vannýtt tækifæri til að draga úr skattsvikum? : Spjótum beint að siðferði og persónuleika

Eru vannýtt tækifæri til að draga úr skattsvikum? : Spjótum beint að siðferði og persónuleika


Titill: Eru vannýtt tækifæri til að draga úr skattsvikum? : Spjótum beint að siðferði og persónuleika
Aðrir titlar: Is there an unexplored possibility to reduce tax evasion?Concentrating on moral and personality
Höfundur: Steinarsdóttir, Arna Laufey
Hermannsdóttir, Auður
Útgáfa: 2023-12-16
Tungumál: Íslenska
Umfang: 1609320
Deild: Viðskiptafræðideild
Birtist í: Stjórnmál og stjórnsýsla; 19(2)
ISSN: 1670-679X
DOI: 10.13177/irpa.a.2023.19.2.4
Efnisorð: Skattsvik; Tax evasion
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4612

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Steinarsdóttir , A L & Hermannsdóttir , A 2023 , ' Eru vannýtt tækifæri til að draga úr skattsvikum? Spjótum beint að siðferði og persónuleika ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 19 , nr. 2 , bls. 153-179 . https://doi.org/10.13177/irpa.a.2023.19.2.4

Útdráttur:

 
Umfang skattsvika er umtalsvert hér á landi. Sé dregið úr slíkum efnahags­glæpum er hægt að auka tekjur hins opinbera töluvert. Markmið rannsóknar­innar var annars vegar að varpa ljósi á hvað kunni að skýra það að sumir sam­félagsþegnar eru líklegri en aðrir til að svíkja undan skatti. Í því skyni var bæði einblínt á skattasiðferði og persónuleikaeinkenni einstaklinga. Hins vegar var markmiðið að greina hvaða hópa skattgreiðenda sé fýsilegt að miða aðgerðir að með það að leiðarljósi að draga úr skattsvikum. Í gegnum rafrænt hentug­leikaúrtak fengust svör frá 593 einstaklingum sem svöruðu spurningalista þar sem áform um skattsvik, skattasiðferði og persónuleiki var mældur. Niðurstöð­urnar sýndu að skattasiðferði hefur veigamesta forspárgildið um það hvort fólk sé líklegt til að svíkja undan skatti. Jafnframt reyndust persónuleikaeinkennin heiðarleiki og auðmýkt annars vegar og siðblinda hins vegar skipta töluverðu máli í þessu sambandi. Niðurstöður klasagreiningar leiddu í ljós að ákjósanlegt sé að skipta skattgreiðendum í þrjá hópa sem nefndir voru heiðvirðu sam­félagsþegnarnir, hverfulu samfélagsþegnarnir og refjóttu samfélagsþegnarnir. Hinir heiðvirðu eru mjög ólíklegir til að svíkja undan skatti og hafa hátt skatta­siðferði. Það væri því ekki skilvirk nýting á fjármagni að einblína á einstaklinga í þeim hópi. Hinir tveir hóparnir, hinir hverfulu og refjóttu, eru hópar sem ætti markvisst að miða á til að draga úr skattsvikum. Fýsilegast er líklega að setja í forgang aðgerðir sem miða að hinum hverfulu þó jafnframt þurfi að huga að hinum refjóttu. Beita þarf ólíkum aðgerðum til að ná til þessara hópa, líkt og farið er yfir í greininni.
 
The scope of tax evasion is significant in Iceland. By reducing such economic crime, it is possible to increase public income considerably. The aim of the study was twofold. Firstly, to shed light on what might explain why some mem bers of society are more likely to evade taxes than others. In that regard, a focus was put on both tax morale and personality traits. Secondly, the study seeks to answer which groups of taxpayers should be targeted to reduce tax evasion. With an electronic convenience sample, responses were obtained from 593 in dividuals who answered a questionnaire measuring tax evasion, tax morale, and personality. The results revealed that tax morale has the strongest predictive value on whether people are likely to evade taxes. Furthermore, the personality traits of humility and honesty along with psychopathy are of considerable im portance in this regard. The results of a cluster analysis showed that it is most optimal to divide taxpayers into three groups which were named the honorable citizens, the fickle citizens, and the cunning citizens. The honorable citizens are very unlikely to evade taxes and have high tax morale. It would therefore not be an efficient use of resources to focus on that group. The other two groups, the fickle and the cunning citizens, are groups that should be targeted. It is probably most feasible to prioritize strategies aimed at the fickle citizens, although the cunning citizens must also be considered. Different measures need to be used to target these groups, as is discussed in the paper.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: