Opin vísindi

Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi : Þekking og viðhorf geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga

Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi : Þekking og viðhorf geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga


Title: Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi : Þekking og viðhorf geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga
Alternative Title: Psychedelics and treatment of mental disordersA survey of attitudes and knowledge among psychiatrists, general practitioners and psychologists in Iceland
Author: Ólafsson, Ragnar Pétur
Kvaran, Karol
Ketilsdottir, Kristin
Hallgrimsdottir, Kolbrun
Sigurdsson, Emil L
Sigurðsson, Engilbert
Date: 2023-11
Language: Icelandic
Scope: 9
Department: Sálfræðideild
Læknadeild
Önnur svið
Series: Læknablaðið; 109(11)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2023.11.766
Subject: Geðsjúkdómafræði; Humans; Hallucinogens/adverse effects; Iceland; Psilocybin; General Practitioners; Mental Disorders/diagnosis; Psychiatry; Surveys and Questionnaires; psychedelics; general practitioners; psychologists; psychiatrists; survey; attitude; attitude; general practitioners; psychedelics; psychologists; survey; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4535

Show full item record

Citation:

Ólafsson , R P , Kvaran , K , Ketilsdottir , K , Hallgrimsdottir , K , Sigurdsson , E L & Sigurðsson , E 2023 , ' Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi : Þekking og viðhorf geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 11 , bls. 495-503 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.11.766

Abstract:

Ágrip INNGANGUR Áhugi á notkun hugvíkkandi efna, oft ofskynjunarefna, hefur aukist á undanförnum árum samhliða fréttum af mögulegum meðferðarávinningi þeirra. Ekkert er þó vitað um þekkingu og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til efnanna hér á landi. Vefkönnun var því framkvæmd í fagfélögum geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þátttakendur voru alls 256, 177 sálfræðingar, 38 geðlæknar og 41 heimilislæknir, sem svöruðu spurningum, meðal annars um bakgrunn, starfsreynslu, þekkingu á og viðhorf til mismunandi tegunda hugvíkkandi efna svo og um skoðanir sínar á heppilegu fyrirkomulagi meðferðar ef efnin hlytu markaðsleyfi og yrðu notuð í meðferð. NIÐURSTÖÐUR Helmingur geðlækna hafði fengið spurningar um meðferð með hugvíkkandi efnum nokkrum sinnum eða af og til í sínu starfi, en 14,6% heimilislækna og 17,5% sálfræðinga. Meirihluti svarenda taldi sig hafa litla eða enga þekkingu á efnunum sem spurt var um. Viðhorf meirihluta svarenda til notkunar psilocybíns eða hugvíkkandi sveppa í meðferð var neikvætt en meirihluti var fylgjandi áframhaldandi vísindarannsóknum. Flestir töldu að geðlæknar ættu að ávísa slíkri meðferð, vera viðstaddir hana og að meðferðin færi fram á sérstökum meðferðarstofum eða deildum sjúkrahúsa. Lestur fræðigreina, samræður við samstarfsfélaga og umræður í fjölmiðlum höfðu helst mótað afstöðu til efnanna og var áhugi á frekari fræðslu um þau talsverður. ÁLYKTUN Notkun hugvíkkandi ofskynjunarefna í meðferð geðsjúkdóma er enn ekki tímabær að mati þessara stétta, en efla þarf fræðslu heilbrigðisstarfsfólks um eðli og afleiðingar notkunar þeirra í ljósi aukins áhuga á efnunum hér á landi. INTRODUCTION: Interest in the use of psychedelics has increased following reports of their possible therapeutic potential. However, little is known about the knowledge of and attitudes towards the substances among health care professional who provide treatment for mental disorders in Iceland. An online survey was therefore conducted among members of the Icelandic associations of psychiatrists, general practitioners and psychologists. METHODS: Respondents were 256 in total, including 177 psychologists, 38 psychiatrists and 41 general practitioners that provided information on their background, type of work, knowledge of and attitude towards different types of psychedelic substances and their views on optimal service delivery if psychedelics were approved by licencing authorities and used for treatment. RESULTS: Around half of psychiatrists reported having received questions about treatment with psychedelics in their clinical work, compared to only 14,6% of general practitioners and 17,5% of psychologists. The majority of respondents had little, or no knowledge of the substances targeted in the survey. A majority also expressed negative attitudes towards treatment with psilocybin mushrooms, but was positive towards ongoing scientific research and felt that such a treatment should be prescribed and provided by psychiatrists. Moreover, the majority view was that psilocybin treatment should be provided in specialised clinics or psychiatric units in a hospital setting. Scientific articles on the topic, discussions with colleagues and information in the media were identified as having had most influence on respondents´ attitudes towards psychedelics. Most respondents were interested in further education on psychedelics. CONCLUSIONS: Respondents among these three professions felt that the time has not yet come to use psychedelics in the treatment of mental disorders in Iceland but thought more education on psychedelics, their potential efficacy and adverse health effects is important given the increased interest in psychedelics.

Description:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)