Opin vísindi

Wood Utilisation Strategies in Norse Greenland (985-1500 AD)

Wood Utilisation Strategies in Norse Greenland (985-1500 AD)


Titill: Wood Utilisation Strategies in Norse Greenland (985-1500 AD)
Höfundur: Guðmundsdóttir, Lísabet
Leiðbeinandi: Orri Vésteinsson
Útgáfa: 2024
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Sagnfræði- og heimspekideild (HÍ)
Faculty of History and Philosophy (UI)
ISBN: 978-9935-9700-7-7
Efnisorð: Grænland; Viðarnýting; Norrænir menn; Fornleifafræði; Miðaldir; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4598

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hvernig norrænir menn á Grænlandi öfluðu trjáviðar og nýttu hann á tímabilinu 985-1500 e. Kr. Grænland var numið af norrænu fólki á seinni hluta 10. aldar. Byggðarlögin voru tvö: Eystribyggð á suðurvestur Grænlandi og Vestribyggð um 500 km norðar. Hinir norrænu Grænlendingar voru bændur sem reiddi sig einnig á veiðar sem urðu æ mikilvægari fyrir afkomuna eftir því sem á leið. Byggðin var dreifð og þurfti fólk að ferðast langar vegalengdir á milli bæja sem og til þess að nálgast náttúrulegar auðlindir hvort sem það var vegna verslunar og viðskipta eða til eigin nota. Vegna hnattstöðu Grænlands, er veðurfar almennt kalt og sumur stutt. Þar af leiðandi eru tré almennt lítil og kræklótt þó undantekningar séu þar á. Því er ólíklegt að innlendur efniviður hafi dugað til allra þarfa, til að mynda við bátasmíðar og stærri byggingarframkvæmdir. Því hafa Grænlendingar þurft að leita annarra leiða til þess að afla viða. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna hvaðan Grænlendingar öfluðu viða, hvernig var hann nýttur og hvort það urðu breytingar þar á í tíma og rúmi. Verkefnið byggir á greiningu viðarsafna frá fimm norrænum býlum, einu í Vestribyggð og fjórum í Eystribyggð. Tímabilið sem um ræðir er frá landnámi til endaloka norrænu byggðanna. Hver staður fyrir sig var þó ekki í notkun á öllu tímabilinu en flestir voru þeir samtíða á einhverjum hluta þess. Til þess að varpa ljósi á uppruna viðarins voru söfnin greind til ættkvísla og, þegar hægt var, til tegunda. Þannig er hægt að túlka hvort viðurinn sé innlendur, reki eða innfluttur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að Grænlendingar hafi aðallega notað rekavið og innlendan efnivið. Innflutningur var slitróttur og nánast eingöngu í boði fyrir þá sem voru hátt settir í samfélaginu eins og á biskupsstólnum á Görðum. Innflutningur á timbri frá Norður Ameríku var merkjanlegur á norræna tímabilinu en eingöngu á biskupstólnum. Venjuleg heimili reiddu sig nánast eingöngu á innlent timbur og viðarreka. Norrænir menn voru sjálfbærir hvað varðar timburöflun en hins vegar var timburöflunin kostnaðarsöm hvað varðar tíma og mannskap. Engar vísbendingar eru um að á Grænlandi hafi verið viðarskortur og aðgengi að timbri virðist hafa verið stöðugt allan tímann sem byggðin varði. Vísbendingar eru um að mikil miðstýring hafi verið í hinu grænlenska samfélagi og að örfá höfuðból eins og biskupsstóllinn hafi setið ein að þeim timburinnflutningisem þó viðgekkst.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: