Opin vísindi

Hermikennsla læknanema á Íslandi

Hermikennsla læknanema á Íslandi


Titill: Hermikennsla læknanema á Íslandi
Aðrir titlar: Simulation in medical education in Iceland
Höfundur: Valsdóttir, Elsa Björk
Haraldsson, Hans
Schram, Ásta Bryndís
Dieckmann, Peter
Útgáfa: 2023-10
Tungumál: Íslenska
Umfang: 7
Svið: Heilbrigðisvísindasvið
Deild: Skurðlækningar
Læknadeild
Birtist í: Læknablaðið; 109(10)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2023.10.761
Efnisorð: Skurðlæknisfræði brjósta, innkirtla og meltingarfæra; Humans; Iceland; Education, Medical; Medicine; Schools, Medical; Universities; simulation center; simulation; teaching methods; skills lab; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4486

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Valsdóttir , E B , Haraldsson , H , Schram , Á B & Dieckmann , P 2023 , ' Hermikennsla læknanema á Íslandi ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 10 , bls. 439-445 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.10.761

Útdráttur:

ÁGRIP INNGANGUR Færnibúðir og hermisetur eru orðin fastur hluti af kennslu í mörgum læknaskólum. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa stöðu hermingar (simulation) í læknanámi á Íslandi með því að kanna reynslu læknanema og kennara, hvaða þættir auðvelda eða hindra notkun hermingar í kennslu og hvernig hugtakið er notað í kennsluskrá Háskóla Íslands. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var þríþætt. Rafrænar kannanir voru sendar til læknanema annars vegar og kennara í læknadeild Háskóla Íslands hins vegar. Síðan var gerð orðaleit í kennsluskrá háskólans. NIÐURSTÖÐUR Svarhlutfall í könnunum, bæði læknanema og kennara, var 65%. Hermingu var lýst sem kennsluaðferð hjá 10% kennara þegar nemar voru spurðir en hjá um þriðjungi þegar kennarar voru spurðir. Viðhorf bæði læknanema og kennara var jákvætt. Kennarar, sem höfðu áður kynnst hermingu, voru líklegri til að nota hermingu og það átti líka við um kennara sem höfðu fengið einhverja þjálfun í kennsluaðferðum. Aðalhindranir voru skortur á aðstöðu, búnaði, fjármagni og þjálfun. Í kennsluskrá fundust fá leitarorð tengd kennslu með hermingu. ÁLYKTUN Reynsla læknanema og kennara af hermingu er takmörkuð en innan við þriðjungur kennara segist hafa notað þessa kennsluaðferð við kennslu læknanema. Hindranir á notkun eru svipaðar á Íslandi og lýst hefur verið erlendis. Fá leitarorð í kennsluskrá tengd hermingu vekja spurningar um mikilvægi kennsluaðferða í huga kennara. Mögulegar leiðir til að auka notkun hermingar gætu verið að bæta innviði og bjóða völdum kennurum þjálfun í fjölbreyttum kennsluaðferðum, þar með talið hermingu. BACKGROUND: Skills labs and simulation centers have become an integrated part of teaching methods in many medical schools. This study aims to describe the status of simulation in medical education in Iceland by examining student and faculty experience, facilitating and barring factors for its use in teaching and how the concept appears in the Course Catalog. MATERIALS AND METHODS: The study was threefold. In parts one and two, electronic surveys were sent to students and faculty members at the Faculty of Medicine, University of Iceland. Part three was a key word search in the University´s course catalogue relating to simulation. RESULTS: Response rate for both student and faculty surveys was 65%. Simulation as a teaching method was reported for 10% of faculty according to students but approximately a third of faculty, according to faculty. Attitudes of students and faculty were positive. Faculty, previously exposed to simulation, were more likely to use simulation, as were those who had received training in educational methods. Main barriers identified were lack of facilities, equipment, funds, and training. Key words related to simulation appeared rarely in the University Course Catalogue. CONCLUSION: Student and faculty experience with simulation is limited, less than third of faculty claim to have used simulation when teaching medical students. Barring factors in Iceland are similar to what has been reported elsewhere. Lack of words describing simulation in the Course Catalog may raise questions about emphasis on teaching methods or lack thereof. Potential ways to increase the use of simulation could be to improve infrastructure and offer training in diverse educational methods, including simulation, to selected faculty.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: