Opin vísindi

Rauðkyrningabólga í vélinda í börnum - tvö sjúkratilfelli

Rauðkyrningabólga í vélinda í börnum - tvö sjúkratilfelli


Title: Rauðkyrningabólga í vélinda í börnum - tvö sjúkratilfelli
Alternative Title: Eosinophilic esophagitis in children. Two case reports
Author: Sigurdsson, Lúther
Agnarsson, Úlfur
Axelsson, Ari Víðir
Date: 2013-12
Language: Icelandic
Scope: 4
University/Institute: Landspítali
Series: Læknablaðið; 99(12)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2013.12.523
Subject: Ónæmisfræði; Biopsy; Eosinophilic Esophagitis/diagnosis; Esophagoscopy; Humans; Predictive Value of Tests; Risk Factors; Treatment Outcome
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4496

Show full item record

Citation:

Sigurdsson , L , Agnarsson , Ú & Axelsson , A V 2013 , ' Rauðkyrningabólga í vélinda í börnum - tvö sjúkratilfelli ' , Læknablaðið , bind. 99 , nr. 12 , bls. 573-6 . https://doi.org/10.17992/lbl.2013.12.523

Abstract:

Ágrip Rauðkyrningabólga í vélinda er tiltölulega nýr sjúkdómur, fyrst lýst 1978, en hefur hlotið aukna athygli síðastliðinn áratug. Í fyrstu aðallega í börnum og unglingum en síðan einnig í fullorðnum. Í yngri börnum eru vanþrif og uppköst aðaleinkenni en í eldri börnum og fullorðnum kyngingarörðugleikar, brjóstverkir og jafnvel þrengingar í vélinda. Tengsl eru sterk við ofnæmi og orsökin er oftast viðbrögð við ákveðnum fæðuflokkum. Greining rauðkyrningabólgu er fyrst og fremst byggð á vefjasýnum frá vélindaspeglun en einnig þurfa að vera til staðar einkenni sem samrýmast bólgunni og jafnframt þarf að útiloka bakflæði sem undirliggjandi orsök rauðkyrningabólgu. Bólgan þarf að vera einskorðuð við vélinda. Meðferð er að forðast ákveðnar fæðutegundir og stundum lyfjameðferð. Í þessari samantekt lýsum við ólíkum birtingarformum þessa sjúkdóms í tveimur börnum. Eosiniophilic Esophagitis (EoE) is a relatively new disease which was first reported in 1978 but increasingly diagnosed in the last 15 years. Initially EoE was mainly described in children but later also recognized in adults. In infants it presents as a food refusal, failure to thrive and vomiting. In older children and adults symptoms include chest pain dysphagia, oesophageal food impaction and even strictures on endoscopy. The etiology of EoE is often food allergy. Diagnosis is made on biopsies from the oesophagus and by excluding other causes of eosophageal eosinophilia. It is treated by eliminating the offending food groups or using local corticosteroids. We describe different presentation of eosinophilic esophagitis in two children and discuss diagnosis and treatment.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)