Opin vísindi

Fjórða leið skólaumbóta : (frelsi til að kafa djúpt I)

Fjórða leið skólaumbóta : (frelsi til að kafa djúpt I)


Title: Fjórða leið skólaumbóta : (frelsi til að kafa djúpt I)
Author: Sturludóttir, Oddný
Date: 2018
Language: Icelandic
Scope: 358922
Department: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
Series: Skólaþræðir : tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun.; ()
Subject: Skólaþróun; Leiðsagnarmat; Gagnrýnin hugsun; Skólastjórnun
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4569

Show full item record

Citation:

Sturludóttir , O 2018 , ' Fjórða leið skólaumbóta : (frelsi til að kafa djúpt I) ' , Skólaþræðir : tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun. < https://skolathraedir.is/2018/06/11/fjorda-leid-skolaumbota-frelsi-til-ad-kafa-djupt-i/ >

Abstract:

Í janúarbyrjun árið 2016 hélt fimm manna íslensk fjölskylda til Sádí-Arabíu til misserisdvalar í alþjóðlegu háskólaþorpi, rétt norðan við borgina Jeddah. Elstu börnin stunduðu nám í 5. og 7. bekk í þorpsskólanum, alþjóðaskóla sem starfar undir hatti IB-samtakanna (https://ibo.org/). Greinarhöfundur fylgdi syni sínum í móttökuviðtal hjá námsráðgjafa, glaðlegri konu frá Nýja-Sjálandi. Hún sagði okkur upp og ofan af skólastarfinu og á ákveðnum tímapunkti horfði hún djúpt í augun á syni mínum og sagði: Í þessum skóla hvetjum við nemendur til að hugsa um lausnir á raunverulegum vandamálum heimsins“. Til að gera langa sögu stutta leiddu þessi orð námsráðgjafans mig til sjö mánaða rannsóknarvinnu við skólann og meistararitgerðar í Uppeldis- og menntunarfræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í fjórum greinum í Skólaþráðum mun ég fjalla um starf skólans, hugmyndaramma rannsóknar, helstu niðurstöður, upplifun mína frá sjónarhóli foreldris sem og fræðimanns, mótsagnir og möguleika, baksvið þekkingar og lærdóminn sem af rannsókninni má draga fyrir íslenskt skólasamfélag. En byrjum á að skyggnast inn í skólastarfið í The Kaust School.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)