In this thesis I explore the nature of issues in communication through the lenses of social epistemology and phenomenology. What is of primary interest is the relation between speech and empathy and what limitations we face when we articulate our experiences across different lifeworlds.
I begin by exploring Miranda Fricker’s concept of epistemic injustice and her discussion of its two primary forms: testimonial injustice and hermeneutical injustice. I argue that the latter is more important to grasp the scale and everydayness of epistemic injustice but I also argue that a focus on discourses and social imaginaries in the literature has made us overlook the importance of embodied and affective dimensions of our everyday interactions.
I then explore how looking to empathy as a sort of communicative panacea has its limitations. I do this through the phenomenological literature exploring Husserlian, Steinian and Merleau-Pontian approaches to empathy. With Merleau-Ponty I show the important way speech and empathy can intertwine and suggest that this can be seen clearly in how we empathically tag along with someone’s narrative.
A pivotal concern in this thesis is the way that, when dealing with the articulation of the experiences of those who are marginalized, who have to give an account of and make sense of their experiences, we tend to focus on the intellectualized practice of giving a statement, of testifying and ultimately giving evidence, rather than attending to the everyday phenomenon of telling someone something and being believed. I call this tendency the testimonification of telling. In this intellectualized atmosphere, the upset or agitated speaker, and thus the speaker who has suffered a wrong but may have a hard time conveying it, is viewed as a flawed or suspect speaker.
When we fail in this manner, we must look for ways to break out of the mould of indistinction. One thing that can facilitate such self-critical struggle – and I take the working groups that defined the term sexual harassment in the 1970s, and the #MeToo and BLM movements as exemplary in this regard – are the processes of intersubjective validation that make possible the creation of homeworlds that have a generative density and are able to lay claim on their own sense of normality.
Í þessari doktorsritgerð tekst ég á við eðli samskiptavandamála með verkfærum félagsþekkingarfræði og fyrirbærafræði. Það sem ég beini sérstaklega sjónum að eru tengsl frásagnar og samkenndar og því hvaða takmörkunum við erum háð þegar við reynum að koma orðum að reynslu okkar þvert á lífheima.
Ritgerðin hefst á því að greina hugmyndir Miranda Fricker um þekkingarlegt óréttlæti (e. epistemic injustice) og umræðu hennar um tvær megintegundir þess: vitnisburðarranglæti og túlkunarranglæti. Ég færi rök fyrir því að síðarnefnda hugtakið sé mikilvægara þegar ætlunin er að gera grein fyrir umfangi og hversdagsleika þekkingarlegs óréttlætis, en bendi einnig á að sú áhersla sem við sjáum í fræðunum á orðræðugreiningu og félagslega ímyndun hefur orðið til þess að okkur hefur yfirsést það stóra hlutverk sem líkamleiki okkar og hrif hafa á hversdagsleg samskipti okkar.
Ég beini síðan sjónum að þeim takmörkunum sem samkennd er háð í samskiptum okkar með því að líta til hinnar fyrirbærafræðilegu hefðar og sæki í rann Husserls, Stein og Merleau-Ponty og nýti greiningar þeirra á samkennd. Með Merleau-Ponty til liðsinnis sýni ég fram á hvernig frásögnin og samkenndin fléttast saman á mikilvægan hátt, sérstaklega þegar við flæðum með viðmælanda okkar í samkennd inn í frásögnina.
Lykilatriði sem ég greini í ritgerðinni er það hvernig þau sem jaðarsett eru í samfélaginu lenda ítrekað í því, þegar þau reyna að tjá reynslu sína eða gera tilraunir til þess að skilja hana, að þessum tilraunum þeirra er tekið sem vitnisburði fremur en frásögn. Við meðhöndlum orð þeirra nánast eins og þau séu í skýrslutöku: við tökum orðum þeirra sem yfirlýsingum eða sönnunargögnum, frekar en tjáningu manneskju á reynslu sinni. Þetta er ólíkt því sem við eigum að venjast í hversdagslegum samskiptum okkar, þar sem við iðulega segjum frá og okkur er trúað. Ég kalla þessa orðræðuhneigð vitnisburðarvæðingu frásagnarinnar. Þegar við vitnisburðarvæðum, þá birtast þau sem eru í uppnámi þegar þau segja frá, og þá oft þau sem orðið hafa fyrir misrétti, sem vanhæf eða grunsamleg í frásögn sinni.
Samskiptavandi sem sprettur af óréttmætri vitnisburðarvæðingu krefst þess af okkur að við þurfum að brjótast undan venjubundinni hlustun. Ein leið til þess að gera það er að veita athygli þeirri baráttu – sem ég tel að vinnuhóparnir sem skilgreindu hugtakið kynferðislega áreitni á 8. áratugnum, #MeToo og BLM hreyfingarnar vera góð dæmi um – þar sem ferli gagnkvæmrar viðurkenningar gerir mögulega sköpun nýrra lífheima sem búa yfir afli og aðstöðu til að marka sér nýja tegund af eðlileika.