Vaccines are among the most important medical discoveries ever made and
are the cornerstone of public health interventions. Public health authorities
must be attentive to the local epidemiology of infectious diseases and the
benefits of changing the immunisation schedule and introducing new
vaccines into the national immunisation programmes. The aims of the thesis
were to assess whether changes and improvements are needed to the
Icelandic national immunisation programme regarding immunisations against
rotavirus, Neisseria meningitidis and influenza. The thesis is comprised of
four studies.
In study I, the disease burden of rotavirus in young children in Iceland was
assessed, as well as the cost-effectiveness of including rotavirus
vaccinations in the national immunisation programme in Iceland. A two-year
prospective study was conducted. Children under the age of six attending a
paediatric emergency department with acute gastroenteritis were recruited.
Stool samples were collected from participants, as well as information about
the total duration of symptoms, the need for treatment in the emergency
department and for hospital admissions, the number of days parents missed
from work etc. Parents were also asked about their opinion on rotavirus
vaccinations. Study I showed that rotavirus is the most common virus causing
acute gastroenteritis leading to emergency department visits in young
children in Iceland. Rotavirus causes a significant disease burden on young
children, their parents, and the health care system. A substantial loss of
productivity is attributable to rotavirus acute gastroenteritis, leading to
considerable societal costs. The addition of a rotavirus vaccine to the national
immunisation programme would be cost-effective and most parents are in
favour of it. We conclude that rotavirus vaccines should be added to the
national immunisation programme.
Study II assessed the prevalence of asymptomatic meningococcal
carriage in children, adolescents and young adults in Iceland, the prevalence
of meningococcal capsular groups in colonisation and the duration of
colonisation. Nasopharyngeal swabs were collected from 1–6-year-old
children in daycare centres and oropharyngeal swabs from 15–16-year-old
adolescents and 18–20-year-old young adults in the spring of 2019. Of 460
children, none carried meningococci. The colonisation prevalence was 0.5% among adolescents (1/197) and 6.5% among young adults (34/525). Non-groupable meningococci were most common in colonisation (26/35 carriers),
followed by MenB (6/35 carriers). Two participants carried MenY and one
carried MenW. No carriage of MenC, the group that is currently vaccinated
against in Iceland, was detected. The longest duration of carriage was 21
months (from the first positive swab to the last positive swab). Meningococcal
isolates from successive swabs from the same carrier were closely related,
indicating a prolonged carriage with the same strain. Study II shows that
meningococcal colonisation prevalence, especially of capsulated
meningococci, is low in Iceland. Considering both the low colonisation
prevalence and low incidence of invasive meningococcal disease, we
conclude that changes in meningococcal vaccination strategies in the
national immunisation programme are not currently needed.
In study III, the humoral and cellular immune responses to influenza
vaccinations were assessed in adolescents with obesity compared to
adolescents with normal weight. Thirty adolescents with obesity and thirty
adolescents with normal weight were recruited. The participants were
vaccinated with a tetravalent influenza vaccine. Venous blood samples were
collected before vaccination and again four weeks after vaccination. The
results of study III show that both humoral and cellular immune responses to
influenza vaccination are similar in adolescents with obesity and adolescents
with normal weight. Therefore, changes are not needed to influenza
vaccination methods for adolescents with obesity.
Study IV assessed the influenza vaccine uptake in pregnant women in the
ten influenza seasons 2010-2020, and the burden of influenza on pregnant
women and their infants. The influenza vaccine uptake ranged from 6.2% in
2011-2012 to 37.5% in 2019-2020. Vaccinations against influenza in
pregnancy protect pregnant women and their infants in the season of
vaccination and provide probable protection for infants <6 months of age.
The uptake of influenza vaccinations among pregnant women was
suboptimal. Initiatives are needed to increase awareness about the safety
and the benefits of influenza vaccinations, to increase influenza vaccine
uptake and protect these vulnerable groups against influenza.
Bólusetningar eru meðal merkustu uppgötvana í sögu læknavísindanna. Með
þeim hefur fjölmörgum lífum verið bjargað og hafa áður skæðir
smitsjúkdómar nánast horfið eftir tilkomu bólusetninga. Mikilvægt er að
heilbrigðisyfirvöld séu vel vakandi fyrir tilkomu nýrra bóluefna, sem og
breytingum á faraldsfræði smitsjúkdóma sem kallað gætu á breytingar á
bólusetningarskema. Þar að auki er afar mikilvægt að almenn þátttaka í
bólusetningum sé góð og að þeir hópar sem eru í mestri hættu á að veikjast
alvarlega séu verndaðir eins og hægt er.
Markmið doktorsverkefnisins var að meta hvort þörf sé á umbótum á
bólusetningum á Íslandi, með tilliti til bólusetninga gegn rótaveiru,
meningókokkum og inflúensu. Doktorsverkefnið samanstendur af fjórum
rannsóknum.
Rannsókn I fjallaði um sjúkdómsbyrði rótaveiru hjá ungum börnum á
Íslandi og kostnaðarhagkvæmni þess að bæta rótaveirubólusetningum við
íslenskt bólusetningarskema. Framskyggn, tveggja ára rannsókn var gerð á
Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Börnum undir sex ára aldri sem leituðu
þangað vegna bráðra garnasýkinga var boðin þátttaka í rannsókninni.
Saursýnum var safnað frá þátttakendum og upplýsingum safnað um
heildarlengd veikinda, þörf á meðferð á bráðamóttöku barna og innlögn á
sjúkrahús, dagafjölda sem foreldrar misstu frá vinnu og fleira. Foreldrar voru
einnig spurðir um afstöðu sína til rótaveirubólusetninga. Niðurstöður
rannsóknarinnar leiddu í ljós að rótaveira er algengasta veiran í bráðum
garnasýkingum hjá ungum börnum sem leiðir til komu á bráðamóttöku barna.
Rótaveira veldur umtalsverðri sjúkdómsbyrði á ung börn, foreldra þeirra og
heilbrigðiskerfið, sem leiðir til töluverðs vinnutaps foreldra. Vinnutapið er
stærsti samfélagslegi kostnaðurinn sem hlýst af bráðum garnasýkingum af
völdum rótaveiru. Meirihluti foreldra er hlynntur notkun rótaveirubóluefna, auk
þess sem rótaveirubólusetningar á Íslandi væru kostnaðarhagkvæmar. Við
ályktum sem svo að bæta ætti rótaveirubólusetningum í bólusetningarskema
barna á Íslandi.
Markmið rannsóknar II var að meta algengi einkennalausrar
meningókokka-sýklunar í þremur aldurshópum (hjá leikskólabörnum, 10.
bekkingum og menntaskólanemum á aldrinum 18-20 ára), kortleggja algengi
mismunandi hjúpgerða meningókokka í einkennalausri sýklun og hve lengi
iv
sýklun meningókokka varir. Nefkoksstrokum var safnað frá leikskólabörnum
og hálsstrokum frá 10. bekkingum og menntaskólanemum á vormánuðum
2019. Engir meningókokkar greindust í 460 sýnum frá leikskólabörnum. Af
sýnum frá 10. bekkingum var eitt jákvætt fyrir meningókokkum (1/197, 0,5%)
og 34 frá menntaskólanemum (34/525, 6,5%). Flestir meningókokkar sem
greindust voru óhjúpaðir (hjá 26/35 berum). Af hjúpuðum meningókokkum
voru meningókokkar B algengastir (hjá 6/35 berum). Tveir einstaklingar báru
meningókokka Y og einn meningókokka W. Enginn greindist með
meningókokka C, þá týpu sem bólusett er gegn á Íslandi. Lengsta tímalengd
sýklunar í rannsókninni var 21 mánuður (frá fyrsta jákvæða sýni til síðasta
jákvæða sýnis). Meningókokkar sem greindust við endurteknar sýnatökur í
langvarandi sýklun voru náskyldir, sem bendir til viðvarandi sýklunar með
sama stofni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að beratíðni meningókokka,
sérstaklega hjúpaðra meningókokka, er lág á Íslandi. Í ljósi þess að nýgengi
ífarandi meningókokkasýkinga er einnig lágt er ekki þörf á breytingum á
bólusetningum gegn meningókokkum á Íslandi að svo stöddu.
Í rannsókn III var vessabundið og frumubundið ónæmissvar við
inflúensubólusetningu borið saman á milli unglinga með offitu og unglinga í
kjörþyngd. Þrjátíu unglingar með offitu og þrjátíu unglingar í kjörþyngd tóku
þátt í rannsókninni. Þátttakendur voru bólusettir með fjórgildu inflúensubóluefni. Blóðprufur voru teknar fyrir bólusetningu og aftur fjórum vikum eftir
bólusetningu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði
vessabundin og frumubundin svörun við inflúensubólusetningu sé
sambærileg á milli hópanna tveggja og því ekki þörf á breytingum á
inflúensubólusetningum unglinga með offitu.
Rannsókn IV fjallaði um inflúensubólusetningar barnshafandi kvenna yfir
tíu inflúensu-tímabil og sjúkdómsbyrði inflúensu hjá barnshafandi konum og
ungbörnum þeirra. Rannsóknin náði til inflúensu-tímabilanna 2010-2020.
Bólusetningarhlutfallið var lægst 6,2% á inflúensu-tímabilinu 2011-2012 en
hækkaði yfir tímabilið og var hæst 37,5% á tímabilinu 2019-2020.
Inflúensubólusetning á meðgöngu er verndandi gegn inflúensu á viðkomandi
inflúensu-tímabili en virkni bóluefnisins var 34-100% eftir tímabilum.
Inflúensubólusetning á meðgöngu ver einnig ungbörn gegn inflúensu á því
tímabili sem móðir er bólusett og veitir líklega vernd gegn inflúensu á fyrstu
sex mánuðum lífs.