Opin vísindi

Skipulagið er komið út í bílskúr: Fjölskyldulíf, heimanám og COVID-19

Skipulagið er komið út í bílskúr: Fjölskyldulíf, heimanám og COVID-19


Titill: Skipulagið er komið út í bílskúr: Fjölskyldulíf, heimanám og COVID-19
Aðrir titlar: “The time-plan has been ousted and is now in the garage”: Family life and homework in stories about COVID-19
Höfundur: Rúdólfsdóttir, Annadís Greta
Auðardóttir, Auður Magndís   orcid.org/0000-0002-3959-2731
Útgáfa: 2021-02-18
Tungumál:
Umfang: 19
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
Deild: Deild menntunar og margbreytileika
Birtist í: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/serritnetla.2020.17
Efnisorð: Nýfrjálshyggja; Foreldrahlutverk; COVID-19; Parenting; Homework; Neoliberalism; COVID-19; Story-completion method
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4316

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Rúdólfsdóttir , A G & Auðardóttir , A M 2021 , ' Skipulagið er komið út í bílskúr: Fjölskyldulíf, heimanám og COVID-19 ' , Netla . https://doi.org/10.24270/serritnetla.2020.17

Útdráttur:

 
Markmið þessarar rannsóknar var að greina kynjaðar hugmyndir þátttakenda um uppeldishlutverk foreldra sem birtast í sögum um heimanám barna á tímum COVID-19. Gögnum var safnað með sögulokaaðferð í apríl 2020, en þá hafði neyðarstigi verið lýst yfir á Íslandi. Þátttakendur fengu upphaf að sögu sem þeir áttu að ljúka. Þar var söguhetjan ýmist móðir eða faðir sem þurfti að sinna heimanámi með börnum sínum í samkomubanni. Auglýst var eftir þátttakendum á samfélagsmiðlum. Meirihluti þeirra sem tóku þátt voru menntaðar millistéttarkonur og endurspeglar rannsóknin því einkum sjónarhorn þeirra. Alls voru 97 sögur greindar með ígrundaðri þemagreiningu. Fræðilega sjónarhornið var femínískt, þ.e. þemu voru sett í samhengi við ríkjandi orðræður um foreldrahlutverkið í samtímamenningu og skoðað hvernig kynjuð hlutverk afmörkuðu tækifæri og forgangsröðun sögupersóna. Í sögunum var einkum tekist á við orðræðu nýfrjálshyggjunnar um skipulagða foreldrið sem nýtir hvert tækifæri til að hámarka reynslu barnsins svo það verði skilvirkur þegn samfélagsins. Þrjú meginþemu voru greind: (1) Togstreitan um tímann. Þar kom fram að tíminn er kynjapólitísk auðlind. Verkefnamiðuð dagskrá krefst verkstjórnar og yfirlegu sem lenda oft á herðum mæðra. (2) Glíman við heimanámið: Endurmat og (ó)sigrar. Félagsleg staða, m.a. menntun og auðmagn, hefur áhrif á hversu raunhæfar forsendur foreldri hefur til að taka að sér heimanám. Kvíði og sektarkennd fylgir því að ráða ekki við námsefnið. (3) Bugaðir foreldrar rísa upp gegn óraunhæfum kröfum. Þemað lýsir andstöðu foreldra við hamingjuhandrit nýfrjálshyggjunnar þar sem gott foreldri er sér meðvitað um alla þá áhættuþætti sem hafa áhrif á velferð barnsins. Hamingjuna má finna í heimilisóreiðu og námi sem fylgir ekki dagskrá skóla heldur takti heimilisins. Niðurstöður sýna að þær aðstæður sem sköpuðust í samkomubanninu skerpa átakalínur milli heimila og samfélags og átakalínur innan heimila. Þær lýsa einnig kvíða og sektarkennd sem fylgir því að geta ekki fylgt leikreglum nýfrjálshyggjuorðræðunnar.
 
In Western societies the role of the parent has increasingly been framed by neoliberal discourses. The focus is on the parent, especially the professional middle-class mother, as an entrepreneur who makes choices and trains the child with an eye to how it can maximize its potential and become a good citizen. This places a strain on parents, especially working mothers, who juggle their parenting responsibilities with their work outside the home. The COVID-19 epidemic upset these juggling acts and the fine-tuned daily rhythms of many families. In April, 2020, when the study took place, Iceland was in semi-lockdown, with schools running at limited capacity and a ban of gatherings of more than 20 people. Furthermore, many parents did not have access to their usual support in terms of childcare. These times without “precedent” thus provided an interesting moment to explore constructions of parenting, especially in relation to parents’ role in their children’s education and how at times contradictory demands from the home and work were met. This article adopts a feminist poststructuralist perspective to analyse ideas about parenting roles in relation to children’s homework during the COVID-19 epidemic in Iceland. Data was collected using the story-completion method during the period April 7–24, 2020, when a national emergency had been declared in Iceland because of the Corona virus. The story completion method is useful as it provides insight into the sociocultural ideas and discourses people draw on when making sense of a topic. The participants were approached on social media where they were provided with a link directing them to the task on Qualtrics. There the participants were randomly presented with either of two different story stems and asked to complete a story. In the first story stem the main fictional character is a mother who is informed that her children will only be able to stay 2 hours per day at school and she is sent ideas for homework to work on with her children. The other story stem is identical except the main character is a father. In total, 97 stories were collected. The majority of the participants who submitted stories were middle-class, university-educated women and the stories have to be interpreted with that in mind. However, they are an interesting group as they are usually considered to set the norm for good mothering. A recurrent idea running through all the stories
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: