Opin vísindi

Barnstýrðir matmálstímar : „...nú má maður setjast bara einhvers staðar.“

Barnstýrðir matmálstímar : „...nú má maður setjast bara einhvers staðar.“


Titill: Barnstýrðir matmálstímar : „...nú má maður setjast bara einhvers staðar.“
Höfundur: Dýrfjörð, Kristín   orcid.org/0000-0003-1559-713X
Harðardóttir, Guðrún Alda
Útgáfa: 2023-05-19
Tungumál: Íslenska
Umfang: 677401
Deild: Kennaradeild
Birtist í: Netla; Netla(2023)
ISSN: 1670-0244
DOI: https://orcid.org/0000-0003-1559-713X
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4605

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Dýrfjörð , K & Harðardóttir , G A 2023 , ' Barnstýrðir matmálstímar : „...nú má maður setjast bara einhvers staðar.“ ' , Netla , bind. Netla , nr. 2023 , https://orcid.org/0000-0003-1559-713X , bls. n/a . https://doi.org/https://orcid.org/0000-0003-1559-713X

Útdráttur:

Matmálstímar í flestum leikskólum hafa að mestu verið óbreyttir í allmarga áratugi. Haustið 2012 ákvað leikskólinn Aðalþing að fara af stað með nýja nálgun við matmálstíma barna eldri en þriggja ára, með það að markmiði að valdefla börn. Hún fólst í barnstýrðum matmálstímum í sérstakri Matstofu. Annar greinarhöfunda leiddi innleiðingu verkefnisins og skráði það reglulega frá 2012–2020, aðallega með myndbandsskráningum og eru þau gögn grundvöllur þessarar rannsóknar. Skoðuð eru skilyrði sem voru til staðar við þróun Matstofu í Aðalþingi. Bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á hugmynd um rammaskilyrði sem og kenningum um veruhátt og valdeflingu. Gagnlegt reyndist að nota hugtakið rammaskilyrði til að rýna í matmálstíma, meðal annars til að skoða það sem var á valdi kennara að breyta og þess sem börnin höfðu sjálf vald yfir. Barnstýrðir matmálstímar hafa ekki verið mikið rannsakaðir og þessi rannsókn er því framlag til þess. Niðurstöður sýndu að börn voru lausnamiðuð og getumikil, þau réðu við aðstæður og umræður á eigin forsendum. Fram kom að hið nýja form stuðlaði að valdeflingu barna, sameiginlegur veruháttur varð til, sem meðal annars kom fram í matarsmekk, húmor og umræðum.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: