Opin vísindi

Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu : Eigindleg rannsókn

Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu : Eigindleg rannsókn


Title: Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu : Eigindleg rannsókn
Alternative Title: The experience of being diagnosed with gestational diabetes and the apprecation of postpartum follow-upA qualitative study
Author: Andradóttir, Emilía Fönn
Gunnarsdóttir, Þóra Jenný
Konráðsdóttir, Elísabet
Benediktsson, Rafn
Jónsdóttir, Helga
Date: 2023-11
Language: Icelandic
Scope: 10
Department: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Önnur svið
Læknadeild
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 99(3)
ISSN: 1022-2278
Subject: Barnahjúkrun; Innkirtlalæknisfræði; Hjúkrun langveikra fullorðinna
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4578

Show full item record

Citation:

Andradóttir , E F , Gunnarsdóttir , Þ J , Konráðsdóttir , E , Benediktsson , R & Jónsdóttir , H 2023 , ' Reynsla kvenna af því að greinast með meðgöngusykursýki og vitneskja þeirra um mikilvægi eftirfylgdar eftir fæðingu : Eigindleg rannsókn ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 99 , nr. 3 , bls. 58-67 .

Abstract:

ÚTDRÁTTUR Tilgangur Meðgöngusykursýki er einn af algengustu kvillum sem koma fram á meðgöngu ásamt háþrýstingi og meðgöngueitrun. Tíðni meðgöngusykursýki hérlendis hefur farið ört vaxandi, eða úr 2,6% árið 2006 í 16,6% árið 2020. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að þróa meðferðarúrræði fyrir þennan hóp kvenna fyrir og eftir barnsburð. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu kvenna sem fengið hafa meðgöngusykursýki af greiningu og meðferð fyrir og eftir barnsburð. Aðferð Gerð var eigindleg rannsókn. Valdar voru með þægindaúrtaki konur sem áttu barn á Sjúkrahúsinu á Akureyri á tímabilinu janúar 2021 til nóvember 2021 og greinst höfðu með meðgöngusykursýki á yfirstandandi meðgöngu. Fjórtán konur tóku þátt. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl og gögnin greind með efnisgreiningu. Niðurstöður Tvö meginþemu komu fram og voru þau annars vegar tilfinningalegt ójafnvægi og ringulreið og hins vegar breytileiki á framboði og skilningi á mikilvægi eftirfylgdar. Konunum þótti meðgöngusykursýkisgreiningin ákveðinn stimpill, sérstaklega þeim sem voru í yfirþyngd. Þeim reyndist auðveldara að stjórna blóðsykrinum með mataræði og lífsstílsbreytingum en lyfjagjöf. Talsverður breytileiki var á því hvaða þjónustu konunum var boðin varðandi meðgöngusykursýkina og hve móttækilegar þær voru fyrir henni. Flestar töldu sig hafa fengið fullnægjandi fræðslu og stuðning á meðgöngunni og eftir hana. Ályktanir Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að það finnist konur sem greinst hafa með meðgöngusykursýki sem fá takmarkaðan stuðning og eftirfylgd eftir barnsburð, og ef hann er í boði þá afþakki þær hann. Huga þarf betur að þessum hópi kvenna, sérstaklega með það að markmiði að koma í veg fyrir að þær þrói með sér sykursýki tegund 2 eða aðra afleidda kvilla seinna á lífsleiðinni. Aim Gestational diabetes is one of the most common disorder that occur during pregnancy along with hypertension and preeclampsia. In Iceland, the incidence of gestational diabetes has been rising in recent years, from 2.6% in 2006 to 16.6% in 2020. Recent research has shown the importance of developing treatment options following childbirth for women diagnosed with gestational diabetes. The purpose of this study was to describe the experience of women of being diagnosed with gestational diabetes and the treatment they received before and after childbirth. Method The study was a descriptive qualitative study. The participants were selected with a convenience sample from a list of women who gave birth at Akureyri Hospital between January 2021 and November 2021 and were diagnosed with gestational diabetes. Fourteen women participated. The data was collected using semi-structured interviews and analysed using thematic content analysis. Results The women’s experience was analysed into two themes. The first one was emotional imbalance and chaos. Secondly there was variability in available support and understanding of the importance of follow-up care. Receiving the diagnosis, the women felt that they were stigmatized, especially those who were overweight. It was easier for them to control the blood sugar by diet and lifestyle changes than the medications. Treatment options varied between the women as well as their receptivity towards treatment. Participants felt they had received adequate teaching and support before and after birth. Conclusions Findings suggest that women diagnosed with gestational diabetes might not receive adequate treatment and follow-up after childbirth, and if offered they might turn it down. More attention needs to be paid to this group of women, with the aim of trying to prevent them from developing type 2 diabetes or other health related problems later in life.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)