Opin vísindi

Útkoma fæðinga kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og reynsla þeirra af umönnun

Útkoma fæðinga kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og reynsla þeirra af umönnun


Title: Útkoma fæðinga kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og reynsla þeirra af umönnun
Alternative Title: Perinatal and maternal outcomes of migrant women in Iceland and their experience of care
Author: Guðmundsdóttir, Embla Ýr
Advisor: Helga Gottfreðsdóttir, Marianne Niuwenhuijze
Date: 2023-08
Language: English
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Department: Hjúkrunarfræðideild (HÍ)
Faculty of Nursing (UI)
ISBN: 978-9935-9589-3-8
Subject: Ljósmóðurfræði; Konur; Innflytjendur; Doktorsritgerðir; Mæðravernd; Midwifery; Migrants; Maternity care system
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4518

Show full item record

Abstract:

 
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skapa þekkingu um hvort og þá hvar þarf að bæta starfshætti innan íslensku barneignarþjónustunnar og hvernig hægt er að tryggja velferð og heilsu kvenna af erlendum uppruna í barneignarferlinu og nýbura þeirra. Markmið fyrsta hluta rannsóknarinnar var að kanna fæðingarútkomu meðal kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Markmið annars hluta rannsóknarinnar var að kanna notkun kvenna af erlendum uppruna á verkjameðferðum við fæðingu og fá þannig innsýn í gæði ljósmóðurþjónustu í fæðingu. Markmið þriðja hluta rannsóknarinnar var að lýsa þörfum, væntingum og upplifun kvenna af erlendum uppruna af umönnun ljósmæðra í fæðingu á Íslandi. Saman munu þessir þrír hlutar rannsóknarinnar gera okkur kleift að öðlast dýpri þekkingu í útkomu þeirra, fá innsýn í umönnunarþarfir þeirra og hvort þær hafi upplifað þarfir sínar í fæðingu uppfylltar. Bakgrunnur: Nýlegar rannsóknir benda til misræmis í fæðingarútkomum þegar kemur að konum af erlendum uppruna sem búa í hátekjulöndum samanborið við konur með uppruna í landinu. Innflytjendum fjölgar hratt hér á landi en 13,6% þjóðarinnar voru með erlent ríkisfang árið 2020. Samt sem áður er takmörkuð þekking fyrir hendi um heilsufar kvenna af erlendum uppruna á barneignaraldri á Íslandi og aðgengi þeirra að heilbrigðiskerfinu og reynslu af barneignarþjónustu í landinu. Aðferð: Notast var við tvær lýðgrundaðar ferilrannsóknir auk eigindlegrar rannsóknar þar sem notast var við ígrundaða þemagreiningu með langtímasniði á viðtölum, tekin annars vegar á meðgöngu og hins vegar eftir fæðingu. Í rannsókn I og II voru konur af erlendum uppruna skilgreindar sem konur með annað ríkisfang en íslenskt, þar á meðal flóttamenn og hælisleitendur. Þær voru einnig flokkaðar í þrjá hópa, byggt á mannþróunarvísitölu ríkisfangslands þeirra (Human Development Index (HDI)) og áhrif ríkisfangs áætluð. Rannsókn I var söguleg lýðgrunduð ferilrannsókn og náði til kvenna sem fæddu einbura á Íslandi á árunum 1997 til 2018, samtals 92.403 fæðingar. Helstu útkomubreytur voru upphaf fæðingar, örvun, utanbastsdeyfing, spangarstuðningur, spangarskurður, fæðingaraðferð, fæðingaráverki í endaþarms hringvöðva, blæðing eftir fæðingu, fyrirburafæðing, fimm mínútna Apgar <7, innlögn á gjörgæsludeild nýbura, Vökudeild og burðarmálsdauði. Leiðrétt gagnlíkindahlutföll (aORs) og 95% öryggisbil (CIs) fyrir fæðingarútkomur voru reiknuð út með því að nota aðhvarfsgreiningu. Rannsókn II var einnig söguleg lýðgrunduð ferilrannsókn sem náði til allra kvenna sem fæddu einbura á Íslandi á árunum 2007 til 2018, alls 48.173 fæðingar. Eins og í rannsókn I, voru kerfisbundnar aðhvarfsgreiningar með OR og 95% CI notaðar til að kanna tengslin milli ríkisfangs og notkun verkjameðferðar við fæðingu. Helstu útkomubreytur voru notkun verkjameðferðar með og án lyfja. Rannsókn III var eigindleg langtímarannsókn með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum sem tekin voru í desember 2021 til maí 2022. Átta konur með pólskan ríkisborgararétt tóku þátt í tveimur viðtölum, á meðgöngu og eftir fæðingu. Viðtölin voru greind með ígrundaðri þemagreiningu. Niðurstöður: Í rannsókn I fæddu samtals 8.158 konur af erlendum uppruna á rannsóknartímabilinu: 4.401 frumbyrjur og 3.757 fjölbyrjur. Þegar á heildina er litið voru konur af erlendum uppruna með hærri leiðrétt gagnlíkindahlutfall (aORs) fyrir spangarskurði (frumbyrjur: aOR 1,43; 95% CI 1,26-1,61, fjölbyrjur: 1,39 [1,21-1,60]) og áhaldafæðingar (frumbyrjur: 1,14 [1,02-1,27], fjölbyrjur: 1,41 [1,16-1,72]) og lægri aORs fyrir framköllun fæðingar (frumbyrjur: 0,88 [0,79-0,98], fjölbyrjur: 0,74 [0,66-0,83]), samanborið við íslenskar konur. Konur frá löndum með háa mannþróunarvísitölu (HDI ≥ 0,900) höfðu svipaða eða betri útkomu en íslenskar konur, á meðan konur frá löndum með lægri HDI en Ísland (HDI <0,900) höfðu að auki auknar líkur á fylgikvillum fæðinga á móður og barni auk inngripa í fæðingaferlið, svo sem bráðakeisara og blæðinga eftir fæðingu. Í rannsókn II var notast við gögn frá 6.097 konum af erlendum uppruna. Konur af erlendum uppruna voru með hærra aOR að nota engar verkjameðferðir í fæðingu (1,23 [1,12-1,34]), samanborið við íslenskar konur. Konur af erlendum uppruna höfðu einnig lægra aOR fyrir notkun nálastungumeðferða (0,73 [0,64-0,83]), raftaugaörvun yfir húð (TENS) (0,92 [0,01-0,67]), sturtu/baðkars (0,73 [0,66-0,82]), ilmkjarnaolíumeðferða (0,59 [0,44-0,78]) og innöndun nituroxíðs (0,89 [0,83-0,96]). Mannþróunarvísitala (HDI<0,900) ríkisfangslands kvennanna tengdist lægri aORs fyrir notkun ýmissa verkjameðferða í fæðingu. Í rannsókn III var eitt þema myndað úr viðtölum sem tekin voru á meðgöngu: (1) Að finnast þú ekki njóta skilnings, vera ein og hrædd. Tvö þemu voru mynduð úr viðtölum sem tekin voru eftir fæðingu: (1) Að hafa einhvern sem leiðbeinir þér og er með þér í gegnum meðgöngu og fæðingu; og (2) mikilvægi þess að hafa rödd. Tvö þemu voru mynduð í langtímarannsókn á viðtölum sem tekin voru á meðgöngu og eftir fæðingu: (1) Virðingarfull einstaklingsmiðuð umönnun; og (2) mikilvægi þess að deila upplýsingum og fá svör við spurningum þínum. Ályktun: Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að ríkisfang kvenna og HDI ríkisfangslands þeirra er tengt fjölda fylgikvilla móður og fæðingarinngripa, svo sem spangarskurð og áhaldafæðingu. Ennfremur er það að vera af erlendum uppruna á Íslandi mikilvægur þáttur sem gæti takmarkað notkun verkjameðferða án lyfja í fæðingu, sérstaklega á meðal kvenna með ríkisfang frá löndum með HDI <0,900. Niðurstöður okkar benda til þess að umönnunarþarfir kvenna af erlendum uppruna í nýju landi tengjast góðum samskiptum og tengslum við aðra. Óöryggi var tilfinning sem margar konur létu í ljós í rannsókninni í tengslum við verkjastillingu í fæðingu en einnig í tengslum við samskipti við ljósmóður. Góð samskipti auk þess að koma á tengingu við ljósmóður í fæðingu var þörf allra kvennanna.
 
Aims: The overall aim of this thesis was to create a body of knowledge that highlights which practices, if any, need to be improved within the Icelandic maternity care system and how the welfare and health of migrant women and their new-borns´ can be ensured. The aim of Study I was to explore maternal and perinatal outcomes of migrant women in Iceland. The aim of Study II was to explore the use of pain relief methods during childbirth by migrant women and thus get some insight on the quality of intrapartum midwifery care. The aim of Study III was to describe migrant women´s needs, expectations, and experience of midwifery care during childbirth in Iceland. Together, these three studies will contribute to a deeper knowledge of migrant women's care outcomes and give us insight into their care needs and whether these needs were fulfilled in intrapartum midwifery care. Background: Recent studies indicate disparities in perinatal outcomes when it comes to migrant women living in high-income countries. Immigration is rapidly increasing in Iceland with 13.6% of the population holding foreign citizenship in 2020. However, limited knowledge exists regarding the health status of migrant childbearing women in Iceland, their access to and use of the healthcare system and their experiences of maternity care in the country. Method: Two population-based cohort studies and a longitudinal qualitative study were conducted. In studies I and II, migrant women were defined as women with citizenship other than an Icelandic one, including refugees and asylum seekers. They were categorised into three groups, based on the human development index (HDI) score of their country of citizenship, to estimate the effect of country of citizenship on maternal and perinatal outcomes and use of care. Study I was a prospective population-based cohort study which included women who gave birth to a singleton in Iceland between 1997 and 2018, i.e. a total of 92,403 births. The main outcome measures were onset of labour, augmentation, epidural, perineum support, episiotomy, mode of birth, obstetric anal sphincter injury, postpartum haemorrhage, preterm birth, a five-minute Apgar <7, neonatal intensive care unit admission and perinatal mortality. Adjusted odds ratios (aORs) and 95% confidence intervals (CIs) for maternal and perinatal outcomes were calculated using logistic regression models. Study II was also a prospective population-based cohort study which included all women who had a singleton birth in Iceland between 2007 and 2018, i.e. a total of 48,173 births. As in study I, logistic regression analyses, with ORs and 95% CIs, were used to investigate the relationship between migrant backgrounds and the use of pain management during birth. The main outcome measures were the use of non-pharmacological and pharmacological pain management methods. Study III was a longitudinal, qualitative study involving individual semi-structured interviews conducted from December 2021 to May 2022. Eight women with a Polish citizenship participated in two interviews during pregnancy and after birth. The interviews were analysed using reflexive thematic analysis. Results: In study I, a total of 8,158 migrant women gave birth during the study period, 4.401 of them primiparous and 3,757 of them multiparous. Overall, migrant women had higher aORs for episiotomy (primiparas: aOR 1.43; 95% CI 1.26 - 1.61, multiparas: 1.39 [1.21-1.60]) and instrumental births (primiparas: 1.14 [1.02-1.27], multiparas: 1.41 [1.16-1.72]) and lower aORs for induction of labour (primiparas: 0.88 [0.79-0.98], multiparas: 0.74 [0.66-0.83]) compared to Icelandic women. Migrant women from countries with a high HDI score (≥0.900) had similar or better outcomes than Icelandic women, whilst migrant women from countries with a lower HDI score than that of Iceland (<0.900) had high aORs for maternal and perinatal complications and interventions, such as emergency caesarean and postpartum haemorrhage. In study II, the data from 6,097 migrant women were included. Overall, migrant women had higher aORs for no use of pain management (1.23 [1.12-1.34]), when compared to Icelandic women. Migrant women also had lower aORs for the use of acupuncture (0.73 [0.64-0.83]), transcutaneous electrical nerve stimulation (TENS) (0.92 [0.01-0.67]), shower/bath (0.73 [0.66-0.82]), aromatherapy (0.59 [0.44-0.78]), and nitrous oxide inhalation (0.89 [0.83-0.96]) than Icelandic women. Women from countries with a HDI score <0.900 had lower aORs for the use of various pain management methods. In study III, one theme was generated from all the interviews conducted during pregnancy: Feeling not understood, alone and scared. Two themes were generated from the interviews conducted after birth: (1) having someone who guides and accompanies you through pregnancy and birth; and (2) the importance of having a voice. Two themes were generated from the longitudinal analysis of the interviews conducted during pregnancy and after birth: (1) respectful individualized care; and (2) importance of sharing information and getting answers to your questions. Conclusion: The studies´ findings indicate that women’s citizenship and the HDI score of their country of citizenship are significantly associated with a range of maternal and perinatal complications and interventions, such as episiotomy and instrumental birth. Furthermore, being a migrant in Iceland is an important factor that could limit the use of non-pharmacological pain management, especially for migrant women with citizenship from countries with a HDI score <0.900. Our results suggest that migrant women´s care in a new country is related to good communication and connection with others. Insecurity was a feeling expressed by many of the women in our study, especially regarding pain relief in labour and communication. Ensuring good communication as well as establishing a connection to the midwife was an overall need among all the women in our study. These findings necessitate a further look into inequality in healthcare in Iceland. By acknowledging migrant women´s diversity in experiences of security, knowledge and personal values, we can implement policies that will help us take better care of migrant women in maternity care.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)