Opin vísindi

Hlutverk skólastjóra í þróunarstarfi eins grunnskóla

Hlutverk skólastjóra í þróunarstarfi eins grunnskóla


Title: Hlutverk skólastjóra í þróunarstarfi eins grunnskóla
Author: Sigurðardóttir, Sigríður Margrét
Date: 2011-12-31
Language: Icelandic
Scope: 302804
Department: Kennaradeild
Series: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
Subject: Skólastjórar; Þróunarstarf
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4342

Show full item record

Citation:

Sigurðardóttir , S M 2011 , ' Hlutverk skólastjóra í þróunarstarfi eins grunnskóla ' , Netla , bls. 1-17 . < https://netla.hi.is/serrit/2011/menntakvika2011/025.pdf >

Abstract:

Þessi grein er byggð á niðurstöðum úr M.Ed.-rannsókn höfundar þar sem rannsakað var þróunarstarf í grunnskóla á tíu ára tímbili í sögu hans og hver þáttur skólastjórans var í ferlinu. Stuðst er við hugtakaramma Sergiovanni (2009) sem greiningarlíkan fyrir forystuhlutverk (e. forces of leadership) skólastjórans en hann lýsir skólastjóra sem stjórnanda, starfsmannastjóra, menntafrömuði, sameiningartákni og boðbera menningargilda. Sergiovanni telur að skólastjóri þurfi að hafa alla þessa þætti á valdi sínu til að þróa gott skólastarf. Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn í grunnskóla. Gögnum var safnað með viðtölum, vettvangsathugunum, spurningakönnun, skjalarýni og óformlegum samtölum. Þátttakendur komu úr röðum starfsfólks skólans, nemenda og foreldra. Niðurstöður bentu til þess að skólastjóri hefði ráðið við öll fimm hlutverkin sem Sergiovanni tilgreinir og að það hefði skipt sköpum fyrir skólaþróunina. Greinin er önnur tveggja greina um rannsóknina. Hin er grein höfundar og Rúnars Sigþórssonar (í prentun) þar sem byggt er á líkani Lambert (2006) um starfshætti skólastjóra við þróun forystuhæfni skóla.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)